Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 14.07.2005, Qupperneq 4

Fréttir - Eyjafréttir - 14.07.2005, Qupperneq 4
4 Fréttir / Fimmtudagur 14. júlí 2005 EYJAMAÐUR VIKUNNAR Ég ætla a0 lialda þessu innan vinahópsins aðeins lenj>ur og þar sem við erum nokkrar hérna á höfuðborgarsvæðinu þá ætla ég að skora á Þórdísi Þórðar, hún er víst rosalega klár í eldhúsinu og á stærsta grillið norðan Alpafjalla ! á döfinni í vikunni fimmtudagur: Evrópukeppni félagsliða: ÍBV - B-36 (Færeyjum) kl. 18.00 á Hásteinsvelli. Meistaramót GV, stendur frá miðvikudegi til laugardags. föstudagur: Landsbankadeild kvenna: ÍBV - FH kl. 20.00 á Hásteinsveili. Lundinn: Hljómsveitin Smakk. laugardagur: Bryggjudagur ÍBV. Bryggjumót SJOVE. Hefði ekki átt séns sem keppandi Kjúklingasamloka Ég þakka Margréti fyrir áskorunina. Þetta verður eldsnöggt hjá mér þannig að þessar „single" eins og Magga œttu aðfara létt með það að elda þessa rétti. Kjúklingasamloka/píta Hér nota ég afganga úr steiktum kjúkling frá deginum áður, þ.e. ef hann er einhver. Þá er líka bara hægt að elda einn kjúkling aukalega til að rífa niður. Kjúklingapíta Sigurður Jónsson sextugur Sigurður Jónsson, bæjarstjóri í Garðinum og fyrrverandi bæjarfulltrúi í Eyjum, varð scxtugur síðastliðinn sunnudag, 10. júlí. Hann og eiginkonan Asta Arnmundsdóttir, buðu til afmælisveislu í Samkomuhúsinu í Garði, þar sem samankomin var fjöldi vina og samstarfsmanna Sigurðar. Margir tóku til máls í veislunni og mærðu afmæiisbamið og sögðu af honum sögur og bæjarstjórarnir á Suðurnesjum sungu honum afmælisbrag. Sigurður var einn af stofnendum blaðsins Frétta árið 1974 og var stjórnarformaður fyrirtækisins frá stofnun og til ársins 1986. Þá var hann drjúgur skrifari í biaðinu og auk þess að skrifa undir eigin nafni, notaði hann m.a. dulnefnið Landkrabbi, og þótti á stundum beittur penni. Fréttir voru í afmælis- veislunni og þar var þessari mynd smellt af hjónunum. Nýfæddir . ?o* ' Vesfmannaeyingar Þann 16 maí sl. eignuðust Jóhanna Kristín Reynisdóttir og Egill Amar Amgrímsson son sem skírður hefur verið Reynir Þór. Hann fæddist á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja. Drengurinn var 4004 gr og 55 cm við fæðingu. Fjolskyldan býr í Vestmannaeyjum. Það vom margir sem komu að undirbúningi að Sumarstúlku- keppninni síðastliðið laugardags- kvöld. Einn þeirra var Jarl Sigurgeirsson sem tók að sér að vera kynnir keppninnar. Hann stóð sig með miklum sóma og náði til að mynda góðri stemmningu í salinn þegar hann stjómaði fjöldasöng. Jarl er því Eyjamaður vikunnar að þessu sinni. Nafn: Jarl Sigurgeirsson. Fæðingardagur: 3. nóvember 1967. Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar. Fjölskylda: í sambúð með Sigur- veigu Steinarsdóttur, á fjögur börn: Gísla Val, ísak Mána, Steineyju Ömu og Lúkas Elí. Draumabfllinn: Ef einhver myndi vilja gefa mér nýjan jeppa, sjálf- skiptan með leðri, topplúgu og góðum græjum, þá myndi ég segja já takk. Uppáhaldsmatur: Ég borða allan mat en hef mest gaman af að prófa eitthvað nýtt. Versti matur: Einu sinni smakkaði ég signa grásleppu. Hún var ekki góð. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Tónlist sem er vel samin og flutt kemur mér yfirleitt í gott skap, ef ég var þá ekki í góðu skapi fyrir. Uppáhaldsvefsíða: Ég á mér enga sérstaka uppáhaldsvefsíðu, en ég er nýkominn með ADSL og er svona rétt að uppgötva hinn stóra heim. Aðaláhugamál: Tónlist, ijölskyldan og vinir mínir. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Vestmannaeyjar að sjálfsögðu. Og þá sérstaklega séðar af sjó. Ertu hjátrúarfullur? Já, mjög svo. Uppáhalds íþróttamaður og/eða íþróttafélag: Rúnar Þór Birgisson, heimsmeistari í moonwalking með frjálsri aðferð. Og uppáhaldsfélag er Moonwalkinglið FBF. Einnig er fimleikafélagið RÁN í miklu uppáhaldi hjá mér. Hvaða mann/konu myndir þú helst vilja hitta úr mannkyns- sögunni: Ég væri til í að hitta Jesú. Stundar þú einhverja íþrótt: Ég er í moonwalkingliði FBF. Svo tefli ég líka soldið, er í lúðrasveit og verð að nefna golfið til að gleðja mömmu. Uppáhaldssjónvarpsefni: Ég missi helst aldrei af áramótaskaupinu. Hvernig fannst þér til takast? Mér fannst þetta takast afskaplega vel, stelpumar voru frábærar, skemmti- atriðin mjög góð og mér sýndist aliir skemmta sér mjög vel. Hvernig fannst þér að vera kynnir? Mér fannst mjög fínt að vera kynnir, ég hefði ekki fflað að taka þátt, þar sem allir keppendumir voru stelpur og ég var þar að auki töluvert eldri en þær allar. Það hefði ekki verið gott, ég hugsa að ég hefði ekki átt séns. Eitthvað að lokum: Miglangarað nota tækifærið og minnast á að hún Helena Jónsdóttir sá um að skraut- skrifa á borða fegurðardrottning- anna, eins og áður. Ég held að ég hafi ekki tninnst á það á laugar- dagskvöldið, en hún á þakkir skilið fyrir það. Einnig langar mig að þakka stelpunum tíu sem tóku þátt, Hjördísi Elsu og Rúnari Karls fyrir einstaklega ánægjulega samveru í aðdragandanum og á keppninni sjálfri, ég kom inn í þetta á síðustu metrunum og var strax tekið opnum örmum. Takk fyrir mig. Pítubrauð frá Hatting (yfirleitt til ffosin) '/2 rauðlaukur þunnt skorinn Paprika rauð og/eða græn Iceberg kál Maísbaunir Agúrka Barbeque sósa Vogaídýfa með kryddblöndu Rífið kjúklingakjötið niður og hitið á pönnu við vægan hita, kryddið með smá salti og pipar. Þegar kjötið er orðið heitt þá er Barbeque sósan sett út á kjötið 1 1/2 til 2 dl, fer eftir smekk og magni á kjöti. Pítubrauðið er tekið í sundur og hitað í brauðrist eða ofni. Vogaídýfa eftir smekk er sett á bæði brauðin og grænmetinu og kjötinu síðan raðað á. Verður ekki að lylgja einn eftirréttur líka...? Heit eplabaka 6-8 lítil epli eða 3 stór (helst rauð) 2(X) gr sykur 2 tsk. kanill 175 gr hveiti 1 tsk. salt 3 dl mulið komflakes 120 gr brætt smjörlíki Eplin afhýdd og skorin í bita og sett í eldfast form sem búið er að smyrja vel með smjörlfld. Öllu hrært saman og sett ofan á eplin og sett í ofn, 200° í 30-40 mín. Borið fram með íjóma eða ís. MFIÐ mm I FRRMUNDRN Hvað á að gera um helgina? „Ég verð nú bara að taka á móti gestum, það er aldrei að vita hvort maður skoðar eitthvað Iffíð, ef eitthvað skemmtilegt verður í boði." -Aldís Atludóttir

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.