Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 26.05.2005, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 26.05.2005, Blaðsíða 1
Áætlun Herjólfs Brottfarartímar Sumar 1.5.-31.8. Frá Vestmannaeyjum Frá Þorlákshöfn Sunnud. - föstud. 8.15/16.00 12.00/19.30 Laugardaga 8.15 12.00 Bókanir fyrir kojur, klefa og bíla þarf aö staðfesta meö fullnaöargreiðslu fyrir kl.12.00 daginn fyrir brottför. Nánari upplýsingar er aö finna á www.herjolfur.is og á síöu 415 í Textavarpi RÚV, auk þess sem upplýsingar eru veittar í síma 481 2800. HERJÓLFUR 32. árg. / 21. tbl. / Vestmannaeyjum 26. maí 2005 / Verð kr. 200 / Sími 481-1300 / Fax 481-1293 / www.eyjafrettir.is LANDSFLUG 481 3300 570 3030 Skólamálskýrslan um FIV: Leita þarf skýringa á háu brottfalli FRAMHALDSSKÓLANUM var slitið á laugardaginn og útskrifðust 17 að þessu sinni, tólf stúdentar og fimm af vélstjórnarbraut. Skýrsla Háskólans á Akureyri um skólamál í Eyjum tilbúin: Mest er fjallað um grunnskólana í skýrslu um stöðu skóla og æskulýðsmála í Eyjum. Einnig er þó fjallað um önnur skólastig, s.s. leikskóla, framhaldsskóla og tón- listarskóla. Gerð var viðhorfskönnun meðal foreldra og kennara í skólum bæjarins sem birtist í skýrslunni. Kemur þar fram að ánægja er með störf leikskólastjóra, bæði hjá leikskólakennurum og for- eldrum. Eins kemur ifam að starfsfólk og foreldrar telja stefnu skólanna skýra. Mesta ánægjan með sam- skipti við fræðsluskrifstofuna er á Kirkjugerði en minnst meðal starfsmanna á Rauðagerði. Brýnt er að leikskólar geri skólanám- skrá samkvæmt því sem aðal- námskrá kveður á um og að markvisst verði unnið að því að innleiða sjálfsmat í starf leik- skólanna. Segir í skýrslunni að leita þurfi skýringa á háu brottfalli nemenda í Framhaldsskólanum og unnið að því að ráða bót þar á. Vilja skýrsluhöfundar að grunn- og framhaldsskólar gefi betur gaum að viðhorfum nemenda við mark- miðasetningu og skipulag skólas- tarfsins. Mælt er með að kannað verði hvort færa megi yngsta stig Tón- listarskólans inn í grunnskólana. Eins er mælt með að Listaskólinn verði efldur og að fengið verði reiknilíkan frá Reykjavíkurborg til ákvörðunar fjárveitinga til grunnskólanna. Glæsileg skemmtun Ákveðið er að efna til glæsilegrar skemmtunar í Höllinni á Sjó- mannadaginn eina sanna, annan sunnudag eins og var hér á árum áður. Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran- sönkona mun syngja úrval léttra laga og Davíð Olafsson bassi mun syngja sjómannasöngva og negralög. Eftirherman Jóhannes Kristjánsson mun troða upp sem og KK. Ómar Ragnarsson verður þar einnig og Ragnhildur Gísladóttir, fyrrum Stuðmaður. Þrír aðrir söngvarar koma fram, Alexander Jarl Þorsteinsson, Silja Elsabet Brynjarsdóttir og loks trillumar úr Fljótshlíðinni en það er söngtríó kvenna. Kynnir á verður Ámi Johnsen. Djúpstæður ágreiningur milli fræðsluyfirvalda og grunnskólanna Skýrsla Skólaþróunarsviðs kenn- aradeildar Háskólans á Akureyri um skólamál í Eyjum hefúr verið beðið með nokkurri eftirvæntingu. Hún er nú komin í hús og verður kynnt fyrir kennumm á fúndi i kvöld. Margt athyglisvert er að finna í skýrslunni sem er mjög ítarleg og fjallar um öll skólastig i bænum. Farið er ítarlega í samskipti fræðsluskrifstofunnar og grunn- skólanna. Talað er um mikinn nún- ing í þeim samskiptum og er óánægja í báðum homum. Mæla skýrsluhöfundar með því að gerð verði ný skólastefna fyrir Vest- mannaeyjabæ og þar eigi að koma fram framtíðarsýn og meginmark- mið bæjarfélagsins á sviði skóla- mála. Telja þau að það þurfi að skoða mjög gaumgæfilega kosti þess að sameina grunnskólana undir eina stjóm með það að markmiði að nýta mannauð þeirra í þágu allra nemenda, tryggja yfirsýn og auka sveigjanleika með tillit til hús- næðis, skipan námshópa og ná fram hámarksnýtingu á því fé sem varið er til grunnskólastarfsins. Talað er um að umtalsverður núningur sé í samskiptum skólanna og fræðsluskrifstofunnar. I sjálfs- matsskýrslu Hamarsskólans segir að bæjaryfirvöld hafi skólann ekki í forgangi og aðeins er leitað að litlu leyti til skólans um ákvarðanatöku um framtíðarstefnu hans. Gmnnskólakennarar lögðu fram harða gagnrýni á samskiptin við fræðsluskrifstofúna. Var talað um stirð samskipti og ekki góður mórall á milli aðila. Að þeirra mati orsakast stirðleikinn af afskiptasemi fræðsluskrifstofúnnar af starfinu í skólunum, það skortir trúnað og að fræðsluskrifstofan tali af virðingu við kennara. Starfsmenn fræðsluskrifstofúnnar eru oft ósáttir við þær móttökur sem þeir fá, sérstaklega í grunnskól- unum. Ábendingar þeirra og til- lögur eru jafnvel hafðar að engu og þeim torveldað að sinna faglegu ráðgjafahlutverki sínu. Ljóst er að mati skýrsluhöfúnda að djúpstæður ágreiningur er á milli grunnskólan- na og fræðsluskrifstofúnnar. Ekki bara rekstrarlegur heldur líka fag- legur. Er talað um að framkvæm- darstjóri sviðsins þurfi að vinna í því að skapa sér tiltrú og traust og víkka viðurkenningarsvið sitt og að það taki tíma að selja sínar hugmyndir. Sömuleiðis að skólastjómendur verði að una þeim skipulagsbreytingum sem bæjary- firvöld innleiddu með stjómkerfis- breytingum sínum. Bragi fékk gullkrossinn Af 400 íslendingum sem fluttust til Utah og tóku mormónatrú voru 200 fró Eyjum. | BLS. 9, 10 og 11 Vilja rækta tengsl við Vesfmannaeyjar Það var mikið um dýrðir ó loka- hófi handboltans ó föstudaginn þar sem veturinn var gerður upp. I BLS. 18 TM-Öryggi fyrir fjölskylduna Sameinaðu allar tryggingar á einfaldan og hagkvæman hátt. www.tmhf.is ÖRYGGI Bílaverkstæðið Bragginn s.f. Flötuivi 20 Viðgerðir og smurstöð Sími 481 3235 g sprautun 25 Réttingar 0 Sími 481 15 Aætlun Landsflugs gildirfrá 15.febrúar frá RVK frá VEY mán-fös mið-sun fös lau sun-fim 07:30 12:00 18:45 16:45 17:30 08:15 12:45 19:30 17:30 18:15 Kynntu þér nettilboðin á www.flugfelag.is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.