Harmoníkan - 01.10.1999, Blaðsíða 15

Harmoníkan - 01.10.1999, Blaðsíða 15
Að liðnu harmonikusumri Þá fer senn að hausta og Harmon- ikumót sumarsins að baki. 15. maí héldu Vestlendingar upp á afmæli Harmonikufélagsins í Hótel Borgar- nesi af mikilli rausn. Var það afar ánægjuleg samkoma í alla staði og vel heppnuð og vel sótt af boðsgest- um frá öllum landshornum. í júni héldu harmonikufélögin í Húnavatnssýslum og Skagafirði mót í Húnaveri. Því miður gat undirrituð ekki sótt það mót og þótti það mjög leiðinlegt. Mér er tjáð að allir hafi skemmt sér hið besta þó að veðrið hefði ef til vill mátt vera betra. Landsmótið á Siglufirði var svo haldið í byrjun júlí í mikilli veður- blíðu og skartaði Siglufjörður sínu fegursta landsmótsdagana. Fimmtán félög tóku þátt í tónleikum félaganna á þessu Landsmóti. Tónleikarnir voru haldnir í afar glæsilegu íþrótta- húsi og fallegri umgjörð Siglfirðing- anna. Er mikið ánægjuefni að aldrei hafa fleiri ungmenni tekið þátt í dag- skránni en nú og voru flest félögin með ungt fólk meðal flytjenda. Sýnir það best að áróðurinn fyrir hljóðfærinu er farinn að skila árangri og að unga fólkið er í æ ríkara mæli að koma inn í starfsemina. Erlendu gestirnir að þessu sinni voru rússneskir tvíburar sem heill- Landssambandsformaður kvaddur uðu mótsgesti upp úr skónum með frábærum leik og einstaklega fallegri sviðsframkomu. Á laugardagskvöld- ið lauk svo mótinu með stórdansleik í íþróttahúsinu. Heim héldu síðan allir í mótslok, með ljúfar minningar. Hafið þökk fyrir skemmtilegt mót og gott veður Siglfirðingar. Er líða tók á júlí var svo hið árlega mót að Breiðumýri í Reykjadal. Að venju brugðum við hjónin okk- ur þangað. Skemmst er að segja frá því að veðrið lék við okkur og áttum við þar mjög góða helgi með Þingey- ingum og Eyfirðingum. Nú var ekk- ert tónleikastress og allir nutu lífsins við leik og söng. Saga á Rauðá og Fil- ippía á Akureyri sáu svo um að hrista upp í mannskapnum að venju. Er með ólíkindum hugmyndaflug þeirra við að verða öðrum til gleði með hjálp mótsgesta. Sömu helgina voru Harmoniku- unnendur á Selfossi með mót á Álfa- skeiði. Af augljósum ástæðum var undirrituð ekki þar, en mér er tjáð að það hafi farið hið besta fram. Um verslunarmannahelgina vor- um við í Laugarási í Biskupstungum með öðru harmonikufólki. Ég verð að játa að ég saknaði sárlega mót- anna í Þrastarskógi. Þessi samkoma var með nokkru öðru sniði en verið hefur og var augljóslega nokkur byrjendabragur á framkvæmdinni. Veður var nokkuð gott en sólina vantaði eins og svo oft áður í sumar hér sunnanlands. Var því mjög gott að hafa húsaskjól á kvöldin. Senn fer vetrarstarf félaganna að hefjast og víst er að mörg ljúf sam- verustund er framundan á komandi vetri. Hellu 24. Ágúst 1999 Sigrún Bjarnadóttir. Matthías Kormáksson til Helsinki Evrópumeistarakeppnin í Frosinitónlist Nú er að ranna upp sú stund, að íslenskur harmonikuleikari taki þátt í keppni erlendis. Það er alþjóðlega Frosinifélagið sem stendur að keppninni og er hún haldinn í landi síðasta vinningshafa Finnlandi. Frá því að undirritaður var kosinn full- trúi íslands í alþjóðlega Frosinifélag- inu 21. nóvember í fyrra hefur verið unnið að því markvisst að leita uppi efnilegan harmonikuleikara hér heima. Eftir að F.H.U.R. efndi til hæfi- leikakeppni í apríl '99 komst maður á sporið, þar sem vinningshafi í efsta flokki var Matthías Kormáks- son. Þess utan hefur Matthías skap- að sér nafn á margan hátt hér heima. Hann hefur fallist á að taka þátt í þessari keppni og haldið verð- ur utan 19.nóvember næstkomandi. Keppnin fer fram 20. nóvember í Espo konserthus rétt utan við Helsinki. Fulltrúi Finna í alþjóðlega Frosinifélaginu er Seppo Lankinen (ekki hefur enn verið stofnað form- legt félag þar. Hann hefur yfirumsjón með skipulagi keppninnar. Seppo Lankinen og Tatu Kantomaa eru ágætir félagar og hafa rætt um þátttöku íslands í ár. Tatu, sem var einn af kennurum Matthías- ar eins og kunnugt er, mælti eindreg- ið með að hann tæki þátt ef þess væri kostur. Það eru ekki sístu með- mælin álít ég. Loks hefur tekist að afla nokkurra fjárstyrkja, bæði frá harmonikufélögum og fyrirtækjum, sem vonast er til að hrökkvi fyrir kostnaði. Auðvitað yrði skemmtileg- ast að vinna hinn eftirsóknarverða titil Evrópumeistari í Frosinitónlist, en í íþróttum þarf líka að gera ráð fyrir tapi. En að vera með á alþjóð- legum vetvangi hlýtur að teljast eðli- legt og beinlínis æskileg þróun á nú- tíma vísu. H.H. Tónleikar falla niður Af óviðráðanlegum orsökum falla niður fyrirhugaðir tónleikar Matt- híasar Kormákssonar í Sigurjóns- safni, sem ákveðnir höfðu verið þriðjudaginn 2. nóvember næstkomandi. 15

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.