Fréttir - Eyjafréttir - 26.05.2005, Blaðsíða 10
10
Fréttir / Fimmtudagur 26. maí 2005
t
Páll og Steinunn:
Tekið var á móti þeim eins og höfðingjum
Hjónin Páll Einarsson og Steinunn
Einarsdóttir lögðu upp í ferðalag á
síðasta ári og heimsóttu Utah og
slóðir Islendinganna sem lögðu land
undir fót og settust þar að. I sumar
verður haldið upp á að hundrað og
fimmtíu ár eru frá því að landnámið
hófst og þau hjónin ætla að leggja
upp í ferðalag aftur og taka þátt í
hátíðarhöldunum. Það er því forvitni-
legt að vita hvemig það var að sjá
með eigin augum landið sem haföi
svo mikið aðdráttarafl að um fjögur
hundruð íslendingar ákváðu að
setjast þar að.
„Fulltrúar mormóna David Ashby, J.
Brent Haymond, ræðismaður íslend-
inga i Utah, og Kevin Christensen
komu hingað árið 2000 til að reisa
styttuna á Torfmýri og höföu sam-
band við bæinn því þeir þurftu að fá
leyfi og ganga ffá ýmsum málum,“
segir Páll þegar hann er spurður út í
kynni þeirra hjóna af mormónum.
„Það lenti á mér að snúast fyrir þá
og það voru ýmsar reddingar í kring-
um þetta. Þeir vildu halda hátíð í
tengslum við vígsluna og ég kynntist
þessum mönnum ágætlega. Við
buðum þeim hingað heim til okkar og
þá kom nú reyndar í ljós að þeir
drekka hvorki kaffi né te en við áttum
nóg af gosi þannig að það bjargaðist
allt saman. Við Steinunn duttum
niður á ódýra ferð til Minneapolis í
fyrra og ákváðum að heimsækja
staðinn þar sem Islendingamir settust
að.Við fórum þetta algjörlega á eigin
vegum en Brent Haymond sá um
skipulagninguna í Utah.“
Fengu frábærar móttökur
Þegar Steinunn og Páll komu út var
hins vegar búið að skipuleggja
heljarmikla dagskrá og tekið á móti
þeim sem höföingjum. „Þegar við
komum til Salt Lake City þar sem
1
1 | J I \
1 f - ->
r — ' -~U A
* 1 ■' " •
I
m
PÁLL og Stcinunn með gcstunum úr vestri: -Þá hcimsóttum við Bliss Anderson í Spanish Fork sem er mikill
ættfræðingur, það má segja að hún sé þeirra Torfi Haraldsson. Rcyndi hún að rekja ættir okkar saman við
einhverja af þeim sem fluttu út en tókst ekki, en það tókst Torfa hins vegar þegar hann reyndi þetta um daginn.
aðalstöðvar kirkjunnar em, fengum
við ffábærar móttökur og okkur var
boðið í málsverð með nokkmm ráða-
mönnum kirkjunnar. Vom þar m.a.
Rolfe Kerr, sem var yfmnaður kirkj-
unnar á Norðurlöndum og haföi
komið í vígsluna á minnisvarðanum
árið 2000. Þetta var í móttökubygg-
ingu kirkjunnar sem haföi verið
glæsilegt hótel áður fyrr. Byggingin
stóð við musteristorgið þar sem
helstu mannviki kirkunnar em. Er þar
helst að nefha Musterið sjálft en
þangað fá aðeins innvígðir mormónar
að koma inn, geysistórar ráðstefnu-
hallir, sögusafn, byggðasafn og
ættffæðisalh, en farið var með okkur
á alla þessa staði," segir Páll og
Steinunn bætir því við að mormónar
leggi mikla áherslu á ættffæði.
„Ef þú hefur verið góður mormóni
og lifað samkvæmt kenningum kirkj-
unnar þá hittirðu ættingja þína í
himnaríki og þar af leiðandi skiptir
ættffæðin svona miklu máli,“ segir
Steinunn.
Um kvöldið keyrðu þau suður í um
klukkutíma og dvöldumst í Spring-
ville sem er næsti baer við Spanish
Fork þar sem flestir íslendingamir
komu sér fyrir.
„Daginn effir var okkur boðið í golf
af borgarstjóra Springville, E. Fritz
Boyer en það er algengt að sveitar-
félögin eigi og reki golfvelli, oft með
misjöfnum árangri. Þá heimsóttum
við Bliss Anderson í Spanish Fork
sem er mikill ættffæðingur, það má
segja að hún sé þeirra Torfi
Haraldsson. Reyndi hún að rekja
ættir okkar saman við einhveija af
þeim sem fluttu út en tókst ekki, en
það tókst Torfa hins vegar þegar
hann reyndi þetta um daginn."
Flestir íslendinganna komu sér fyrir
í Spanish Fork eftir að þeir komu til
Utah. „Við reyndum að gera okkur í
hugarlund hvemig Islendingum leið
þegar þeir settust þama að. Ábyggi-
lega fengu einhveijir heimþrá en fyrir
ofan bæinn em gil og há fjöll í bak-
grunni sem minna svolítið á ísland þó
svo að landslagið sé í raun gjörólíkt.
Við skoðuðum minnisvarðann sem
var settur upp 1938 og fómm í gamla
kirkjugarðinn og það var merkilegt
að sjá grafskriftir með íslenskum
nöfhum. Við skoðuðum líka hæð-
imar fyrir ofan bæinn og þar mátti sjá
leifar af jarðhýsum en fátækt fólk
sem kom þama út haföi ekki alltaf
tíma né efhi á því að byggja sér hús
áður en veturinn gekk í garð og bjó í
slíkum vistarverum. Okkur var sagt
að dæmi heföu verið um að fólk
byggi þama í allt að þijú ár,“ segir
Páll.
„Við borðuðum kvöldmat með
meðlimum Islendingafélagsins
nokkur kvöld og var gaman að spjalla
við þau. Mörg þeirra vom líka með
okkur þegar við þvældumst hingað
og þangað um fylkið," segir Stein-
unn. „Það er skemmtilegt að sjá og
heyra hversu miklir Islendingar þau
em en þetta virðist vera einkennandi
fyrir íslendinga en ekki aðrar þjóðir,“
bætir Páll við.
Páll og Steinunn skoðuðu líka safh í
Salt Lake City með gömlum bygg-
ingum frá tímum landnámsins. Þetta
er þeirra Árbæjarsafn með um 50
gömlum húsum af öllum tegundum.
Það hefúr verið sett upp á skemmti-
legan máta og þar er fólk á gangi í
búningum frá þessum tíma þannig
umhverfið verður allt mjög raun-
vemlegt. Er þetta á stað fyrir ofan
borgina þar sem sagt er að Brigham
Young, leiðtogi mormóna, hafi sagt
árið 1854 orðin: „Þetta er staðurinn."
Háskólabær og hljóm-
leiktihöll
Fjölkvæni hefur verið umdeildasti þátturinn
I bókinni Gekk ég yfir sjó og
land eftir Kristjón Róbertsson
er fjallað um Islendinga sem
tóku mormónatrú og fluttust
vestur um haf. Fyrstu Vest-
mannaeyingarnir lögðu af
stað til Utah 1854 en flestir
fóru fró Islandi ó órunum
1881 til 1890. Mun flestum
íslendingunum hafa farnast
vel úti, þó svo að ekki væru
allir sóttir við hinn nýja sið
þegar út var komið.
Fjölkvæni hefúr verið umdeildasti
þáttur mormónatrúarinnar en spá-
maðurinn Joseph Smith fékk opin-
bemm um að hún væri til blessunar.
Stjómvöld í Bandaríkjunum stóðu í
deilum við áhangendur kirkjunnar en
samkvæmt landslögum var fjölkvæmi
bannað.
Runólfur Runólfsson frá Draumbæ
stofnaði Lútherskan söfhuð í Spanish
Fork 1890 en langflestir íslensku
innflytjendur héldu fast við nýja
siðinn. Þegar við landnámið lögðu
mormónar mikið kapp á að koma upp
skólum til að tryggja bömum sínum
Við skoöuðum minnisvarðann sem var settur upp 1938.
góða menntun og í Utah er að finna
margar af bestu menntastofhunum
Bandaríkjanna. íslendingamir munu
hafa komið sér vel, bæði fyrir dugnað
og útsjónarsemi en margir lögðu
stund á handverk og íslensku kon-
umar þóttu skara fram úr í hann-
yrðum og við vefnað.
Létu skírast í Eyjum
Ekki er gott að segja til um hvers
vegna fólk á íslandi tók sig upp og
lagði á sig langt og strangt ferðalag til
Utah. Eflaust hefúr boðskapur trú-
boðanna höföað til fólks vegna þess
að hann var fluttur á einfaldan hátt og
einkenndist af bjartsýni og trú á
mannlífið. Fyrirheitna landið Síon var
í Utah og vafalaust hefúr vonin um
betra líf höföað til fátæks fólks sem
átti sér litla von hér heima. Þó er ekki
hægt að segja annað en betri borgarar
hafi líka lagt upp í ferðina miklu og
þannig fylgt trúarsannfæringu sinni.
Guðmundur Guðmundssonar og
Þórarinn Hafliðason vom báðir í
Danmörku við nám þegar þeir tóku
mormónatrú. Hófú þeir að boða nýja
trú á Islandi og Þórarinn skírði hjónin
í Kastala, Benedikt Hannesson og
Ragnhildi Stefánsdóttur í maí 1851.
Vora þau fyrstu Vestmannaey-
ingamir sem létu skírast til mor-
mónatrúar. Kom það miklu róti á
Eyjaskeggja og mætti mikilli and-
stöðu sr. Jóns Austmanns og sýslu-
mannsins. Johan P. Lorentzen var
sendur frá Kaupmannahöfn og
útnefndur yfirmaður hinnar nýju
kirkju á íslandi. Vígði hann
Guðmund til prests og skírði þijá
menn 3. júní 1853 en það vora:
Samúel Bjamason, bóndi í Kirkjubæ,
Magnús Bjamason, tómthúsmaður í
Helgahjalli og Loftur Jónsson bóndi í
Þórlaugargerði.
íslensku landnemarnir
Fyrstu íslendingamir sem námu land
í Norður- Ameríku vora hjónin
Samúel Bjamason og Margrét Gísla-