Harmoníkan - 01.10.1999, Blaðsíða 5

Harmoníkan - 01.10.1999, Blaðsíða 5
Jón Gíslason frá Miðhúsum r I kyrmingu blaðsins Maður sá er ég ætla að kynna hér í blaðinu ætti að vera mörgum kunnur, en áður en ég kynni hann nánar læt ég fylgja með aðdragand- ann að því hvernig ég náði af hon- um tali. í þau fáu skipti sem maður Iætur eftir sér að glápa á sjónvarp fyrir utan hefðbundinn fréttatíma, er þegar eitthvað áhugavert íslenskt efni birtist á skjánum og annað sem tilheyrir sérstöku áhugasviði. í fyrsta sinn sem ég sá Jón Gíslason var það í sjónvarpsþætti með Álfta- gerðisbræðrum og byijaði þá strax að velta fyrir mér hver og hvaðan þessi harmonikuleikari væri, sem lék svo listilega undir með þeim bræðrum. Á haustfundi S.Í.H.U. á Flúðum í fyrra birtist Jón þar, sem fulltrúi félags síns og notaði ég þá tækifærið til að fá skorið úr því, sem ég hafði velt fyrir mér. Auk þess að hafa leikið með Álftagerð- isbræðrum hefur Jón tekið þátt í ýmsu öðru tónlistarstarfi eins og við komumst nánar að hér í fram- haldinu. Jón Gíslason bóndi og harmoniku- leikari er fæddur 30.apríl 1950 á Sauðarkróki. Hann ólst upp í Mið- húsum í Akrahreppi meðal fimm systkina og fékk snemma pata af tónlist. Faðir hans lék á harmoniku og því byrjaði Jón snemma að leika sjálfur. Móðurbræður Jóns, þeir Rögnvaldur og Egill Stefánssynir úr Kelduhverfi léku einnig mikið á harmonikur og af þeim smitaðist hann verulega. í kórstarfi byrjaði hann 15 ára gamall í Karlakórnum Feyki, en um 1970 gengur Jón til liðs við Heimi, sem venjulegur söngmað- ur, en undirleikurinn kom svo í fram- haldi af því og hefur verið æ síðan. Þá kom stuðningur og leiðsögn Árna Ingimundarsonar sér vel, um það hvernig á að bera sig til við að leika með kór. Samstarfið við þá Álfta- gerðisbræður var eingöngu fólgið í því, að aðstoða við undirleik á hljómdiski þeirra og leika í sjónvarpsþætti til kynningar á hon- um. Þeir bræður hafa hinsvegar ver- ið ýmist ein, tví eða þrísöngvarar Jón Gíslason frá Miðhúsum. Myndin er tekin á Flúðum 1998 með karlakórnum Heimi til margra ára. Starfið í Heimi hefur að sögn Jóns verið bæði skemmtilegt, læra- dómsríkt og ekki síður viðburðaríkt. Kórinn hefur ferðast mjög mikið, bæði innanlands og til fjölmargra landa, svo sem ísraels, Egyptalands, Kanada, norðurland- anna, auk Grænlands og Færeyja. Þá má ekki gleyma Vest- mannaeyjum. í þessum ferðum hefur Jón verið sem undirleikari ásamt dr. Tómasi Hig- gerson og fleirum sem lærdómsríkt hefur verið að kynnast, bæði í venju- legu kórstarfi og svo við upptökur á hljómdiskum kórsins. Það er ekki alltaf heppilegt fyrir bónda að vera mikið á ferðalögum eins og starf með vinsælum kór sem Heimi út- heimtir. Því hefur ekki alltaf verið hægt að fórna þeim tíma sem þarf með kórnum. Þegar Jón er inntur nánar eftir hvenær spilamennska á dansleikjum hafi hafist, segist hann hafa leikið með ýmsum danshljóm- sveitum, allt frá 12 ára aldri og þá mikið með Stefáni bróður sínum, en margir aðrir hafi einnig komið þar við sögu. Síðustu tvö ár hefur svo Jón aflað sér meiri þekkingar í tón- listinni og sótt nám hjá bróðir sínum Stefáni, yfirkennara Tónlistarskóla Skagafjarðar og jafnframt stjórnanda karlakórsins Heimis. Skemmtana- hald hefur tekið þó nokkrum breyt- ingum í tímans rás, og er ekki laust við að gleðin áður fyrr hafi haft öllu meiri innihald segir Jón að lokum í þessu stutta spjalli við blaðið. í nokkur ár hefur Jón verið félagi í Harmonikufélagi Skagafjarðar og nú jafnframt fulltrúi félags síns innan S.Í.H.U. Hann er giftur Sigríði Garðarsdótt- ur, frá Neðra Ási í Hjaltadal og eiga þau þrjú börn. H.H. iónusta 'psetnlng og viógeröir. ipic-up, 1 tidi og magnarakerfum fyrir monikur. Einui hágœðáíhiutr,, vöt^du hish T7-- -• _____• ■"... | rj—1 -tnrrrr-nr- s S OIafsson & Co. ehf. hannar og framleiðir A VOtecli. Alþjóðlega Frosini-félagið Eftirtöldum aðilum eru fœrðar sérstakar þakkir fyrir veittan stuðning. Samband íslenskra Harmonikuunnenda. - Félag Harmonikuunnenda Reykjavík. Samvinnufélagið Hreyfill Fellsmúla 26. Lýsing H.F. Suðurlandsbraut 22. Hljóðfœraverslun Leifs H. Magnússonar Gullteig 6. Lista- og menningarráð Kópavogskaupstaðar. Fulltrúi alþjóðlega Frosinifélagssins á íslandi Hilmar Hjartarsson S: 5656385 5

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.