Fréttir - Eyjafréttir - 26.05.2005, Blaðsíða 13
Fréttir / Fimmtudagur 26. maí 2005
13
Lögreglan:
Ýmislegt
kom upp á
Þrír þjóínaðir vom tilkynntir lögreglu
í sl. viku en um var að ræða þjófnað á
farsíma, reiðhjóli og fánum. Farsím-
inn mun hafa verið tekinn úr
jakkavasa um sl. helgi á
veitingastaðnum Lundanum. Annað í
vasanum, t.d. peningar var látið eiga
sig.
Reiðhjólinu var stolið um miðjan
apríl við Framhaldsskólann en það er
af gerðinni Treck. Aðfaranótt föstu-
dags var tilkynnt um að fjórum fánum
hafi verið stolið við Ráðhúsið. Þeim
var skilað á lögreglustöðina daginn
effir og munu þeir sem stóðu að
þessum þjófhaði hafa fengið
samviskubit af gjörðum sínum og
skiluðu því fánunum.
Einn fékk að gista fangageymslu
lögreglu um helgina en hann hafði
verið til óþurftar á veitingastaðnum
Comero sökum ölvunar og óspekta.
Alls liggja fyrir sjö kærur vegna
brota á umferðarlögum eftir sl. viku.
Tveir voru staðnir að hraðakstri á
Hamarsvegi og mældist annar á 83
km/klst. en hinn á 82 km/klst. Þá voru
tveir sektaðir fyrir að hafa vanrækt að
vátryggja ökutæki sín, einn fyrir að
aka um á nagladekkjum og einn fyrir
að aka án þess að hafa öryggisbelti
spennt.
Þá haföi lögreglan afskipti af þrem-
ur ungum drengjum sem voru
réttindalausir við akstur númers-
lausrar bifreiðar á Nýjahrauni.
Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt
lögreglu í vikunni og átti annað sér
stað á Hraunvegi þann 17. maí sl. en
þama haföi verið ekið aftan á biffeið
sem stöðvað haföi við gangbraut. í
hinu tilvikinu var um að ræða lyftara
sem ekið var utan í kyrrstæða bifreið í
Fiskiðjusundinu. Ekki var um slys á
fólki að ræða í þessum tveimur
tilvikum en nokkuð tjón á
ökutækjum.
Séra Þorvaldur Víðisson: Pistill frá Landakirkju
Með sumar í sál og sínní
Það er með sumar í sál og sinni að
skráningar í prestþjónustubókum
Ofanleitissóknar em teknar saman.
Það er orðið alllangt síðan slíkur pistill
birtist, því er horft nokkuð aftur í
tímann í þessari samantekt, eða til
febiúar og mars á þessu ári.
Eg vil óska þér lesandi góður
gleðilegs sumars, megi kærleikur og
gleði fylgja þér í lífi og leik.
í Guðs fi'iði,
Sr. Þorvaldur Víðisson
Skráningar í prestsþjónustubók Ofan-
leitissóknar í febrúar og mars 2005 em
eftirfarandi:
Skímir vom átta í febrúar og mars.
Andri Snær, sonur hjónanna Vilborgar
Friðriksdóttur og Sigmars Þrastar
Óskarssonar, var skírður á heimili sínu
12. febrúar. Hann er fæddur á
Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 23.
nóvember 2004.
Benóný Friðrik, sonur hjónanna
Anniku Geirsdóttur og Jóns Gísla
Benónýssonar, var skírður heima hjá
afa og ömmu 17. febrúar. Hann er
fæddur á Heilbrigðisstofnun Vest-
mannaeyja 2. febrúar 2005.
Nathalie Lilja, dóttir Lilju Matthías-
dóttur og Lars Mikaels Andersen, var
skírð í Landakirkju 20. febrúar. Hún
er fædd í Öskersund í Svíþjóð 30.
ágúst 2004.
Ólaftir Kristján, sonur hjónanna
Berglindar Jóhannsdóttur og Kristleifs
Guðmundssonar, var skírður heima
hjá afa og ömmu 12. mars. Hann er
fæddur á Heilbrigðisstofnun Vest-
mannaeyja 3. janúar 2005.
Hinrik Hugi, sonur hjónanna Grétu
Hólmfríðar Grétarsdóttur og Heiðars
Hinrikssonar, var skírður í Landa-
kirkju 13. mars. Hann er fæddur á
Landsspítalanum í Reykjavík 28.
september 2004.
Benedikt, sonur hjónanna Iðu Brá
Benediktsdóttur og Einars Þórs
Guðjónssonar, var skírður á skírdag
24. mars. Hann er fæddur í Hollandi
22. desember 2004.
Dagur og Sunna, tvíburar hjónanna
Bryndísar Einarsdóttur og Einars
Bjöms Ámasonar, vom skírð á heimili
sínu 31. mars. Þau fæddust 27. nóv-
ember 2004.
Hjónavígsla var ein í febrúar og
mars. Sigríður Sveinbjörg Þórðardóttir
og Sigurður Þór Sveinsson gengur í
heilagt hjónaband 26. febrúar í
Akóges salnum við Hilmisgötu. Þau
era búsett að Brekastíg 14 í Vest-
mannaeyjum.
Andlát í febrúar og mars vom sex.
Guðmundur Armann Böðvarsson, fv.
vélstjóri og formaður, lést á Heil-
brigðisstofnun Vestmannaeyja 5.
febrúar síðastliðinn. Útförin fór fram
frá Landakirkju 12. febrúar. Ármann
var fæddur í Vestmannaeyjum 19. júlí
1926.
Guðni Friðþjófur Pálsson, fv. mat-
sveinn og sjómaður, lést á Heil-
brigðisstofhun Vestmannaeyja 18.
febrúar síðastliðinn. Útförin fór fram
frá Landakirkju 26. febrúar. Guðni
var fæddur í Vestmannaeyjum 30.
september 1929.
Ánna Aðalbjörg Sigfusdóttir, fv. hús-
móðir og fiskverkakona, lést á
Líknardeild Landsspítalans Kópavogi
21. febrúar síðastliðinn. Útförin fór
fram ffá Landakirkju 26. febrúar.
Anna var fædd á Raufarhöfn 27.
október 1945.
Hallgrímur Axel Guðmundsson,
húsasmíðameistari og kennari, lést á
Landsspítalanum 4. mars síðastliðinn.
Útförin fór fram frá Víðistaðakirkju í
Hafnarfirði 11. mars. Hallgrímur var
fæddur að Grafargili í Önundarfirði
23. apríl 1943.
Guðrún Elsa Guðlaugsdóttir, hús-
móðir og fv. verkakona, lést á
Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 21.
mars síðastliðinn. Útförin fór fram ffá
Landakirkju 2. apríl. Guðrún Elsa var
fædd í Vestmannaeyjum 27. nóvem-
ber 1946.
Guðrún Kristín Ingvarsdóttir, hús-
móðir, lést á Heilbrigðisstofhun Vest-
mannaeyja 26. mars síðastliðinn.
Útförin fór fram ffá Landakirkju 9.
apríl. Guðrún Kristín var fædd í
Reykjavík 5. mars 1907.
S
Hera Osk Einarsdóttir framkvæmdastjóri skrifar:
Fjölskylduhelgin komin til að vera
Fjölskyldu-
helgin haföi það
markmið að ná
fjölskyldum
saman til þátt-
töku, hreyfingar
og samveru, til
að styrkja dag-
leg tengsl fjöl-
skyldunnar,
traust, velferð
og vellíðan
innan hennar.
Möguleikinn á því að vera virkur,
virtur og viðurkenndur þátttakandi í
félagslegum athöfhum byggir upp já-
kvæða sjálfsmynd og eykur hæfi-
leikann til félagslegra samskipta hjá
bömum og fullorðnum. Foreldrar og
Við viljum þakka
þeim f jölmörgu
félagasamtökum
og einstaklingum,
sem lögðu sitt af
mörkum til að
gera dagskrá
fjölskyldudagsins
sem veglegasta.
fjölskyldan gegna alla lífsleiðina
mikilvægu hlutverki í lífi einstakl-
ingsins, þar er uppspretta flestra þeirra
lífsgilda sem við tökum með okkur út
í lífið sem einstaklingar.
Rannsóknir sýna að líðan og velferð
bama byggir ekki bara á fjölskyldu-
gerðinni heldur einnig; aðbúnaði
stjómvalda í að skapa skilyrði fyrir
heilbrigði og vellíðan með því að bæta
ytri skilyrði fjölskyldna, samvemtima
foreldra og bama, bæði eðli hans og
lengd, skiptir miklu um ánægju og
aðlögun í ijölskyldu og samfélagi
viðhorf foreldra til sjálfs síns og
aðstæðna sinna auk stuðnings og
tengsl bama við stórfjölskylduna og
sitt næsta nágrenni.
Við viljum þakka þeim fjölmörgu
félagasamtökum og einstaklingum,
sem lögðu sitt af mörkum til að gera
dagskrá fjölskyldudagsins sem veg-
legasta. Einnig viljum við þakka
bæjarbúum fyrir frábæra þátttöku í
viðburðum helgarinnar. Ekki er hægt
að segja annað en að Vestmanna-
eyingar hafi með þátttöku sinni í
fjölskylduhelginni undirstrikað í verki
mikilvægi fjölskyldunnar og gildi
hennar í daglegu lífi. Nú er bara að
muna að skila stimpluðu vega-
bréfunum, í þar tilgerða kassa, á
miðhæð Ráðhússins. Skilaffestur er til
27. maí nk.
F.h. starfsfólksfélags - ogfiöl-
skyldusviðs ogfrœðslu - og
menningarsviðs
Hera Ósk Einarsdóttir,
framkvœmdastjóri
Hver eru með henni
Öllu á Borgarhól?
Mynd þessi er komin frá Ragnari
Eyjólfssyni frá Laugardal. Hún er
úr búi Guðmundar Jónssonar og
komst í hendur Ragnars gegnum
Grím Marinó Steindórsson lista-
mann, bróðurson Guðmundar.
Myndin er tekin í slipp Gunnars
Marels, það sér í austurhlíð
Heimaklctts, og er sennilega frá
því um eða upp úr 1930. Stúlkan
til vinstri á myndinni er Aðalbjörg
Jóh. Bergmundsdóttir frá
Sjávargötu, síðar kennd við
Borgarhól. Hin stúlkan er óþekkt,
svo og maðurinn sem stendur milli
þeirra. Ragnar vildi líka fá
vitneskju um hvaða bátur væri til
viðgerðar hjá Gunnari Marcl, ef
einhver vissi.
Spurt er:
Borðar þú
fýlsegg?
Hafdís Snorradóttir
Já. Mér finnst þau bara ansi fln.
Guömundur I. Jóhanncsson
Já, ég borða hvítuna. Þau eru bara
fín, er bara nýbyrjaður að borða
þau.
Stefán Jónsson
Nei. Eg hef smakkað en mér fannst
það vont.
Hörður Pálsson
Já, mér finnst þau mjög góð sem og
svartfuglsvegg.