Harmoníkan - 01.10.1999, Blaðsíða 9

Harmoníkan - 01.10.1999, Blaðsíða 9
Þann 5. Febrúar 1995 var kynnt á vegum F.H. U.R. tónlist Olivers Guðmundssonar. Tónlistarmenn ogsöngvarar, aftari röð f.v. Gunnar Bernburg, Þorvaldur Björnsson, Þorsteinn R. Þorsteinsson, Kolbrún Sveinbjörnsdóttir, Einar Júlíusson ogHaukur Sighvatsson. Fremri röð f.v. Guðbjörg Oliversdóttir, Lára Einarsdóttir ekkja tónskáldsins, Sigurborg og Sigríður Oliversdœtur. (Ljósmynd - Bjarney (Lilla) aldansinn á þessum tíma. Þetta var á dögum kreppunnar miklu og fyrir suma eina leiðin til að bera höfuðið hátt. Það dansar jú engin enskan vals með hangandi haus. Mörg af lögum Olivers eru einmitt í þessum dúr, virðuleg, en umfram allt rómantísk og ljóðræn. Að sjálf- sögðu eru textarir í sama anda, ást- arljóð af bestu gerð. I það minnsta dytti engum í hug að semja hesta- mannavísur við enskan vals. Það yrði skrítin latína. Á þessum árum lék Oliver á stöðum eins og Hótel ís- landi, Hótel Borg og víðar. Ein var sú skemmtun sem Oliver tók alltaf þátt í, en það var fánadag- urinn. Fánadagurinn var haldinn há- tíðlegur á Álafossi í Mosfellssveit, en fyrir því stóð Sigurjón Pétursson. Þetta ásamt mörgu fleiru var liður í sjálfstæðisbaráttu íslendinga en þar stóð Sigurjón framarlega í flokki. þarna var ýmislegt til skemmtunar og þar lék Oliver fyrir dansi og hef ég fyrir satt, að hann hafi eitt sinn leikið í sex klukkutíma, án þess að fara niður af pallinum. Á þesum árum urðu til lög eins og Næturkyrrð, Tvö leitandi hjörtu, Góða nótt og mörg fleiri. Hann samdi einnig sönglög, marsa, foxtrotta, sem öll bera vitni fáguðum tónlistarhæfileikum og listfengi. Tón- listin var honum í blóð borin og lög- in urðu til átakalítið. Hann þurfti heldur ekkert sérstakt vinnuher- bergi við tónsmíðarnar. Hann ein- faldlega settist við hljóðfærið þegar hann kom heim úr vinnu og með börnin sér við hlið í stofunni, urðu lögin til. Þannig sameinaði hann hvíldina og lagasmíðarnar. Það var hans aðferð til að slaka á eftir eril dagsins í prentsmiðjunni, en prent- iðn var hans aðalstarf. Og það var ekki aðeins í tónlistinni, sem þessi fágun var hans einkenni. Allt fas Oli- vers var í þessum anda. Háttvísi hans og hógværð var viðbrugðið. Þetta er einnig skýring á því hve Iítið er til af lögum hans á plötum frá þessum árum. Hann kunni einfald- Iega ekki að trana sér fram og tók aldrei þátt I danslagakeppnum. En mörg laga hans eru slíkar perlur að furðu sætir, hve lítið hefur verið gef- ið út af þeim. Meðal listamanna, sem fluttu lög Olivers var Haukur Morthens. Hann skynjaði fegurðina í lögunum, en milli þeirra félaga var sterkur þráð- ur vináttu. Oliver Iést 29. ágúst 1982 á sjörugsta og fimmta aldursári. Hann var kvæntur Láru Einarsdótt- ur en hún gaf út lagasafn Olivers að honum látnum. I I Harmonikuunnend Merki HUV gerði Vígþór Jörundsson fyrrum skólastjóri á Varmalandi Hátíðisdagur var runninn upp, 20 ára afmæli Harmonikuunnenda Vest- urlands haldið í Hótel Borgarnesi 15.maí 1999. Stofndagur og þar með formlegur afmælisdagur félagsins er 7. apríl 1979. HUV er þriðja elsta félag lands- ins og er með vissu hægt að segja að starfsemi félagsins hafi verið áber- andi meðal annarra félaga og að mörgu leiti staðið fyrir ýmsum vel- ferðamálum harmonikuunnenda. Tveimur árum eftir stofnun félagsins Borð hlaðið blómum og gjöfum frá ýmsum félög- um. Fyrir aft- an borðið standa for- mannsfrúin Jóhanna Þór- dís Þórarins- dóttir og Geir Guðlaugsson núverandi for- maður HUV. vann þáverandi formaður Aðal- steinn Simonarsson að samskiptum við norskt harmonikufélag og urðu þau til þess að það kom í heimsókn til íslands 1981. Sú heimsókn tókst með þeim ágætum, að nokkur íslensk harmonikufélög sameinuð- ust árið eftir í heimsókn til tveggja félaga í Noregi og var Aðalsteinn þá sameiningartáknið fyrir hópinn. Þessi ferð er mörgum enn í fersku minni og varð jafnframt til enn frek- ari samskipta á líkum grunni. Innan- lands stóð HUV einnig fyrir ferðum. í 9

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.