Fréttir - Eyjafréttir - 14.07.2005, Qupperneq 18
18
Fréttir / Fimmtudagur 14. júlí 2005
Landa
KntEJA
Fimmtudagur 14. júlí
Kl. 14.30. Helgistund á Heil-
brigðisstofnun Vestmannaeyja,
dagstofu sjúkradeildar á 2. hæð.
Heimsóknargestir hjartanlega
velkomnir líka.
Sr. Kristján Bjömsson.
Laugardagur 16. júlí
Kl. 14.00. Útför Ástu Einars-
dóttur.
Sunnudagur 17. júlí
Kl. 11.00. Guðsþjónusta í
Landakirkju. Guðspjallið segir:
„Hver, sem mikið er gefíð, verður
mikils krafinn."
Því hvet ég sóknarbömin til að
sækja kirkju þennan sunnudag og
þakka allt að góða sem Guð hefur
gefið. Sr. Kristján Bjömsson.
HyIta-
SUNNU-
KERKJAN
Fimmtudagur 14. júií
Kl. 20:30 Biblíuleshópur fyrir
alla. Við lesum saman og spjöll-
um um Fyrsta Jóhannesarbréf
Nýja testamentisins.
Allir eru velkomnir.
Föstudagur 15. júlí
Kl. 20:30 Unglingakvöld.
Laugardagur 16. júlí
Kl. 20:30 Bæna- og lofgjörðar-
stund með brauðsbrotningu.
Sunnudagur 17. júlí
Kl. 11:00 SAMKOMA fyrir alla
fjölskylduna. Lofgjörð og
blessun í lifandi orði Guðs. Eftir
samkomu verður hægt að staldra
við og spjalla og fá sér súpu og
samlokur á vægu verði.
Allir hjartanlega velkomnir.
Aðvent-
KLREJAN
Föstudagur
Kl. 20:00 Söngstund og bænasam-
koma.
Laugardagur
Kl. 10:30 Biblíurannsókn.
Biblían
talar
Sími
481-1585
UNGMENNAFÉLAGIÐ Óðinn og Vestmannaeyjabær hafa staðið fyrir íþrótta- og leikjanámskeiðum í sumar og er tveimur þeirra lokið. Um 30
krakkar hafa sótt námskeiðin en þeim lýkur með mikilli grillveislu í boði Vöruvals. Líka er boðið upp á andlitsmálningu og fleira gert til skemmt-
unar. Hér er einn hópurinn með leiðbeinendunum Jóa og Kára.
I Knattspyrna: ÍBV mætir B-36 frá Færeyjum á Hásteinsvelli
Eigum möguleika á að komast áfram
segir Allan Mörköre sem lék með Eyjamönnum 2000 og 2001
í dag, fimmtudag, mæta Eyjamenn
færeyska liðinu B-36 í Evrópu-
keppni félagsliða og fer leikurinn
fram á Hásteinsvelli klukkan 18.00.
Þetta er fyrri leikur liðanna en
síðari leikurinn fer fram í Færeyjum
28. júlí. B-36 er eitt sterkasta lið
Færeyja um þessar mundir, liðið er í
harðri þriggja liða toppbaráttu f
Formuladeildinni. I liðinu er að
finna þrjá leikmenn sem hafa
spreytt sig með íslenskum liðum;
Fróða Benjaminsen sem lék með
Fram í fyrra, Pól Thorsteinsson sem
var í herbúðum Vals og síðast en
ekki síst Allan Mörköre, sem lék
með ÍBV 2000 og 2001.
Það sjá því allir að B-36 er verð-
ugur andstæðingur og langt í frá
öruggt að ÍBV komist áfram. Allan
sagði í samtali við Fréttir að það
væri góð tilfinning að koma aftur til
Eyja. „Það var gaman að fara á
leikinn á sunnudaginn þó að veðrið
hafi verið vont. Eg hitti bæði á Inga
og Hlyn og svo sá ég strákana í
liðinu sem ég spilaði með, Palla,
ALLAN hefur hitt gömlu félag-
ana í ÍBV.
Atla, Bjarna Geir, Steingrím og
gamla kallinn Birki. Mér fannst
IBV spila vel þrátt fyrir erfiðar
aðstæður og það var góð barátta í
ÍBV. En við þekkjum svona veður í
Færeyjum," sagði Allan og glotti.
Er mikill munur á knattspyrnunni á
íslandi og í Færeyjum?
„Já mér finnst hraðinn meiri á
Islandi en í Færeyjum látum við
boltann kannski ganga betur innan
liðsins. En mér sýnist IBV vera í
góðu formi, þeir pressa allan leikinn
og það verður erfitt fyrir okkur að
ná góðum úrslitum hérna. Við
leggjum alla áherslu á að IBV skori
ekki og víð eigum alveg möguleika
gegn ÍBV.“
Guðlaugur
á von á erfiðum leik
Guðlaugur Baldursson, þjálfari
IBV, sagði í samtali við Fréttir að
hann ætti von á erfiðum leik gegn
færeyska liðinu. „Mér sýnist að
þetta lið sé alveg þrælsterkt og ég á
von á mjög erfiðum leik. Eg fékk
upptökur af einum leik í hendurnar
þar sem þeir voru að spila gegn einu
af toppliði færeysku deildarinnar á
útivelli. Þar lágu þeir aftarlega og
beittu skyndisóknum. Eg á svona
frekar von á því að þeir geri það
gegn okkur þannig að við verðurn
að vera skipulagðir. Annars er þetta
bara skemmtilegt verkefni að mæta
frændumokkarfráFæreyjum. B-36
er í toppbaráttunni í Færeyjum og
lið sem er á toppnum í sínu heima-
landi hlýtur að vera sterkt. En ef
við eigum jafn góðan leik og við
áttum á sunnudaginn þá gætum við
náð hagstæðum úrslitum," sagði
Guðlaugur að lokum.
Eins og ávallt þegar ÍBV hefur
leikið í Evrópukeppninni eru gerðar
kröfur um stranga gæslu á vellinum.
Aðeins verður selt í sæti og eru um
500 miðar í boði. Aðeins verður
hleypt inn á svæðið á tveimur
stöðum, á Hamarsvegi, austan og
vestan við völlinn. Þá er öll umferð
bíla bönnuð á svæðinu og bömum
er óheimilt að vera á hlaupum á
svæðinu í kringum völlinn.
Vel heppnað íslandsbankamót í golfi:
Örlygur Helgi stóð uppi sem sigurvegari
Um helgina fór fram íslands-
bankamótið í golfi og var þátttakan
mjög góð en 62 kylfmgar skráðu sig
til leiks. Ræst var út á öllum teigum
á laugardagsmorgni og var veður
hið ágætasta á meðan spilað var.
Spilaður var höggleikur, með og án
fjörgjöf og auk þess punktakeppni
en vegleg verðlaun voru í boði fyrir
efstu þrjú sætin í hverjum flokki
fyrir sig. Auk þess fengu allir móts-
gestir litla gjöf frá íslandsbanka en
mótið var einungis fyrir viðskipta-
vini bankans og þátttaka ókeypis.
I höggleik án forgjafar stóð Ör-
lygur Helgi Grímsson uppi sem sig-
urvegari en hann lék holurnar 18 á
67 höggum eða þremur höggum
undir pari. Annar varð Grétar Þór
Eyþórsson á 72 höggum og Gunnar
Geir Gústafsson varð þriðji á 73
höggum. I höggleik með forgjöf
var það Valur Smári Heimisson sem
varð í fyrsta sæti á 66 höggum,
Grétar Stefánsson varð annar á 67
og Sveinn Sigurðsson á 68 höggum.
I punktakeppninni var það Guðni
Valtýsson sem bar sigur úr býtum
með 39 punkta, Sigurður Guð-
mundsson varð annar með 38
punkta og Sæþór Freyr Heimisson
varð þriðji, sömuleiðis með 38
punkta.
INGI útibússtjóri með verð-
luunahöfunum, Örlygi Helga,
Grétari Þór og Gunnari Geir
sem allir fengu vegleg verðlaun.