Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 26.05.2005, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 26.05.2005, Blaðsíða 11
Fréttir / Fimmtudagur 26. maí 2005 11 MUSTERIÐ sjálft en þangað fá aðeins innvígðir mormónar að koma inn. Þvi næst lá leiðin til Provo sem er hundrað þúsund manna háskólabær með þijátíu þúsund nemendum. „Við fengum að skoða skólann en við keyrðum um svæðið á golfbíl því háskólasvæðið er svo stórt. Þama er listasafn og mikið lagt upp úr íþrótt- um eins og í mörgum háskólum í Bandaríkjunum. Richard Johnson er aðstoðarrektor háskólans og við hitt- um hann en forfaðir hans er Samúel Bjamason, einn fyrstu íslensku land- nemanna. Þama er mikið menningar- og menntasetur og þegar við vorum þama var sýning í gangi sem tengist menningu Miðjarðarhafsins.“ Steinunn og Páll heimsóttu hljóm- leikahöllina í Tabemacle sem er heimsfræg fyrir sérstakan arkitektúr. „Mormónakórinn ffægi hefúr að- stöðu í höllinni en með honum syngja á milli tvö og þijú hundmð manns og talið er að hljómleikahöllin búi yfir einum besta hljómburði sem þekkist í veröldinni. Það var frábært að koma inn í þessa höll sem er mjög sérstæð og auðvitað stórkostlegt að hlýða á kórinn,“ segir Steinunn og Páll tekur undir það. Auk þess heimsóttu hjónin lista- safnið í Springville sem Brent Haymond var stjómarformaður fýrir. „Það var líka skemmtileg uppákoma að lenda í ekta amerískri skrúðgöngu, „parade,, þar sem við sátum á stólum við vegakantinn og sáum hvert at- riðið af öðm fara hjá í klukkutíma en fyrr um morguninn borðuðum við morgunmat á slökkvistöðinni sem var liður í fjáröflun slökkviliðsins. Þetta var mjög „léttur" morgunmatur, ekta sýrópspönnukökur." Mikið sjálfboðcistarf Steinunn segir að það hafí komið henni mjög á óvart hversu fólk var tilbúið að leggja sig ffam til sjálfboðastarfa. „Það er litið á það sem heiður ef þú er beðinn um að sinna ákveðnum verkum í þágu kirkjunnar," segir Steinunn. Páll bætir því við að hver fjölskylda kappkosti að koma a.m.k. einu bami sínu í trúboð og ber allan kostnað af því. „Þar af leiðandi er byrjað að leggja fyrir í trúboðssjóð fljótlega eftir að bömin fæðast. Stelpur sinna slíku starfl í átján mánuði en strákar í tvö ár og þess ber að geta að trúboðamir ráða engu um það hvert þeir em sendir,“ segir Páll. Mormónar em líka með alþjóðlegt hjálparstarf og taka að sér ákveðin svæði í ákveðnum löndum. „Þeir em með mjög stóra skemmu í Salt Lake City, sem við skoðuðum þar sem þeir safha saman vömm frá fýrirtækjum og endumýta og laga fatnað til að senda áffam. Þeir útbúa m.a. til skólapakka og í þeim er allt sem nemandi þarf við upphaf skólagöngu. Til dæmis vom mjög smart skóla- töskur sem höfðu verið saumaðar úr áklæði sem þeir höfðu fengið gefins ffá flugfélagi sem lét skipta um áklæði á farþegaþotu. Þeir senda til dæmis pakka til vanþróaðra landa sem mæður fá í hendumar ætlaða ungbömum og í þeim er húfa, bleyjur, snuð, sótthreinsiefhi o.s.ffv," segir Steinunn. Þau segja fjölda manns vinna við þetta starf og eina fólkið sem fær laun em innflytjendur sem em að læra málið og þannig er því hjálpað til að aðlagast samfé- laginu í Utah. Auk þess að sinna alþjólegu hjálparstarfí veita mor- mónar félagsaðstoð innan kirkjunnar. Þeir em með verslanir, en þau skoð- uðu eina slíka, þar sem bágstaddir geta komið eftir tilvísun ffá prestum og fengið mat og föt gefins. Steinunn og Páll notuðu ferðina til að ferðast og skoða svæðið. Sáu þau m.a. Miklagljúfur, stórkostlega þjóðgarða í Utah og vemdarsvæði indíána. Var landslagið oft eins og í kvikmynd með John Wayne. „Héldum við oft að hann kæmi fýrir homið með öskrandi indíána á hælunum,“ sögðu þau í lokin. Ferðin var því bæði ffæðandi og skemmtileg og þau hlakka mikið til að fara aftur út í sumar. Stór hópur heldur af stað ffá íslandi til að vera við hátíðahöldin 23. og 26. júní en þau ætla að ferðast á eigin vegum eins og síðasta sumar. TVÆR ungar stúlkur á Islendingadegi í gömlum kjólum. dóttir ffá Kirkjubæ í Vestmanna- eyjum og Helga Jónsdóttir ffá Ytra Klasbarða í Landeyjum. Samúel fæddist á Rangárvöllum 1823 en tólf ára gamall fluttist hann ásamt Margréti móður sinni til Vest- mannaeyja. Þau bjuggu fýrst hjá Sigurði Jónssyni og Sesselju Helga- dóttur í Miðhúsum. Margrét giffist síðar Guðmundi Guðmundssyni sem kenndur var við Jónshús síðar Hlíðar- hús. Samúel gekk að eiga Margréti Gísladóttur, alnöfnu móður sinnar, 1848, en hún var fædd 1822 að Velli í Hvolshreppi og fluttist tveggja ára gömul til Eyja með föður sínum sem þá var orðin ekkjumaður með ung böm. Samúel og Margrét vom bæði harð- dugleg og Samúel aflamaður mikill. Þau fengu ábúð á einni Kirkju- bæjaijörðinni og gekk búskapurinn vel. Samúel hneigðist til drykkju- skapar og mun hann sjálfúr hafa haft miklar áhyggjur af því. Talið er að það hafi átt sinn þátt í því að hann gekk í Mormónakirkjuna en þar var mikil áhersla lögð á bindindi. Stuttu eftir að hann tók Mormónatrú sigr- aðist hann á vandmálinu en J.P. Lorentzen skirði hann 3. júní 1853 og vígði til prests 19. júní sama ár. Fréttin um prestvígsluna olli miklum úlfaþyt meðal embættismanna og almennings í Eyjum. Voru Samúel og Guðmundur kærðir og kallaðir til yfirheyrslu en þeir félagar bentu á að trúffelsi gilti í Danmörku og hlyti slíkt einnig að gilda hér á Islandi. Samúel lofaði samt sem áður að hætta allri ffekari útbreiðslu trúarinnar en það mun hafa ráðið meiru að Samúel féll fýrir ffeistingum Bakkusar stuttu eftir að hann tók prestvígslu og fýrirgerði þannig rétti sínum sem slíkur. Ekki er vitað til að hann hafi bragðað vín eftir það. Fyrirheitna landið Það andaði heldur köldu til þeirra sem tekið höfðu mormónatrú í Eyjum og mun það hafa ráðið nokkuð um afstöðu þeirra um að flytja sem fýrst til Utah. Samúel og Margrét lögðu af stað ffá Vestmannaeyjum sumarið 1854 en fýrsti áfangastaðurinn var Kaupmannahöfn. Með þeim í för var Helga Jónsdóttir ffá Ytra Klasbarða í Landeyjum, fædd 1814 en fluttist tvítug til Vestmannaeyja og átti lengi heima í Gvendarhúsi. Síðla árs slóg- ust þau í for með dönskum Utah- förum og héldu til Liverpool á Engl- andi. Það var lagt af stað 7. janúar og komu þau til New Orleans 23. febr- úar, þaðan var haldið til Missisippi og hópurinn kom til St. Louis í Mossouri 7. mars. Erfíðasti hluti ferðarinnar var eftir en það var gangan alla leið til Salt Lake City en á áfangastað komust þau 7. september 1855. Ferðalagið tók því 13 mánuði en ekki náðu allir ferðalangamir leiðarenda enda ferðalagið mjög erfitt. Samúel og Margét gerðu stutt stopp í Salt Lake City en settust að í Spanish Fork og þar komu þau sér vel fýrir. Bringam Young spámaður vildi hins vegar að landnám yrði hafið sem víðast og þau urðu að flytjast til Wayne Conty í suðaustur Utah en svæðið var einstaklega harðbýlt. Margrét og Samúel höfðu eignast tvö böm á Islandi en misstu þau bæði á unga aldri og varð ekki fleiri bama auðið. Reynslan var því sár, einkum fýrir Margréti en eina dóttur átti Samúel þó í Eyjum, án aðstoðar Margrétar, eins og það er orðað, en hún varð eftir í Eyjum 1854 og fluttist með dönskum manni sínum til Utah 1871. Fjölkvæni var í hávegum haft í Utah og Samúel lét ekki sitt eftir liggja og giftist danskri stúlku 1861 og eignaðist með henni ellefú böm. Engar sögur fara af því hvemig Margréti leið en Samúel lést 1890, 67 ára að aldri en Margrét lést 1914 rúmlega níræð. Grét á skipsfjöl Helga Jónsdóttir, samferðarkona þeirra, giftist Þórði Diðrikssyni 1858. Þórður lagði af stað frá Eyjum til Utah 1855 en bróðir hans var Ámi í Stakkagerði. Sagan segir að Þórður hafi verið lofaður Önnu Guðlaugs- dóttur sem þá var ung og glæsileg stúlka. Þórður var mikill dugnaðar- maður og komst til metorða úti og varð síðar biskup. Þórður og Helga eignuðust ekki böm en hún var 14 árum eldri en hann. Hann gekk einnig að eiga danska konu, Mary Jacobsen 1866 og þriðja kona hans var íslensk, Rannveig Jónsdóttir, en hana gekk hann að eiga 1880. Þær átti báðar böm með honum. Samkomulag Helgu og Þórðar mun þó alla tíð hafa verið gott. Árið 1857 fór 12 manna hópur frá Eyjum þ.á.m. Loftur Jónsson, frá Þor- laugargerði og Anna Guðlaugsdóttir, unnusta Þórðar. Þegar hún ætlaði að stíga á skipsfjöl í Liverpool átti hún ekki nægjanlegt fé til fararinnar. Jón Jónsson stjúpsonur Lofts bauðst þá til að hjálpa henni ef hún vildi verða eiginkona hans. Vom þau gefin í hjónaband á leiðinni vestur um haf og sagði Anna frá því síðar að aldrei hafi hún grátið meira á ævi sinni, eins og þann dag. Jón og Anna eignuðust a.m.k. átta böm en þau skildu þegar Jón tók sér miklu yngri konu Ingibjörgu Sigríði Jónsdóttur 1877. Ingibjörg og Jón eignuðust fimm böm en Ingibjörg lifði mann sinn og lést 1941. Heimild: Kristján Róbertsson.1987. Gekk égyfirsjó og land. Saga þeirra Islendinga sem leituðu Sionar á jörðu. Akureyri.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.