Harmoníkan - 01.10.1999, Qupperneq 4
Fjölskylduhátíð í Húnaveri 1999
Skagfirsku Fimmkallarnir frá v.: Brynjar Helgi Magnússon, Júlíus Helgi Bjarnason,
Friðrik Pálmi Pálmason, Þorvaldur Ingi Guðjónsson ogJón Þorsteinn Reynisson.
Frá v. Þðrdís Birna Lúthersdótlir, Steindór Búi Sigurbergsson, Atli Víðir Arason, Helga
Rós Sigfúsdóttir og Sigrún Alda Sigfúsdóttir.
Þarf ekki nokkra bjartsýni til að
halda harmonikumót fyrir miðjan
júní? Skagfirðingar og Húnvetningar
mundu ekki taka svo glatt undir það
því félög harmonikuunnenda í Húna-
vatns og Skagafjarðarsýslum veðj-
uðu stórt og héldu sameiginlega mót
sem mikið var lagt í, metnaðarlega
sem og skipulega, helgina 11.-13.
júní. Þessi spurning kom upp í hug-
ann á leið norður í sunnan 8 vind-
stigum. Fossandi lækir og mórauðar
ár flæddu niður hlíðar norðan heiða
og tóku með sér aur og grjót með
skruðningi sem minnti á brimhljóð
og veðragný. í Húnaveri, þangað
sem ferðinni var heitið, skein sólin
og varla blakti hár á höfði. Ótrúleg-
ar móttökur að finna hita á vangann
eftir langvarandi hryssings tíð.
Mannlegar móttökur voru þá ekki
síðri og gleðilegt að finna sig vel-
kominn á þessa sameiginlegu fjöl-
skylduhátíð félaganna sem nú var
haldin öðru sinni. Góð tjaldsvæði
eru við Húnaver og snyrtiaðstaða
með sturtum. Samkomuhúsið Húna-
ver þar sem aðaldagskráin fór fram
stendur vel fyrir sínu þótt komið sé
til ára sinna. Húsið var tekið í notk-
un 1957. Þar hafa löngum farið fram
miklar héraðssamkomur og aðrir
fagnaðir. Á senu og veggjum eru mál-
aðar myndir eftir Sigurð Snorrason
sem þá bjó á Blönduósi, síðar í
Stóru Gröf í Skagafirði. Þessi lista-
verk lífga verulega uppá og gefa hús-
inu sál.
Á laugardeginum kl. 14.00 hófst
heilmikil tónlistarveisla með því að
fram komu ýmsir harmonikuleikarar
úr hljómsveitum félaganna er hafði
á að skipa á annan tug spilara,
söngvara og þá ekki síst mikið af
ungu fólki sem er við nám í þessu
héruðum. Fjöldi þeirra kom á óvart,
spilagleðin var mikil og margir á
góðri leið inn í harmonikuleik fram-
tíðarinnar. Dagskráin var keyrð
áfram af ákveðnum kynni tónleik-
anna og formanni Harmonikufélags
Skagafjarðar Gunnari Ágústsyni, en
ef maður leyfir sér að skjóta inn,
fannst mér dagskráin í lengra lagi.
En gott var að rétta úr sér í kaffi-
hléinu, þá upphófst mikil veisla
framborin af konum í Kvenfélagi
Bólsstaðahlíðarhrepps, sem alfarið
hafði allan veg og vanda að lostæt-
inu ásamt að ágóðinn var þeirra.
Góð hugmynd og samvinna milli
ólíkra félaga. í kaffihléinu og á eftir
tónleikana gátu menn virt fyrir sér
eða keypt harmonikur og ýmislegt
annað sem boðið var uppá af tveim
umboðsaðilum, þeim Sævari Ólafs-
syni og co. og Einari Guðmundssyni
sem sýndu vörur sínar á staðnum.
Sameiginleg grillveisla hófst við
Húnaver um kvöldið fyrir þá sem
vildu og lögðu félögin til grill olíu og
kol. Matföng runnu síðan niður við
harmonikuleik, og léttar umræður.
Niðri á sjálfu tjaldsvæðinu höfðust
menn líkt að, enda gott að byggja sig
upp af orku fyrir dansleikinn um
kvöldið. Dansleikurinn bauð upp á
geislandi fjör, fjölmenni var og mik-
ið dansað. Meðal fleiri möguleika
þarna á hátíðinni, buðu félöginn upp
á rútuferð í Blönduvirkjun. Ferðina
notfærðu sér margir og virtu fyrir
sér þetta glæsilega mannvirki er fær-
ir landsmönnum birtu og yl úr
vatnasvæði Blöndu sem nær yfir
1.520 km2 svæði með framleiðslu-
getu alls 150 MW. Ekki ættu umrædd
félög að þurfa að kvíða framtíðinni
miðað við öll þau ungmenni sem
leika á harmoniku þarna norðurfrá.
H.H.
Fréttatilkynning
Þátturinn Heimur harmonikunnar
undir stjórn Reynis Jónassonar í Rík-
isútvarpinu verður í vetrardag-
skránni á miðvikudagsmorgnum kl
10:15 og endurtekin sama dag kl
20:30. Harmonikuunnendur eru
beðnir að athuga þetta.
H.H.
Auglýsing
Harmonika til sölu.
Hnappaharmonika Galanti
sænsk grip 120 bassa 3 kóra,
svört á lit.
Upplýsirigar í síma 462 7374.
4