Fréttir - Eyjafréttir - 30.09.2004, Blaðsíða 4
4
Fréttir / Fimmtudagur 30. september 2004
EYJAMAÐUR VIKUNNAR
liðsheildin vinnur titla
-eínstaklíngarnir eru bara heppnir að fá að vera með
Björgvin Eyjólfsson sjúkraþjálfari náði
þeim einstaka árangri fyrir skömmu
að hafa orðið bikarmeistari með
öllum meistaraflokksliðum ÍBV, í
karla og kvennaflokki. Björgvin hefur
lengi starfað sem sjúkraþjálfari og
fylgt liðum ÍBV í marga stórleiki. Fyrst
varð hann bikarmeistari 1981 með
karlaliði ÍBV í knattspyrnu og lauk
hringnum í síðasta mánuði þegar
kvennalið ÍBV í knattspyrnu varð
bikarmeistari. Björgvin er Eyjamaður
vikunnar að þessu sinni.
Nafn: Björgvin Eyjólfsson.
Fæðingardagur: 3. nóvember
1955.
Fæðingarstaður: Reyðarfjörður.
Fjölskylda: Óla Heiða, Elías Ingi og
Eyþór.
Draumabíllinn: Sá sem ég á í það
og það skiptið.
Uppáhaldsmatur: Lambalundir.
Versti matur: Vondur matur er ekki
til ef hann er óskemmdur.
Uppáhaldsvefsíða: Inna.is
Hvaða tónlist kemur þér í gott
skap: Cat Stevens.
Aðaláhugamál: íþróttirog þjálfun.
Hvaða mann/konu myndir þú helst
vilja hitta úr mannkynssögunni?
Lenín.
Fallegasti staður sem þú hefur
komið á? Dimmuborgir.
Uppáhaldsíþróttamaður eða
íþróttafélag: ÍBV.
Ertu hjátrúarfullur? Nei.
Stundar þú einhverja íþrótt: Já.
Besta bíómynd sem þú hefur séð:
Man ekki eftir neinni sérstakri í
augnablikinu.
Uppáhaldssjónvarpsefni? Fréttir
og sportið.
Hvað hefur þú starfað lengi með
meistaraflokksliðum ÍBV? Síðan
1980 með hléi frá 1987 til 1991 og
1998.
Hvaða bikarmeistaratitill er
eftirminnilegastur? Sá fyrsti, 1981
hjá fótboltanum með Kjartani
Mássyni. Sá ævintýralegasti var þó
líklega tíu árum seinna hjá
handboltastrákunum
Eitthvað að lokum? Allir titlar
byggjast á samvinnu liðsheildarinnar.
Einstaklingarnir eru bara heppnir að
fá að vera með. Takk fyrir að fá að
vinna með frábæru fólki innan ÍBV.
Sarkoja frá Ukraínu
Ég þakka Jóhannesi Grettissyni fyrir áskorunina og œtla
aö bjóöa upp á svínapottrétt.
Sarkoja frá Úkraínu
Svínakjöt 500 gr.
Kartöflur 1 kg.
Laukur 1 stk.
Sveppir 200 gr.
Grófur svartur pipar
Hvítlauksgeiri I stk.
Aðferð:
Matarolía sett á pönnu, svínakjötið er skorið niður í
sneiðar og sett á pönnuna. Laukur og sveppir saxaðir
niður og sett með. Eftir að búið er að steikja á pönnu í
smá tíma er kjötið sett í eldfast mót. Kartöflur skomar
niður í sneiðar (kubba) og jafnað yfir kjötið ásamt háll'ri
matskeið af salti. Hálf matskeið af grófum svörium pipar
einn hvítlauksgeiri saxaður smátt og tvö glös af vatni.
Bakast í ofni, 200°c í um 25 til 30 mínútur.
Meðlæti:
Hrísgijón
Hrásalat
Snittubrauð
Vodki eða bjór
Guðrún Erlingsdóttir forseti bæjarstjórnar skrifar:
Fátt er svo með öllu illt
að ekki boði nokkuð gott
Nú hefur félagsmálaráðuneytið
kveðið upp úrskurð varðandi kæru
minnihluta sjálfstæðismanna um
ákvörðun forseta bæjarstjórnar að
fresta fundi vegna fárviðris og
samgöngurofa. Úrskurðurinn er skýr.
Aðstæður vom með þeim hætti að
eðlilegt og sjálfsagt var að fresta fundi
þar til bæjarfulltrúar hefðu tök á að
mæta.
Ráðuneytið telur óeðlilegt að funda
kl. 23.15. Það er vonandi að til þessa
fundartíma þurfi ekki að koma aftur.
Hefði minnihlutinn haft manndóm í
sér að samþykkja frestun fundar
hugsanlega þar til um miðjan dag á
föstudag hefði ekki þurft að funda svo
seint.
Fjölmiðlafárið í kringum frestun
fundarins og einnig yfirlýsingar um
fall meirihlutans, sem áttu ekki við
nein rök að styðjast, gerðu lítið úr
ásýnd okkar. Það sama á við um
bamaskap minnihlutans, að skrópa á
löglegan bæjarstjórnarfund. Bæjar-
fulltrúum er skylt að mæta á fund
nema brýnni skyldustörf kalli.
En fátt er svo með öllu illt að ekki
boði nokkuð gott. Út úr þessu
fjaðrafoki hafa þau skilaboð komist til
skila að meirihlutinn falli ekki,
forfallist Andrés Sigmundsson einn
bæjarstjómarfund, heldur gætu ein-
staka mál fallið. Þau mál má svo taka
upp aftur ef ástæður þykja til þegar
aðalbæjarfulltrúar meinhlutans verða
allir mættir. Það era líka meiri líkur á
að menn hugsi sig tvisvar um áður en
rokið er í fjölmiðla með fullyrðingar
sem eiga ekki við nein rök að styðjast.
Það er af mörgu að taka í bæjarstjóm
og flest mál hljóta 7/0 afgreiðslu.
Hlutverk meirihluta er vandasamt og
bæjarfulltrúar hans sitja oft frammi
fyrir erfiðum ákvarðanatökum, sem
þeir veigra sér ekki við að taka.
Hlutverk minnihluta er líka
mikilvægt. Þeir eiga að sjá til þess að
önnur sjónamið heyrist og veita
meirihlutanum aðhald.
Nú er tilvalið tækifæri að taka upp
aðra og betri siði og snúa bökum
saman í bæjarstjóm Vestmannaeyja.
Guðrún Erlingsdóttir
Forseti bœjarstjómar
Vestmannaeyja
Jón Bondó er Eyjamaður og Eyjamönnum að góðu kunnur sem sjómaður
í mörg ár og áhugamaður um kjör þeirra. Nú hefur hann hætt á sjónum
og tekið til við tréskurð. Afraksturinn fá Vestmannaeyingar að sjá í Gallerí
Heimalist um helgina. „Ég mæti með tréútskurð og útsagaða hluti, klukkur
og eitt og annað sem ég hef verið að útbúa að undanförnu. Ég byrjaði í
þessu þegar ég fór á tréskurðarnámskeið fyrir sex árum og hef ég verið að
dunda við þetta síðan,“ sagði Jón Bondó.
á döfinni
Október
2. Handkiwltleikur kvenna, I. deild: ÍBV ■ Víkingur kl. 14.00.
2. Opna Sparisjóismótii i skák kl. 14.00 í húsnæii Sparisjóisins.
2. Cengii til góis á vegum Rauia kross Islands.
1. Dávaldurinn David Knighl í Höllinni.
8. Handknattleikur karla, suiurriiill: ÍBV ■ Grótta/KR kl. 19.15.
9. VerslunarballiÍ í Höllinni.
12. Handknattleikur kvenna, I. deild: ÍBV ■ FH kl. 19.15.
16. Landsmót saumaklúbba.
23. Lundaball.
30. Handknattleikur kvenna, I. deild: ÍBV ■ KA/Þór kl. 14.00.
Sem næsta matgæðing ætla ég að skora á Gunnar Andersen. Hann er matmaður ntikill og
ætti ekki að vera í nokkrum vandræðunt með uppskrift af einhver ju góðu.
t