Harmoníkan - 01.10.1999, Blaðsíða 13
Á rölti meðal
landsmótsgesta
Mig langaði að heyra raddir fólks á mótinu, reyna aðeins að kanna
hugþess gangvart ýmsu. Því brá ég mér á stjá meðal fólksins vopnað■
ur penna og myndavél ásamt smá hleðslu af stöðluðum spurningum.
Jónína Einarsdóttir, Hornafirði
Jónína er 27 ára gömul frá Horna-
firði. Hennar hljóðfæri hefur þar til
fyrir nokkru verið píanóið. Hún
sagðist vera nýbyrjuð að leika á
harmoniku í hljómsveit Harmoniku-
félags Hornafjarðar. Það hefði strax
virkað vel á sig og virtist mjög
áhugavert. Landsmótið á Siglufirði
væri það fyrsta sem hún tæki þátt í.
Stemmningin væri góð og mjög vel
staðið að öllu. Hún bætti við með
áherslu (topp skipulag). Hana sagð-
ist langa að kynnast Siglufirði betur
við fyrsta tækifæri.
Bragi Hlíðberg, Garðabæ
„Ég er ánægður með framvindu
mála hér á Siglufirði. Fólkið er vin-
samlegt, finnur samkennd og sýnir
hvert öðru tillitssemi. Skipulag hér
er gott, allt rennur áfram. Það eru of
mörg lög á dagskrá stórra hljóm-
sveita, 3- 4 tímar of mikið fyrir tón-
leika. Hljómsveitir ættu að velja
færri lög, taka einungis topp æfðu
lögin, í mesta lagi þrjú lög.
Kynnirinn var góður. Heyrast
hefði mátt meira um bakgrunn
þessa alls. Innkoma á svið stórkost-
lega fullkomin, rann áfram og það að
meiga sitja við borð eins og hér
hreint frábært. Jákvætt að geta
keypt veitingar og hvaðeina á tón-
leikunum, það truflaði heldur ekki
neitt. Gaman að sjá unga fólkið vera
komið með í miklum mæli, nú fær
það tilsögn frá upphafi sem hlýtur
að skapa raunverulega tilfinningu
fyrir þessu.“ Hvað með gæðamat?
„Besti búningur á hljómsveit var frá
Siglufirði og besta hljómsveitin tví-
mælalaust Kvintettinn frá Akureyri.“
„Siglufjörður virkar vel á mann,
allur þessi skari fólks, umhverfið
sterkt og öðruvísi. Ég hefði ekkert á
móti því að sjá önnur hljóðfæri með
hljómsveitunum,“ sagði Bragi í lok-
in.
Guðrún Eyjólfsdóttir, ísafirði
„Ég er ánægð með mót og veður-
far, nánast sátt við allt. Gaman að
fylgjast með samheldni fólksins og
þróuninni. Hljómsveitarspil er á
uppleið, Siglfirðingar byrjuðu mótið
skemmtilega, létt og gott lagaval.
Eins var líflegt lagaval Vestlendinga
og ísfirðinga. Ungt fólk er mjög mikil-
vægt inn í þetta starf, mér fannst
það þó vanta enn inn í sumar hljóm-
sveitir. Þetta er samt að koma og ég
tel mikilvægt að foreldrarnir fylgi
börnunum í þessu öllu.“
Óánægð með eitthvað á mótinu?“
Fannst óneitanlega vanta í upphafi
kynninga að minnst væri á þróun
harmonikunnar, árangur náms og
annað frá byrjun félagsstarfsins í
Iandinu." Heimur Harmonikunnar?
„Mér fellur þátturinn nokkuð vel,
fellur þó sígild harmonikutónlist
mun betur en jass!“ Blaðið harmon-
ikan? „Blaðið er nauðsyn það fer
ekki milli mála!“
Valdimar Sólbergsson, Akranesi
„Mótið er búið að vera mjög gott,
allt gekk eins og smurð vél, mikil
framför hjá hljómsveitum almennt.
Ákaflega gaman að sjá allt þetta
unga fólk sem gerði reglulega góða
hluti. Það má rekja beint út frá hinni
miklu vinnu tónlistarskólanna í
harmonikukennslu. Ég var mjög
undrandi á því hve þeim þætti voru
gerð lítil skil og hól til kennara og
ungmenna í harmonikukennslu vant-
aði alveg. Og enn varð ég undrandi
að sjá hinum stórefnilega Matthíasi
Kormákssyni stillt upp við vegg á
síldarplaninu, að spila í jökulkulda
en koma ekki fram á tónleikunum í
samkomuhúsinu. Nauðsynlegt er að
unga fólkið fái að heyra hvers virði
það er. Landsambandið þarf að beita
sér fyrir að fá færa kennara að utan
til að koma til móts við það stóra
13