Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 26.05.2005, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 26.05.2005, Blaðsíða 15
Fréttir / Fimmtudagur 26. mai 2005 15 Sigurlás Þorieifsson þjálfari: Stelpumar eru orðnar betri knatt- spymumenn Unglingarnir söfnuðust saman við Hrafnakletta á laugardagskvöldið: Samkoman fór nokkuð vel fram Nafn: Sigurlás Þorleifsson. Gælunafn: Lási. Fjölskylduhagir: Giftur Karenu Tryggvadóttur og á fimm böm sem heita Kolbrún, Jóna Heiða, Sara, Kristín Ema og Þorleifur. Hæð, þyngd, aldur: 1,80 m, 80 kg , 48 ára. Ár sem þjálfari: Hef þjálfað frá árinu 1989 og síðan einhver ár fyrir 1984. Menntun og störf:íþróttakcnnari. Er aðstoðarskólastjóri í Hamarsskóla M 1999. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór: Eitthvað í líkingu við það sem ég er í dag. Ferill sem leikmaður: Byrjaði að spila með IBV og gerði það til ársins 1991 með smá hléum. 1979 spilaði ég með Víkingi, 1984 var ég spilandi þjálfari á Selfossi og síðan spilaði ég með Vasalund M Svíþjóð árin 1984- 1988. Af hverju að þjálfa ÍBV: Stórt félag með stór markmið. Uppáhaldslið í enska og af hverju: West Ham. Þeir hafa alltaf lagt upp úr því að spila skemmtilega knattspymu. Fyrirmynd annarra knattspyrnu- manna: Alan Shearar. Stærsta stundin í boltanum: Bikarmeistari með ÍBV 1981 ogþegar ÍB V fór upp í 1. deild á mínu fyrsta ári sem þjálfari ÍBV. Mestu vonbrigðin: Þegar ég hætti að þjálfa ÍBV 1992. Hvað eldarðu iyrir fjölskvlduna: Ég grilla stundum en annars er ég frekar lélegur í eldhúsinu. Ertu hjátrúarfullur fvrir leiki: Nei. Ef þú mættir bæta við einum leikmanni í leikmannahóp ÍBV af þeim sem spila í Landsbanka- deildinni, hver yrði það: Það koma margir til greina. Undirbúningur liðsins, góður eða slæmur: Gæti hafa verið betri. Markmið sumarsins: Vera í efri hluta deildarinnar. Eigum við möguleika á toppbar- áttunni í ár: Kemur í ljós í næstu leikjum. Af hverju ákvaðstu að taka að þér þjálfun í meistaraflokki aftur: Ekki var hægt að horfa uppá liðið án þjálfara endalaust. Einnig sá ég í þessu spennandi tækifæri en ég hef enn gaman að þjálfa og þessu fylgir líka ákveðin spenna sem getur gefið ýmislegt. Hafa orðið miklar breytingar í kvennaboltanum síðan 1998: Töluverðar breytingar hafa orðið. Umgjörðin í kringum þetta er meiri. Leikmennimir eru betri knattspymumenn og fleiri góðir leikmenn. Það sem ekkert hefur breyst er það em sömu lið sem em að beijast á toppnum nema kannski að ÍBV em að blanda sér í alvömna. Af hverju á fólk að koma á Há- steinsvöllinn í ár: í ÍBV liðinu em margir skemmtilegir leikmenn sem gaman er að horfa á og liðið hefur einnig spilað góða knattspymu í mörg ár. Leikmenn á teppinu:___________________ Lási þjálfari er algjör kroppur Nafn: Elín Anna Steinarsdóttir. Gælunafh: Lína. Hæð, þyngd, aldur: 1.70 cm/ hmm- mmm! 11/22 ára:). Númer: Það er lOan. Menntun: Stúdent frá Menntaskólanum í Kópavogi og á leið í Háskóla íslands.... Leikir í efstu deild: 72 leikir. Mörk í efstu deild: 41 mark. Hverjir eru bestir í enska boltanum: Það er án efa Liverpool. Fyrirmyndin í fótboltanum: Olga Færseth er og hefúr alltaf verið mín helsta fyrirmynd innan vallar sem utan! Það heftir sýnt sig undanfarið hversu mikilvægur leikmaður Olga er fyrir ÍBV. Stærsta stundin í boltanum: Bikarmeistarar í fyrra (2004) þegar við unnum Val 2-0. Það var æðisleg tilfinning. Mestu vonbrigði: Leikurinn fyrir norðan í fyrra, á móti Þór/KA/ KS þar sem við gerðum jaMefli 1-1 og það má eiginlega segja að þar höfúm við tapað deildinni!!! Hver er grófust á æfingum: Það er Thelma, hún stendur alltaf fyrir sínu svo kemur Guðrún Soffia sterklega til greina. Hvern er auðveldast að klobba á æfingum: Það er auðveldast að klobba Elenu Einisdóttur... Hver er mesti höslerinn í liðinu: Hólmfríður Magnúsdóttir sem var að koma frá KR... hún er mjög dugleg!! Þrjú orð til að lýsa þjálfaranum: Lási er skipulagður, dúlla og algjör kroppur:) í hvaða sæti endar ÍBV í haust: Á maður ekki alltaf að vona það besta og ég segi 1. sæti. Áfram ÍBV og allir að koma á völlinn í sumar... Við eigum besta heimavöllinn og því eru þeir leikir sem við spilum hér á Hásteinsvelli gríðarlega mikilvægir fyrir okkur. -en lögregla og séra Víðir söknuðu foreldranna Það var töluverður erill hjá lögreglu um helgina enda söfnuðust á annað hundrað ungmenni saman við Hrafnakletta, eins og undanfarin ár og búist hafði verið við. Lögreglan sendir foreldrum unglinga og starfsfólki í félagsmálageiranum tóninn vegna unglingasamkomunnar á laugardagskvöldið. Segir hún að þar hafi verið krakkar allt niður í 13 ára. Lögreglan var með viðbúnað á staðnum og séra Þorvaldur Víðisson var þar einnig og fylgdist með því sem Mm fór. Þrátt fyrir allt segir lögreglan að samkoman hafi farið nokkuð vel fram. „Enda hafði lögreglan nokkum viðbúnað á svæðinu og var m.a. kannað með aldur þeirra sem þama vom og áfengi tekið af þeim sem höfðu ekki aldur til að neyta áfengis. Kom ffarn hjá einhverjum af þeim sem áfengi var tekið frá að foreldrar hafi keypt áfengið fyrir þau. Öllum yngri en 16 ára var vísað frá, enda komið ffarn yfir útivistatíma þeirra þegar samkoman hófst. Er talið að um 100 ungmennum hafi verið vísað ffá og sögðu lögreglumenn sem vom á svæðinu að þetta hafi verið ungmenni allt niður í 13 ára aldur,“ sagði lögreglan. Það sem sló þá lögreglumenn sem þama vom var að í nokkmm tilvikum sögðu þessi ungmenni, sem vísað var heim, og þá aðallega stúlkur, að foreldrar þeirra hafi leyft þeim að vera þama. „Éf þetta reynist rétt, að for- eldrar og foMðamenn em að heimila þeim ungmönnum sem þau bera ábyrgð á að vera á almannafæri eftir að útivistatíma lýkur og ekki sé talað um að kaupa handa þeim áfengi, er ekki undarlegt að umræðan sem búin er að vera hér í bænum sé eins og hún er. Það er líka annað sem kom þeim lögreglumönnum sem þama vom á óvart að ekki skyldi neitt foreldri láta sjá sig þama, né aðilar ffá félags- málayfirvöldum. Þorvaldur Víðisson, prestur kom á svæðið til að kanna með ástandið og virtist hann vera sá eini sem hafði áhyggjur af velferð þeirra ungmenna sem þama vom.“ Annað sem lögregla benti á er að foreldrar og forráðamenn verða að hafa í huga varðandi svona taumlaust eftirlitsleysi með bömum sínum er að neysla áfengis eykur líkumar á annarri vímuefhaneyslu. „Þá em þessir sömu „ábyrgu" aðilar tilbúnir til að gagnrýna lögreglu fyrir að sinna ekki fikniefnalöggæslu. Hins vegar er rétt að hafa það í huga að framboð fikniefna fer eftir fjölda neytenda hvetju sinni.“ Umburðarlyndi gagnvart áfengisneyslu unglinga Séra Þorvaldur sagði að Eyjamenn væm gleðinnar fólk og ekki nýtt að þeir komi saman til að skemmta sér og taka lagið. Hann sagði líka að samkoman hefði í flestum tilvikum farið vel ffam en hann saknaði for- eldranna. „Þetta var kannski ekki beint vettvangur fyrir skóla- eða félagsmálayfirvöld nema þá helst fólk úr félagsmiðstöðinni. Það var líka mikið lagt á tvo lögreglumenn að fylgjast með því að reglum um útivist og áfengisneyslu væri ffamfylgt um leið og þeir vom á sinni hefðbundnu vakt og sjúkravakt.“ Þorvaldur sagði að þama hefðu verið krakkar úr Framhaldsskólanum og tíundu bekkingar og svo yngri krakkar. „Það er ekkert að því að fólk komi saman til að skemmta sér en það verður að fara eftir lögum um útivist og áfengi. Það er líka ákveðið um- burðarlyndi gagnvart unglingadrykkju hér í Eyjum sem er ekki gott mál. Þátttaka og eftirlit foreldra er jákvætt því eftirlitslausar skemmtanir ung- menna bjóða hættunni heim.“ Bergur og Hlynur skrifa um fótboltann: Stöndum vörð um ÍBV í baráttunni sem framundan er Kœru Eyjamenn Eins og öllum er kunnugt hefúr kantspymuvertíðin ekki farið af stað sem skildi fyrir þjálfara okkar og leikmenn, þar sem við höfúm upplifað tvö töp hjá karlaliðinu og einn sigur og eitt tap hjá kvennaliðinu. Af tólf mögulegum stigum hafa því aðeins þijú skilað sér til Eyja. Áð auki hefúr okkar maður Páll Hjarðar fengið óskemmtilega umfjöllun í Dagblaðinu sem að okkar mati er blaðinu til skammar. Þeir sem þekkja leikmanninn Pál Hjarðar vita að þama er á ferðinni góður og heilsteyptur leikmaður sem ávallt leggur sitt að mörkum fyrir lið sitt og stuðningsmenn þess. Ohöpp sem fótbrot, slitin liðbönd og tognanir gerast því miður í knattspymu, hér er ekki um ásetning leikmanna að ræða heldur slys og ber að fjalla um þau sem slík. Sem stuðningsmenn og fyirum leikmenn meistaraflokks IBV viljum við hér og nú hvetja alla Eyjamenn til að standa vörð um lið sitt þ.e. knattspymuráð, þjálfara og leikmenn í þeirri baráttu sem framundan er. í næstu leikjum fjölmennum við á völlinn og hvetjum okkar menn. Samstaða, barátta og leikgleði mun skila okkur góðu sumri og mörgum stigum, fyrir það erum við Eyjaskeggja þekktir. Bergur Elías Agústsson Hlynur Stefánsson

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.