Fréttir - Eyjafréttir - 14.07.2005, Side 16
16
Fréttir / Fimmtudagur 14. jiílf 2005
Anna Kristín Sumarstúlkan 2005
Ljósmyndafyrirsætan er Silja Rós Guðjónsdóttir, Helena Björk Þorsteinsdóttir var
vinsælasta stúlkan og Sportstúlkan og Viktoría Guðmundsdóttir er bjartasta brosið
Sumarstúlka Vestmannaeyja
2005 var valin á glæsilegri
skemmtun í Höllinni á laugar-
daginn. Þar fór saman góður
undirbúningur, skemmtilegur
kynnir, góð þjónusta og matur,
góð skemmtiatriði og síðast en
ekki síst stórglæsilegar og
skemmtilegar stúlkur sem voru
eins og kóróna kvöldsins. Þar
bar hæst Önnu Kristínu
Magnúsdóttur og er hún
Sumarstúlka Vestmannaeyja
2005.
Sumarstúlka Vestmannaeyja
var fyrst valin á Skansinum
1986, síðan hefur aðeins fallið úr
eitt ár og var hún því haldin í 19.
skiptið í ár. Fyrstu árin átti hún
heimili á Skansinum en fór á
milli húsa þar til Höllin tók til
starfa og hefur hún átt þar heim-
ilisfestu síðan. Er Sumarstúlkan
enn eins sönnun þess hvað Höllin
er mikilvæg fyrir skemmtana- og
menningarlíf í Vestmannaeyjum.
Fréttir hafa frá upphaii verið
framkvæmdaraðili að Sumar-
stúlkukeppninni og hafa verið
það ásamt Höllinni frá því hún
tók til starfa. En það þarf fleiri
til og þar skiptir framkvæmda-
stjórn miklu máli. Þar hefur
lánið lcikið við okkur, allir hafa
framkvæmdastjórarnir tekist á
við verkefnið af dugnaði og
metnaði og var Hjördís Elsa
Guðlaugsdóttir engin undan-
tekning þar á. Hún fékk ckki
langan tíma til að undirbúa
kvöldið en hún skilaði því með
glæsibrag eins og gestir sáu og
heyrðu.
Bjarni Olafur Guðmundsson
hefur í mörg ár verið kynnir en
nú var hann fjarri góðu gamni
og kom Jarl Sigurgcirsson í hans
stað. Þessi frumraun Jarls kom
skemmtilega á óvart, ckki síst
þegar hann greip gítarinn og fór
fyrir fjöldasöng sem var gott inn-
legg í skemmtunina.
Rúnar Þór Karlsson stjórnaði
tónlist og var stúlkunum innan-
handar við undirbúninginn.
Dómnefndina skipuðu Sæþór
Vídó, Ester Helga Líneyjardóttir
formaður, Guðbjörg Guðmanns-
dóttir, Bergey Edda Eiríksdóttir
og Eva Sveinsdóttir. Þau áttu
ekki auðvelt val fyrir höndum
því allar eru stúlkurnar stór-
glæsilcgar. Sú sem varð fyrir val-
inu er Anna Kristín Magnús-
dóttir og er hún Sumarstúlka
Vestmannaeyja 2005.
Ljósmyndafyrirsætan er Silja
Rós Guðjónsdóttir og Helena
Björk Þorsteinsdóttir var kosin
vinsælasta stúlkan af stúlkunum
sjálfum og hún var líka valin
Sportstúlka Puma 2005. Viktoría
Guðmundsdóttir þótti hafa
bjartasta brosið.
Stúlkurnar sem kepptu í ár eru
Guðbjörg Erla Ríkharðsdóttir,
Kristín Sjöfn Ómarsdóttir, Silja
Rós Guðjónsdóttir, Silvía Björk
Birkisdóttir, Viktoría
Guðmundsdóttir, Helena Björk
Þorsteinsdóttir, Karen Ösp
Birgisdóttir, Auður Tinna
Hlynsdóttir, Aníta Óðinsdóttir og
Anna Kristín Magnúsdóttir.
Ilafi allir bestu þakkir fyrir.
STÚLKURNAR tíu, Guðbjörg Erla, Kristín Sjöfn, Silja Rós, Silvía Björk, Viktoría, Helena Björk, Karen Ösp, Auður Tinna , Aníta og Anna
Kristín. Mynd Halla Einarsdóttir.
STÚLKURAR sýndu glæsileg föt frá Axel Ó og Flamingó.