Fréttir - Eyjafréttir - 26.05.2005, Blaðsíða 4
4
Fréttir / Fimmtudagur 26. maí 2005
EYJAMAÐUR VIKUNNAR
Ég skora á Guðbjörgu Þórðar frænku, hún kann sko ýmislegt til verka í eldhúsinu.
Kretzschmar gæti örugglega
kennt manni eitthvað
• /
Á föstudaginn var uppskeruhátíð
ÍBV og vom handboitamenn í
hátíðarskapi. Að vanda var
Fréttabikarinn afhentur ethilegustu
leikmönnum yngri flokka ÍBV
hverju sinni. Grétar Eyþórsson þótti
efhilegastur í karlaflokki en hann
kom nokkuð við sögu í
meistaraflokki liðsins á síðasta
tímabili. Hildur Dögg Jónsdóttir
þótti hins vegar efnilegust í
kvennaflokki og hún var líkt og
Grétar mikið viðloðandi
meistaraflokk sinn. Hildur Dögg er
Eyjamaður vikunnar að þessu sinni.
Nafn: Hildur Dögg Jónsdóttir.
Fæðingardagur: 22. október 1986.
Fæðingarstaður: Eyjan fagra.
Fjölskylda: Mamma heitir Guðrún
Hauks og pabbi Jón Gísli, síðan á ég
2 skemmtilega bræður Hauk og Óla
Jakob.
Draumabíllinn: WW Passat.
Uppáhaldsmatur: Subway, pizza
og humar.
Versti matur: Súr matur og skata.
Hvaöa tónlist kcmur þér í gott
skap: Rokk, r&b og popp
Uppáhalds vefsíða: ibv.is og b2.is.
Aðaláhugamál: Handbolti og að
skemmta mér með félögunum.
Ertu hjátrúarfull? Já, svona frekar,
stíg t.d. aldrei á holræsi það boðar
víst ógæfti.
Uppáhalds íþróttamaður og/eða
íþróttafélag: Siggi minn,
Kretzschmar og Fúsi og síðan ÍBV
og Fulham.
Hvaða mann/konu myndir þú
helst vilja hitta úr mann-
kynssögunni: Matt LeBlanc og
Stefan Kretzschmar, hann gæti
kannski kennt manni eitthvað.
Stundar þú einhverja íþrótt:
Handbolta, allt árið um kring.
Uppáhaldssjónvarpsefni:
Friends, C.S.l. Simpsons og íþróttir.
Besta bíómynd sem þú hefur séð:
Finding Nemo og Nýtt Líf.
Hvað hefur þú æft handbolta
lengi? Fimm ár.
Hvernig fannst þér árangurinn í
vetur? Mér finnst 2. sæti í bæði
karla og kvenna vera frábær árangur.
Munt þú spila með ÍBV á næsta
ári? Já, allavega eins og staðan er í
dag.
Eitthvað að lokum: Gleðilegt
sumar.
Ég þakka Bergey áskorunina og œtla að bjúða
pastarétt og kjúklingabringur.
upp
Pastaréttur
Slatta af pastaskrúfum
1 poki Tortellini með osti
Beikon bréf
1 litill pakki pylsur
1/2 rauð paprika
1/2 græn paprika
Blaðlaukur eftir smekk
4-6 sveppir
2 tómatar
1 dós af piparsósu í einum grænum
1 peli tjómi
Rifinn ostur
Svartur pipar
Aðferð:
Sjóða pasta og tortellini saman. Beikon, pylsur og
grænmeti, öllu hent á pönnu. Rjóma og sósu hellt út á.
Látið malla í smá stund. Öllu svo skellt í eldfast mót,
rifmn ost yfir og smá svartur pipar. Sett í ofh í 15 til 20
mínúlur.
Heitur réttur
Ég nota nánast það sama og í pastaréttinum en sleppi
pasta, tortellini og pylsum. (Þær mega þó vera með)
Setjið samlokubrauð í eldfast mót og öllu gumsinu
skellt yfir. Rifinn ostur og svartur pipar.
Kjúklingabringur
4 kjúklingabringur
3 dl. tómatsósa
2 hvítlauksrif
3 tsk karrý
Pipar
1 peli ijómi
Bryndís Einarsdóttir
er matgæðingur vikunnar
Kjúklingur settur í eldfast mót. Pipar stráð yfir. Saxið
hvítlauksrifin smátt. Setjið þau með tómatsósu, karrý
og rjóma. Þessu öllu helt yfir kjúklinginn. Eldunartími
20 til 25 mínútur.
Með þessum rétti er voða gott að vera með ferskt salat,
brauð og hrísgijón. Svo er ég með kalda sósu með
salatinu.
Köld sósa
1 dós sýrður tjómi
2 msk majones
2 msk trópí
1 tsk karrý
3 msk aprikósumarmelaði
Grillað í góða veðrinu
Starfsmenn Vinnslustöðvarinnar nýttu góða veðrið síðastliðinn fimmtudag
til að grilla sér góðgæti fyrir framan stöðina í matarhléinu. Grillaðar voru
pylsur og sá starfsmannafélagið um það. Vinnslustöðin bauð í grillið og
þótti þetta tilvalið að breyta aðeins til, enda búið að vera mikiö að gera
undanfarnar vikur.
Hjólin skoðuð
Á laugardaginn var hinn árlegi hjólreiðardagur á planinu við Kiwanis.
Þar sáu Kiwanismenn um að allir færu saddir heim með því að bjóða upp
á grillaðar pylsur með öllu tilheyrandi en aðalmálið voru þó hjólin. Eva
Sveinsdóttir lögregluþjónn var á staðnum og fór yfir reglur með
krökkunum ásamt því að skoða öryggisbúnað reiðhjólanna. Þau hjól sem
voru í lagi fengu sérstakan skoðunarmiða frá yfirvöldum, Iíkt og bílarnir
þegar þeir eru skoðaðir.
á döfinni
I vikunni
fimmtudagur
Opinn mæk á Lundanum.
föstudagur:
Lundinn: Hljómsveitin Sólon
laugardagur:
Salur Tónlistarskólans: Sönglúðratónleikar. M.a. Andrea
Gylfadóttir kl. 16.00.
Lundinn: Hljómsveitin Sólon.
þriðjudagur:
Landsbankadeild kvenna: ÍBV - Breiðablik kl. 20.00