Harmoníkan - 01.10.1999, Blaðsíða 11

Harmoníkan - 01.10.1999, Blaðsíða 11
Síðasta Miklar vonir eru bundnar við landsmót S.Í.H.U. Það er ekki einung- is ánægjan yfir að hitta vini og vel- unnara og hlusta á þá og aðra spila, þótt það sé að vísu hluti af öllu æv- intýrinu. Það er einnig vonin eða trú- in á framfarir. Að sjá nýja vonar- neista til framtíðarinnar, sjá þróun, sem við kemur öllum þáttum í starfi harmonikuunnenda í heild sinni. Ekki er síður áríðandi, en góð spila- mennska, að þeir sem fara með hið talaða orð vandi sig. Það sem koma á til áheyrenda þarf að lýsa í skíru og hnitmiðuðu máli, ekki síst á svo veigamikilli hátíð sem landsmóti S.Í.H.U. Framfarir harmonikuunn- enda eru hægar frá ári til árs, sem að einhverju leiti má rekja til langs skóla og vinnutíma í landinu, þar af leiðandi verður minni tími aflögu fyrir áhugamál sem ekki eru þó síð- ur mikilvæg. Tónlistarnám er talið mjög þroskandi fyrir fólk á öllum aldri. Að hafa góðan tíma fyrir slíkt áhugamál skilar sér jafnvel í betri námsárangri í skóla og í meiri lífs- gleði og öryggi í lífinu. Raddir heyr- ast annað kastið um að hafa skemmri tíma á milli landsmóta en landsmót aldarinnar Á Siglufirði nú er siður. í ljósi þess, ef það er rétt að þróun sé hæg, er ástæðulaust að stytta tímann milli móta, sveiflur í starfinu verða mun sýnilegri eins og nú er. Á landmótinu á Siglufirði kom ýmislegt fram sem mikla athygli vakti og jafnframt annað sem olli vonbrigðum. Áður en ég kem nánar inn á það langar mig að lýsa ferðinni norður á sjálft mótið og aðdraganda. í grein sem ég skrifaði í Norska harmonikublaðið Gammeldans og kom út nokkru fyrir mótið nefndi ég greinina Mekka harmonikunnar á Siglufirði. (Trekkspillets Mekka pá Siglufjörd). í greininni lýsti ég nokk- uð framförum hérlendis, Siglufirði og því sem til stóð þar. Mér fannst sjálfum ævintýri framundan í hinum fræga síldar og athafnabæ við aldar- lok. Meiningin var að halda norður á fimmtudeginum en óþolimæðin breytti þeirri ákvörðun, svo slegið var í járnklárinn þegar á miðviku- dagskvöld og ókum við í einum rikk eftir vinnu, norður. Heitasti dagur sumarsins var að baki í Reykjavík og á leiðinni smá lækkaði sólin á himn- inum. Nóttin var björt og fögur, folöld með mæðrum sínum og ann- að ungviði meðal spendýra og fugla hélt kyrru fyrir við lygnar tjarnir eða sóleyjarskrýdda lækjarbakka. í Skagafirðinum hafði sólin sest á sjóndeildarhringinn, loga gyllt og lagðist síðan upp við vesturhlið Drangeyjar. Þessi ólýsanlegri lífgjafi okkar hér á jörðu tók á sig ýmsar myndir og roðaði himinn og haf töfrabirtu og ljóma á leið sinni við hafflötinn. Ég sagði við konuna mína er við dáðumst að fegurðinni hve gaman væri að geta breytt þessari sýn í tóna og spila fyrir Siglfirðinga og gesti landsmótsins, því miður verður sú tónsmíð að bíða betri tíma. Framundan blasti við Siglu- fjarðarkaupstaður kl. 3 um nóttina við spegilsléttan fjörðinn og er við gengum til náða, leið maður inn í al- gleymið með söng sjófuglanna í eyr- um sem undirstrikaði á áhrifaríkan hátt hinn norðlæga kaupstað sjó- mennskunnar við sólarupprás. Er við höfðum lokið göngu okkar upp í Hvanneyrarskál um morgun- inn var Siglufjörður innritaður í hug- ann og jafnframt sem landsmóts- staður við aldarlok. Landsmótið framhald í nœstu blöðum Þau vöktu verðskuldaða athygli á landsmótinu Oddný Björguinsdóttir frá Akranesi, HUV. Lék einleik, Washington Post, mars eftir John Philip Sousa. Svanur Bjarki Úlfarsson frá Stóru Mörk leikur í HFR. Hann lék Serenata Prima- verile eftir Pietro Frosini. Sólberg Valdimarsson frá Akranesi félagi í HUV bauð einnig álieyrendum upp á einleik Dora Marsurka eftir Pietro Dero. 11

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.