Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 14.07.2005, Blaðsíða 20

Fréttir - Eyjafréttir - 14.07.2005, Blaðsíða 20
 — o <u Æ 8CI> .-5 c/5 Frétta- og auglýsingasími: 481-1300 / Fax 481-1293 Skólavegi 21 s. 48 i -1444 HAMINGJA. Thelma er úr Reykjavík og Guðjón Kópavogi en þau búa í Hafnarfirði. Hún gengur með annað barn þeirra og bæði ljómuðu af hamingju og ást þessa ógleymanlegu stund í Náttúrugripasafninu í Vestmannaeyjum. Bónorð á Náttúrugripasafninu Ástfangnir menn geta verið ótrúlega hugmyndaríkir þegar kemur að því að biðja unnustunnar. En fáir slá Guðjóni Ægi Gunnarssyni við því hann valdi bónorðinu stað í Nátt- úrugripasafninu í Vestmannaeyjum og það innan um þorskana í þess orðs fyllstu merkingu. Og hvað gat unnustan, Thelma Logadóttir gert annað en að segja já? Það var á laugardaginn að Guðjón Ægir dreif unnustu sína, Thelmu út og lá leiðin að Loftleiðahótelinu þar sem þau eru vön að fara í sund en ferðin endaði í Vestmannaeyjum. „Ég er að læra múrverk og sagaði bónorðið: Thelma, viitu giftast mér? í hjartalaga stein. Hugmyndin var að fara til Vestmannaeyja, ætl- aði ég að koma steininum fyrir í hrauninu en svo endaði hann í þorskabúrinu á Fiskasafninu,“ Guðjón. Thelma hélt að þau væru að fara í sund en haldið var áfram og út á flugvöll. „Þar beið vinur okkar sem er að fljúga og sögðu þeir mér að ætlunin væri að fara í útsýnisflug en það endaði hér í Vestmannaeyjum," sagði Thelma. Guðjón fékk starfsmenn Náttúru- gripasafnsins í lið með sér og þeir settu steininn góða í búr þar sem þorskar synda í mestu makindum. „Ég dró Thelmu að búrinu og hún rak augun í steininn eins og til var ætlast og segir; -þarna er nafnið mitt, og hélt svo áfram að lesa. Þá brá ég mér á aðra skelina og bar upp bónorðið." En hvemig varð Thelmu við? „Hjartað fór á fullt og auðvitað sagði ég já. Við ætlum svo að gifta okkur 8. júlí 2006, en þá á ég af- mæli,“ sagði brúðurin væntanlega. Nýr Sóli verður tilbúinn eftir ár -sameiningu leikskóla frestað fram á haust 2006 Á fundi bæjarráðs á mánudag var samþykkt að útboð á nýjum 100 bama leikskóla færi fram í haust. Forráðamenn bæjarins hafa verið í viðræðum við eignarhaldsfélagið Fasteign hf. og teiknistofu Halldórs Guðmundssonar um stærð og skipulag á nýjum leikskóla á Sólalóðinni. Búið var að samþykkja stærð skólans upp á 800 fermetra og öllu skipulagi innandyra sem og staðsetningu hans innan bygginga- reits á Sólalóðinni. Samkvæmt nýrri framkvæmda- áætlun er miðað við að bygging leikskólans verði boðin út í einu lagi nú í haust og hann verði tilbúinn til notkunar fyrir júlí 2006. Framkvæmdir vegna tengivegar frá Helgafellsbraut að bílastæði við Sjúkrahúsið hefjast á þessu ári. Á sama bæjarráðsfundi var sam- þykkt að sameining leikskólanna og yfirstjómar þeirra komi að fullu til framkvæmdar I. ágúst 2006 en áður hafði verið samþykkt að nýr leik- skólastjóri yfir öllum skólunum kæmi til starfa í ársbyrjun 2006. Bergur Elías Ágústsson, bæjar- stjóri, sagði málið nú vera komið í mjög góðan farveg. „Það verður byggður stór og myndarlegur skóli og það var reynt að taka tillit til sem flestra sjónarmiða í þessu.“ Bergur sagði næsta skref vera að taka fyrstu skóflustunguna og hefj- ast handa. Við ætluðum að vera búnir fyrr með leikskólann en nú verður nýr skóli vígður á nýju leik- skólaári 2006 og þá er vel við hæfi að hafa nýtt skipulag.“ Virðist stefna í fjölmenna Þjóðhátíð Það stefnir í að Þjóðhátíðin verði ekki síður fjölmenn en í fyrra. Hjá Landsflugi eru 408 nú þegar búnir að staðfesta pöntun en félag- ið verður með 17 og 32 farþega Domiervélar í notkun yfir hátíðina. Alls eru í boði 658 sæti til Eyja frá fimmtudegi og fram á laugardag en möguleiki er að koma á aukaferð- um ef ásókn er mikil. Hjá Flugfélagi Vestmannaeyja eru um 300 búnir að staðfesta pöntun í flug frá Bakka til Eyja. Félagið hefur fjórar vélar til umráða, tvær fimm farþega, eina Islander vél sem kemur í vikunni til Eyja en hún ber níu farþega og svo Piper Chieftain vél sem ber níu farþega. Þá er möguleiki á að Flugfélagið leigi til sín fleiri vélar en það fer allt eftir aðsókn í flug. Hjá Samskipum fengust þær upplýsingar að nánast væri orðið fullt í hefðbundnar ferðir skipsins á funtntudag og föstudag. „Þó er enn laust í næturferð sem við emm með aðfaranótt föstudags en farið er frá Eyjum klukkan ell- efu á fimmtudagskvöldið og frá Þorlákshöfn hálf þrjú um nóttina," sagði Guðfinnur Þór Pálsson hjá Samskip. „Þessar næturferðir gáfust vel í fyrra og þó að enn séu laus sæti geri ég ráð fyrir að það fyllist í næstu viku. Það er meira bókað en á sama tíma í fyrra en þá komu 3500 manns með Herjólfi.“ pAMcy SiyrtistofaAvorshn Skólavegi ó s. 481-3330 FJÖLSÝN - ömissandi fyrir Eyjamenn! Askriftarsíminn er 481-1300 MúUwckiUnder' 30 x 35 * 70 cm VIKUTILBOÐ 14.-20. iúlí MS Kóko mjólk 6x0,25 Itr Floridono safar 1 Itr Floridana sofor % Itr Tildo poko hrísgrjón 500 gr SS Tösku tilboð: 10 ss pylsur + 10 copri sofar +papr.stjörnur 190 gr +ljósahálsmen +ss glaðningur Ruslapokagrind (nauðsynlegt i Þjóðhátíðartjaldið) 4^ vörur á tilboð Mexicó grísahnakkasneiðar SS Bratwurstpylsur Caj p s Lærissneiðar Cajp ys lambalæri New Yorkers mínútusteik Búrfells nautahakk Verð Nú Áður 299,- 348,- 169,- 198,- 64,- 89,- 199,- 279,- 1199,-1689,- 579,- 789,- 799,-1098,- kr/k< 659,- 828,- kr/ki 1598,-1998,- kr/k< 1269,- 1698,- kr/k< 2379,- 2748,- kr/k, 458,- 538,- kr/ki

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.