Fréttir - Eyjafréttir - 26.05.2005, Blaðsíða 2
2
Fréttir / Fimmtudagur 26. maí 2005
Ársreikningar Fasteignar:
Hagnaður
120 miUjónir
-Arðgreiðsla uppásjö
milljónir
Ársreikningar Eignarhaldsfélagsins
Fasteignar hf. vom lagðir fyrir
bæjarráð á mánudag. Þar kom frarn að
hagnaður samstæðunnar hafi numið
1.478 þúsund evmm. Það em tæpar
120 milljónir króna. Eignir
samstæðunnar em metnar á 8,3
milljarða króna og eigið fé nam 1,6
milljörðum. Hlutafé félagsins í árslok
nam 1,4 milljörðum og var hlutur
Vestmannaeyjabæjar 11,64% af því,
eða tæpar 167 milljónir. Islandsbanki
og Reykjanesbær em stærstu hlut-
hafamir með 35,11% hlut hvor, næst
er Vestmannaeyjabær með 11,64%,
síðan Garðabær með 7,625 og síðan
Sandgerðisbær með 5,69% hlut.
Fjórir aðrir hluthafar eiga í félaginu,
allir undir tveimur prósentum.
Stjómin ákvað að helmingur af
hagnaði ársins 2004 yrði greiddur sem
arðurtil hluthafa. Það em 739 þúsund
Evmr og miðað við gengið á
þriðjudag er það tæpar 60 milljónir
króna. Miðað við eignarhlut bæjarins
á því ætti greiðslan hingað að vera um
sjö milljónir króna.
Greinargerð skoðunarmanna vegna ársreiknings Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2004
Tapaði 600 m á tveimur árum
Vilja að varlega verði farið í að auka skuldir á ný með nýjum lántökum
Greinargerð skoðunarmanna vegna
ársreiknings Vestmannaeyjabæjar
fyrir árið 2004 var lögð fram á fúndi
bæjarráðs á mánudag. Skoðunar-
mennimir, Hörður Óskarsson og Jón
Hauksson munu mæta á næsta fúnd
ráðsins sem verður 30. maí til að fara
yfir málin.
Heildartekjur bæjarsjóðs jukust um
2,5% á milli áranna 2003 og 2004.
Námu 1.194 milljónum króna á
síðasta ári en vom 1.165 milljónir árið
á undan. Heildartekjur samstæðunnar
námu 2.125 milljónum króna og er
það 5% hækkun ffá árinu 2003.
Rekstrargjöld án afskriffa og fjár-
magnsliða en að lífeyrisskuldbindingu
meðtalinni í A-hluta námu 100,49% í
hlutfalli af rekstrartekjum og er þetta
þriðja árið í röð sem reksturinn fer yfir
100%. Það hefúr þó lagast því árið
2003 var hlutfallið 102,7% og árið
2002 105,17%.
í B-hluta em rekstrargjöldin 84,55%
af rekstrartekjum en var 81% árið
2003. Telja skoðunarmennimir þetta
hlutfall óásættanlegt. Rekstramiður-
staða samstæðu Vestmannaeyjabæjar
er tap að fjárhæð 310,8 milljónir króna
en tap ársins 2003 nam 261,1 milljón.
Á síðustu tveimur ámm hefúr bæjar-
sjóður því tapað rúmlega hálfttm
milljarði króna.
Vilja aukna hlutdeild í
skatttekjum
Benda skoðunarmennimir á að
sveitarfélög sem standa í svipuðum
spomm og Vestmannaeyjabær þurfi
að þrýsta á ríkisvaldið um aukna
hlutdeild í skatttekjum því neikvæð
niðurstaða í rekstri getur ekki gengið
til lengdar. Benda þeir á sívaxandi
hlutdeild launa og launatengdra gjalda
sem hlutfall af rekstrartekjum í rekstri
V estmannaeyj abæj ar.
í A-hluta var hlutfallið 65,14% á
síðasta ári á móti 63,2% árið 2003. í
B-hluta var hlutfallið 41,6% en
36,92% árið 2003. Búast má við enn
frekari hækkun á þessu ári vegna þess
að nýtt starfsmat tók gildi í febrúar sl.
sem leiddi til leiðréttingar launa aftur
til 1. desember 2002.
Lífeyrisskuldbindingar námu 1.413
milljónum króna í lok síðasta árs og
höfðu hækkað um 145,6 milljónir.
Augljóst sé að skuldbindingar Vest-
mannaeyjabæjar vegna Lífeyris-
sjóðsins verða bæjarsjóði erfíðar í
framtíðinni enda er svo komið að
hrein eign sjóðsins til greiðslu lífeyris
er orðin neikvæð.
Heildarskuldir og skuldbindingar
samstæðu Vestmannaeyjabæjar lækk-
uðu á milli ára og námu nú 4.242
milljónum króna á móti 4.635 millj-
ónum í árslok 2003. Þar af voru
lífeyrisskuldbindingar 1.546 milljónir
króna. Skuldir á hvem íbúa án
lífeyrisskuldbindinga námu 633
þúsund krónum en voru 742 þúsund
krónur í árslok 2003. Skuldimar
hækka aftur á móti á hvem íbúa séu
lífeyrisskuldbindingar teknar með en
þá nema þær 1.066 þúsund króna.
Ibúum í Eyjum fækkaði um 122 ffá
fyrra ári.
Enn er félagslega íbúða-
kerfið bænum þungt í skauti
Læklcun skuldarstöðu má rekja til sölu
fasteigna Vestmannaeyjabæjar en átta
fasteignir voru seldar til Eignarhalds-
félagsins Fasteignar hf. Andvirðið var
notað til að greiða niður óhagstæðustu
lán bæjarins. Skuldir í erlendri mynt
lækkuðu um 832 milljónir króna á
milli ára á meðan skuldir í innlendum
krónum hafa hækkað um 278
milljónir króna. Telja
skoðunarmennimir að varlega verði
farið í að auka skuldir Vestmannaeyja-
bæjar á ný með nýjum lántökum.
Af einstökum liðum innan A-hluta
bæjarsjóðs má nefna að Fráveita
Vestmannaeyja skilaði 14,4 milljón
króna hagnaði. Hafharsjóður tapaði
78,5 milljónum króna og nema skuldir
sjóðsins að ffádregnum veltufjár-
munum tæplega 508,8 milljónum.
Félagslega íbúðakerfið hefúr verið
baggi á bæjarsjóði lengi og jukust
skuldir þess um 46,6 milljónir króna á
síðasta ári. Nema heildarskuldimar því
1,1 milljarði króna. Langtímaskuldir
lækkuðu um 206 milljónir vegna
uppgreiðslu óhagstæðra lána en á móti
eykst skuld við eigin fyrirtæki A um
265 milljónir.
„Ljóst er að rekstrartekjur á félags-
legum leiguíbúðum í eigu bæjarins
munu ekki standa undir rekstri þeirra.
Við ítrekum enn og aftur að tekið
verði á þeim vandamálum sem hlaðist
hafa upp undanfarin ár vegna þessa
málaflokks. Þá ítrekum við fyrri
ábendingar um að tekið verði á vanda
félagslega íbúðakerfísins og enn og
aftur þarf að knýja á ríkisvaldið um
verulega niðurfellingu skulda i
félagslega íbúðakerfmu, að öðrum
kosti mun þessi vandi aukast ár ffá
ári,“ segir í greinargerðinni.
Hraunbúðir töpuðu 21,8 milljónum
króna á síðasta ári eftir að hafa skilað
hálffar milljón króna hagnaði árið
2003. Skuldimar nema 176milljónum
króna. Sorpeyðingastöðin tapaði 14,7
milljónum og eykst tapið mikið á milli
ára en árið 2003 var það aðeins 1,6
milljón. Skuldimar nema nú 18,1
milljón króna.
3,5 milljón króna tap var á rekstri
Nýsköpunarstofú. Náttúmstofa skilaði
affur á móti hagnaði upp á 4,9
milljónir króna. Tap varð á rekstri
líkamsræktarsalar Iþróttamiðstöðv-
arinnar. Tapið nam tæplega 1,3
milljónum en ári áður var hagnaður
upp á tæplega 400 þúsund krónur.
Hrein eign lífeyrissjóðs starfsmanna
Vestmannaeyjabæjar var neikvæð upp
á 16,4 milljónir króna.
Útgerðarmenn - Skipstjómr
Pantið tímanlega fyrir sjómannadagshelgina.
Föstudag lokað vegna einkasamkvæmis.
Glæsilegur matseðill í huggulega umhverfi.
Fljót og góð þjónusto.
Pöntunarsími 481 -3663
Náði ekki
i • •• •
kjon
Lúðvík Bergvinsson
alþingismaður og bæjarfúlltrúi
tapaði með nokkmm mun í
kosningu um varaformannssæti
Samfylkingarinnar.
Ágúst Ólafúr Ágústsson er nýr
varaformaður flokksins en hann
fékk 519 atkvæði af 826 at-
kvæðum. Lúðvík fékk 297
atkvæði. Mikil umræða hefúr
orðið í kjölfar kosningarinnar sem
var raffæn og talaði Lúðvík um í
samtali við Morgunblaðið að heilu
bílfarmamir af krökkum hefðu
streymt í hús til að kjósa. Að öðm
leyti vildi hann ekki tjá sig um
varaformannskjörið.
Ekki náðist samband við Lúðvík
áður en blaðið fór í prentun.
Hvað á
að gera við
Rauðagerði?
Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. sendi
bæjarráði bréf sem tekið var fyrir á
fúndi ráðsins á mánudag. Er þar
fjallað um húsnæði Rauðagerðis og
hugsanlega lausn á því máli. Skiptar
skoðanir em innan meirihluta bæjar-
stjómar um byggingu nýs leikskóla á
meðan enn hefúr ekki fúndist lausn á
hvað gera á við húsnæði Rauðagerðis
sem var inni í pakkanum til Fasteignar
hf. á sínum tíma.
Ragnar Atli Guðmundsson skrifar
bréfíð fyrir hönd Fasteignar og segir
að tvö dæmi séu um það í félaginu að
leigutaki hafi lokað starfsemi í leigðri
eign og fært starfsemina annað. í
þessum tilfellum vom eignir seldar en
leigutaki var ábyrgur fyrir leigu-
greiðslum ffam að söludegi.
Hægt væri að hugsa sér að annað
væri mögulegt. Til dæmis að félagið
ynni í samstarfí við bæinn um þróun á
Íóð Rauðagerðis. Segir Ragnar að
Fasteign sé tilbúin til að vinna að því
með Vestmannaeyjabæ að finna lausn
þannig að bærinn losni undan leigu-
samningi vegna eignarinnar ef
bæjarfélagið telur sig ekki hafa
verkefhi fyrir húsnæðið. „Það er mjög
mikilvægt að eigendur og við-
skiptaaðilar EFF séu sáttir við félagið
og að félagið vinni sífellt að
hagsmunum eigenda sinna og tryggi
viðunandi arðsemi. Þannig hefúr
félagið unnið og mun vinna. Engu að
síður, eðli málsins samkvæmt, teljum
við þó rétt að árétta að slík verkefni
geta tekið tima.“ Bæjarráð fól bæjar-
stjóra að eiga ffekari viðræður við
forráðamenn Fasteignar hf.
FRÉTTIR
tJfgefandi: Eyjasýn phf. 480378-0549 - VpstmannaoyjuiiL Ritetjóri: Omar Garðarsson.
Blaðíiraeim: Sigursveinn Þórðarson, Guðbjörg Sigurgeirsdóttir. íþróttir: Júlíus Ingason.
Ábyrgdarmenn: Gmar Gankisson & Gisli Valtýsson.
Prentviima: Eyjasýn/ Eyjaprent. Vestmannaeyjuin. Adsetur rifstjómar: Stnimlvegi 47.
Símar. 4811300 & 481 3310. Myndriti: 481-1293. Netfang/rafpósfnr frettir@pyjafrettir.is.
Veffang http/Avww.eyjafrettir.is
EttÉTi'LK koma út alla fimmtudaga Blaðið er selt í áskrift og einnig í lansasölu á Kletti,
Tvistiniun, Toppnuin, Vöruval, Herjólfi, Elughafnarversluninni, Krónunni, ísjakanum,
Bónusrideó, verslun 11-11, Skýlinu í l’ridarhöfn og i Jolla i Hafnarfirði og afgreiðslu
Ilejriilfs i lwlákshöfn. FRÉTiltí eru prentaðar i 2000 pintökum. FRÉTHR eru aðilar að
Samtiikum bæjar- og héraösfréttablaða. Eftir|)rentmi, hljóðritun, notkun ljósmvnda og annad
er óheimilt nema heimilda sé getid.