Fréttir - Eyjafréttir - 26.05.2005, Blaðsíða 18
18
Fréttir / Fimmtudagur 26. maí 2005
Landa-
KœKTA
Fimmtudagur 26. maí
Kl. 10:00 Mömmumorgunn í
Safnaðarheimili kirkjunnar.
Sunnudagur 29. maí
Kl. 11:00 Guðsþjónusta í
Landakirkju á fýrsta sunnudegi
eftir þrenningarhátíð. Kór
Landakirkju syngur undir stjóm
Guðmundar H. Guðjónssonar.
Gengið verður til altaris. Prestur
sr. Þorvaldur Víðisson.
Mánudagur 30. maí
Kl. 20:00 „Sól rís úr sæ“.
Nærhópastarf, síðasti fiindur fyrir
sumarleyfi. Umsjónarfólk.
Þriðjudagur 31. maí
Kl. 20:00 Tólf spora fundur fyrir
þá sem hafa klárað sporavinnu.
Síðasti fúndur fyrir sumarleyfi.
Byijum með nýja hópa í haust.
Þeir sem vilja upplýsingar um „12
spora vinnu - Andlegt ferðalag"
vinasamlegast hafið samband við
prestana. Umsjónarfólk.
Viðtalstímar presta kirkjunnar
eru á þriðjudögum til jostudaga kl.
11-12 ogá öðrum tímum eftir
samkomulagi.
HvfTASTJNNU-
KERKJAN
Fimmtudagur 26. maí.
Kl. 20:30 Biblíuffæðsla . Hópur af
ungu fólki frá Hollandi sem verður
hjá okkur næstu vikumar verður
með okkur. Við lesum áfram í 1.
Pétursbréfi.
Föstudagur 27. maí
Kl. 20:30 Unglingakvöld.
Hollendingamir verða á staðnum.
Laugardagur 28. maí
Kl. 20:30 Bæna- og lofgjörðar-
stund.
Sunnudagur 29. maí
Kl. 14:00 SAMKOMA Holl-
ensku vinir okkar taka þátt með
söng, leikþætti, vitnisburðum og
lifandi orði Guðs.
Allir em hjartanlega velkomnir.
Bœnastundir á morgnana milli kl.
sjö og átta.
| Lokahóf handboltans:
BEST: Ester, Þorgils, Samúel, Alla, Hekla, Grétar og Viktor Ragnarsson sem tók við verðlaununum fyrir Tite og Elísa Sigurðardóttir sem tók við
verðlaunum fyirr Florentine.
Florentine og Tite eru bestu leikmennirnir
Það var mikið um dýrðir á fostu-
dagskvöldið í Höllinni á lokahófí
handboltans hjá IBV-íþróttafélagi. Þar
vom mættir um 250 gestir sem þáðu
mat, skemmtun og dansleik í boði
ÍBV-íþróttafélags.
Ekki fognuðu menn titlum þetta
árið en að hampa silfri hjá körlum og
konum í meistaraflokki er ekki slæm-
ur árangur. Veittar vom viðurkenn-
ingar fýrir árangur tímabilsins og
IBV-héraðssambands heiðraði þrjá
menn fýrir frábært starf fýrir iþrótta-
hreyfinguna.
Hlynur Sigmarsson, formaður
handknattleiksdeildar, ávarpaði sam-
komuna og þakkaði öllum þeim sem
lagt hafa handboltanum lið á nýliðnu
tímabili. Þó skörð hafi verið höggvin í
leikmannahópinn var ekkert uppgjaf-
arhljóð i honum og er takmarkið að
ÍBV verði áffam í fremstu röð í
handboltanum og titlar em takmarkið.
Þór Vilhjálmsson, formaður ÍBV-
íþróttafélags, veitti Hlyni og Páli
Marvin Jónssyni silfúrmerki ÍBV fýrir
frábært starf í þágu handboltans. Þá
fékk Bragi Steingrimsson gullkross
ÍBV fyrir áratuga starf í þágu
íþróttahreyfingarinnar í Vestmanna-
eyjum.
Fréttabikarana fengu að þessu sinni
Hildur Dögg Jónsdóttir og Grétar
Eyþórsson og Ester Óskarsdóttir og
Þorgils Orri Jónsson þóttu sýna mestu
framfarir. Markahæstu leikmenn vom
Alla Gokorian og Samúel Ivar
Ámason og efhilegust vom Hekla
Hannesdóttir og Grétar Eyþórsson.
Bestu leikmenn vom Florentina
Grecu og Tite Kalandaze.
Aðventkirkjaii
Laugardagur 28. maí
Kl. 10.30 Biblíurannsókn.
Aglow
Miðvikudagur 1. júní
Kl. 20.00 fúndur í Kaffi Kró.
Kaffigjald 500 krónur.
Allar konur velkomnar.
Biblían
talar
Sími
Við höfum tekið í notkun nýtt
símanúmer í Vestmannaeyjum
458 8870
Fax 458 8807
Tökumþað meðm , .
trukki
KFS leikur
fyrsto leikinn
um helgina
KFS leikur fyrsta leik sinn í sumar
á laugardaginn en þá sækir liðið
Sindra Hornafirði heim.
KFS féll sem kunnugt er úr 2.
deildinni síðasta sumar en stefnan
hefur verið sett upp aftur. Fyrsti
heimaleikur liðsins verður
sunnudaginn 5. júní þegar
strákarnir taka á móti nágrönnum
sínum úr Ægi.
Hjalti Kristjánsson sér að
sjálfsögðu um þjálfun hjá liðinu,
12. árið í röð.