Harmoníkan - 01.10.1999, Blaðsíða 3

Harmoníkan - 01.10.1999, Blaðsíða 3
FRÆÐSLU, UPPLYSINGA OG HEIMILDARIT FELAGA S.I.H.U. OG ANNARRA AHUGAMANNA STOFNAÐ I4.APRIL 1986 Ábyrgð: Hilmar Hjartarson, Ásbúð 17, 210 Garðabæ, símar 565 6385 & 896 5440 netfang: harmonikan@simnet.is Ritvinnsla: Hjörtur E. Hilmarsson Prentvinnsla: Prenttækni hf. Blaðið kemur út þrisvar á ári. í október, febrúar og maí. Gíróreikningur nr. 61090-9. Meðal innihalds blaðsins: Hátíð í Húnaveri..............4 Kynning: Jón Gíslason.........5 Á Dússabar ....................6 Viðtalið: Sigurður Indriðason .... 7 Tónskáldakynnint...............8 H.U.V 20 ára..................9 Landsmótið Sigló.............11 Að liðnu harmonikusumri ......15 Matthías til Helsinki .......15 Handrit fyrir næsta blað þurfa að berast fyrir 1. febrúar 2000. Auglýsingaverð: Baksíða 1/1 síða kr. 12.500 1/2 síða kr. 6.250 Innsíður 1/1 síða kr. 10.500 -“- 1/2 síða kr. 6.800 -“- 1/4 síða kr. 3.800 -“- 1/8 síða kr. 2.800 Smáauglýsing kr. 1.500 AUGLÝSIÐ! HARMONIKUNNI ódýrasta auglýsingaverðið Vangaveltur í aldarlok Ágæti lesandi. Nú í byrjun fjórtanda áskriftarárs blaðsins veltir maður vöngum um niðurröðun og skipulag efnis á áskriftarárinu vegna þess að sjald- an hefur jafn mikið af efni legið fyr- ir, eftir sumarið, enda með ólíkind- um margt borið á góma og útgef- andi verið á flandri milli móta og manna, þó svo að engan veginn hafi náðst að vera allsstaðar. Hæst ber landsmót S.Í.H.U. á Siglufirði. Ekki sé ég aðra leið færa, en að dreifa efni vegna mótsins í máli og myndum í öll þrjú tölublöðin á ár- inu, svo gera megi því nokkur skil og forða blaðinu frá að verða of ein- hæft. í næstu blöðum mun verða getið um ferð á Norskt landsmót í Gammeldans og 20 ára afmælis Titanofestivalen í Vinstra, ásamt viðtölum við innlenda og erlenda viðmælendur. Auk þess verða kynn- ingar, fræðsla og ótal margt fleira sem liggur fyrir og er í brennidepli framundan. Oft verður manni tíðrætt um aldamótin og þá í þeim tón að þau geti orðið merkur minnisvarði ým- issa markmiða. Miðað við fram- vindu ungra harmonikuleikara í dag er ekki annað að merkja en í aldar- byrjun dragi hinir ungu þá eldri uppi hvað fjölda áhrærir. Þá verður hægt að flagga fyrir nýrri harmon- ikuöld með bros á brá. Vangaveltur um framtíð þessa blaðs geta líka enn einu sinni bank- að uppá er aldamót- in nálgast. Þeim hefur fjölgað sem viðurkenna að blað sem þetta sé ómissandi í öllu harmonikulífinu, en samt endurtekur sig árleg bar- átta að halda uppi áskrifendafjöld- anum þó svo þeir sem detta út séu áfram skráðir innan harmonikufé- laga. Við aldamótin 2000 er mér efst í huga þakklæti til þeirra fjöl- mörgu sem hafa verið tryggir stuðningsmenn blaðsins sumir þeirra allt frá upphafi. Nýja bið ég velkomna til liðsinnis inn á nýtt ár- þúsund. Þá vil ég þakka S.Í.H.U. fyr- ir ómetanlegan stuðning. Munum eitt, að ef við viljum vera raunveru- legir harmonikuunnendur styðjum við bæði félagsstarf og blaðaútgáfu sem er annáll sögu harmoniku- hreyfingarinnar. Hilmar Hjartarson Verðlaun! Dregin verða út nöfn þriggja áskrifenda sem greitt hafa áskriftargjöldin fyrir aldamót. Úrvals geisladiskar í verðlaun. Verðlaunahafarnir verða tilkynntir í næsta blaði. Útgefandi Hef fengið úrval nýrra harm- onikugeisladiska! S. 565 6385 Forsíðumyndir: Aðalnúmer landsmótsins „ Twins “ rússnesku tuíburarnir Yuri og Vadim Fjodorov við minnisvarðann um drukknaða sjómenn frá Siglufirði „Lffsbjörg" eftir Ragnar Kjartansson. í nœsta blaði birti ég viðtal við þá brœður sem tekið var á Sigló eftir tónleikana þar. Mynd. H.H. Húnaver: Sameiginleg hljómsveit Húnvetninga og Skagfirðinga, meðspilarar og ungir söngvarar sem komu fram á fjölskylduhátíðinni t Húnaveri. 3

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.