Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 30.09.2004, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 30.09.2004, Blaðsíða 10
10 Fréttir / Fimmtudagur 30. september 2004 ARNAR: Þarna tókst fullkomlega að klúðra mikilli vinnu varðandi bættar samgöngur til Vestmannaeyja. Það var tilbúinn skýrsla og það var búið að auka við ferðir Herjólfs í samræmi við tillögur hópsins.. Næsta skref var að auka enn frekar við þær ferðir, uppbygging á Bakkaflugvelli og fjármunir til rannsókna á mögulegri jarðgangagerð milli lands og Eyja.. Þessu var öllu klúðrað vegna hugmynda um að taka sumarskip á leigu úr Miðjarðarhafinu. Þingmennina í ciftursætið Arnar Sigurmundsson fer yfir stöðuna í bæjarstjórn og ræðir um Fasteign, samgöngumálin, vindhögg forseta þegar hún kennir íhaldinu um hvernig komið er Frá því Guðjón Hjörleifsson náði kjöri sem alþingismaður í Suðurkjördæmi vorið 2003 má segja að Arnar Sigur- mundsson hafi sjálfkrafa orðið að oddvita Sjálf- stæðisflokksins í bæjarstjórn. Arnar er gamalreyndur í bæjarstjórn og átti þar sæti 1978-1986 og 1995 til 1998. Hann hefur verið áberandi í bæjarmálunum síðustu mánuði þar sem hvert deilumálið hefur rekið annað. Hann ræðir hér um aðildina að Fasteign hf., sem hann hefur barist hart á móti, trúnaðarbrestinn í bæjar- stjórn, samgönguskýrsluna sem felldi fyrrverandi meirihluta og útgjalda- aukningu bæjarsjóðs vegna meiri stjórnunarkostnaðar núverandi meirihluta.. Hann segir átök í bæjarstjórn ekkert ný af nálinni og það þurfi ekkert endilega að vera veikleikamerki á störfum bæjarstjórnar að slíkt sé til staðar. Tmnaöarbrestur staðreynd Amar segir að þegar Andrés Sig- mundsson, efsti maður á lista Framsóknarflokks og óháðra, klauf sig frá B-listanum og gekk til liðs við V- listann hafi orðið ákveðinn trún- aðarbrestur. „Þetta er stórt orð, trúnaðarbrestur en því miður er nokkur sannleikur í því og þetta eru engin ný sannindi. Þessi trúnaðar- brestur er búinn að vera til staðar í eitt og hálft ár,“ sagði Amar og bætti við að stundum mættu menn saman sem ein heild og tók sem dæmi fund á þriðjudag hjá fjárlaganefnd Alþingis. „Trúnaðarbrestur verður þegar trúnaður er brotinn. Sá trúnaður og þau vinnubrögð sem á sínum tíma voru stunduð af efsta manni B-lista orsökuðu þann trúnaðarbrest. Auð- vitað getur sumt gróið og komist í þokkalegra stand og mér finnst það vera heldur að gerast núna.“ Eitt ágreiningsmál felldi fyrrverandi meirihluta Aðspurður hvort trúnaðarbresturinn sé einungis á milli Sjálfstæðisflokks og Andrésar en ekki bæjarfulltrúa Vest- mannaeyjalistans segir Amar það allt annars eðlis. „Sjálfstæðismenn misstu meirihlutann í síðustu kosningum og því var eðlilegt að láta V- og B-Iista ná saman um nýjan meirihluta. Það tókst ekki og við gerðum samkomulag við B-lista. Það gekk vel í viðræðunum og okkur tókst að ná saman um góðan bæjarstjóra. Samstarfið gekk í sjálfu sér skínandi vel. Það var ekki fyrr en í lok febrúar eða byrjun mars á síðasta ári sem við urðum varir við að það væri eitthvað í ólagi varðandi Andrés, efsta mann B-Iistans. í samkomulagi B-lista og okkar sem þeir sem í framboði fyrir listana tvo skrifuðu upp á var ákvæði að ef það kæmi upp ágreiningur þá yrði sest niður og hann leystur. Það kom upp eitt ágrein- ingsmál og það sprengdi meirihlutann og við bæjarbúar þekkjum framhald þessa máls.“ Tókst að kiúðra mikilli vinnu 1 samgöngumálum Amar á þama við samgönguskýrslu sem lögð var fram í mars 2003 sem Andrés var ekki sáttur við og greiddi atkvæði gegn henni á fundi bæjar- stjómar. Þar með var ljóst að meiri- hlutinn væri fallinn, en meðal nefndar- manna vom Amar sem fulltrúi Samtaka atvinnulífsins og Guðjón Hjörleifsson fyrrverandi bæjarstjóri. „Þama tókst fullkomlega að klúðra mikilli vinnu varðandi bættar sam- göngur til Vestmannaeyja. Það var tilbúin skýrsla og það var búið að auka við ferðir Heijólfs í samræmi við tillögur hópsins.. Næsta skref var að auka enn frekar við þær ferðir, uppbygging á Bakkaflugvelli og fjármunir til rannsókna á mögulegri jarðgangagerð milli lands og Eyja.. Þessu var öllu klúðrað vegna hug- mynda um að taka sumarskip á leigu úr Miðjarðarhafmu." Amar bætti við að fyrst þetta var hugur Andrésar til meirihlutasam- starfsins hefði hann getað valið eitt- hvað annað mál til að sprengja meiri- hlutann. „Þetta mál var einfaldlega of mikilvægt til að fóma því á þennan hátt. Þetta var mjög óheppilegt hjá Andrési. Ég held að það sé sama hvar í flokki menn standa, þá sjá menn að þetta hefur ekki orðið okkur til framdráttar í bættum samgöngum. Til marks um það þá hefur ferðum Heijólfs ekkert fjölgað og við emm að tala um sömu hluti nú í lok september 2004 og við ræddum og kláruðum í skýrslunni sem gefin var út í mars 2003. Eitt og hálft ár liðið og við emm í sömu sporunum." Hann segir að ný nefnd sem sam- gönguráðherra skipaði síðastliðið vor muni væntanlega framreikna þær tölur sem fyrri nefnd hafi tekið saman og bæta við nýjum upplýsingum. „Það er hið besta mál og ég óska nefndinni alls hins besta og tel vel valið í hana. Þar sitja tveir fyrrverandi bæjarstjórar ásamt sitjandi bæjarstjóra og kunn- áttufólki ofan af landi. Það sem veldur mér aftur á móti mestum áhyggjum er að hún var skipuð í vor og hefur enn ekki hafið störf. Mér finnst tíminn vera að hlaupa frá okkur. Það áttu að liggja íyrir samkvæmt fyrri skýrslunni niðurstöður úr rannsóknum er varða ferjulægi í Bakkaljöm, vegtengingu og vegna byggingar nýs Herjólfs fyrir árslok2005. Þá þarf að taka ákvöðun um framhald þessa mikilvæga máiaflokks." Umræður um 3 ára áætlun enn ekki farið fram Það mál sem Amar hefur mest látið til sín taka upp á síðkastið er aðild bæjarins að Fasteign hf. Hann segist hafa farið í þá vinnu með opnum huga og jafnvel litist nokkuð vel á hugmyndina í upphafi. Eftir að hafa tekið þátt í undirbúningsvinnunni að málinu hafi aftur á móti komið upp nokkur atriði sem hann getur ekki fallist á að séu hagstæð fyrir bæjar- félagið. „Við vomm frá byijun tilbúnir að skoða þennan möguleika. Þetta mál er búið að taka langan tíma en það er ljóst að meirihlutinn var búinn að taka pólitíska ákvörðun um að fara þessa leið fyrir 27. maí sl. þegar fyrri þriggja ára áætlun var lögð fram. Þar kemur fram að selja átti eignir fyrir 1200 milljónir króna. Síðan gerist það merkilega á næturfundi bæjarstjómar 16. september sl. að þá var þessi áætlun keyrð í gegn að þeim einum viðstöddum, án umræðu. Ég hygg að þessi liður, það er þriggja ára áætlun hafi tekið 20 til 30 sekúndur í af- greiðslu og engin umræða veriðþrátt fyrir að forsendur hafi breyst. Ég er þeirrar skoðunar og fer ekkert leynt með það að þessar breytingar þurfa að koma fram og lít reyndar þannig á að þessi umræða hafi einfaldlega enn ekki farið fram. Á fundi bæjarráðs nú í vikunni lagði ég fram nokkrar spumingar varðandi sölu bæjarins til Fasteignar hf. og fékk svör við sumum þeirra en öðmm ekki.“ Fáránlegur fundartími Sú ákvörðun minnihlutans að mæta ekki á næturfund bæjarstjómar hefur verið umdeild. Er það ekki í ábyrgð þeirra að mæta á fundi bæjarstjómar hvenær sem þeir em haldnir, vom

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.