Harmoníkan - 01.10.1999, Síða 10

Harmoníkan - 01.10.1999, Síða 10
l.tbl Harmonikunnar 1986 greinir frá því að félagsmenn hafi farið til Kirkjubæjarklausturs og staðið þar fyrir dansleik. Þegar haldið var landsmót S.Í.H.U. öðru sinni hér á landi, 1984, sá HUV. um það í Varmalandi í Borgarfirði og segja heimildir að það hafi tekist mjög vel. Fyrsti heiðursfélagi HUV var Jóhannes G. Jóhannesson, síðar var Aðalsteinn Simonarson gerður heiðursfélagi. Þeir báðir eru látnir. Fimm formenn hafa stýrt félaginu sl. 20 ár í eftirtalinni röð: Aðalsteinn Símonarson, Ingimar Einarsson, Gunnar Gauti Gunnarsson, Geir Guð- laugsson, Guðmundur Helgi Jens- son. Núverandi formaður er Geir Guðlaugsson. Félagssvæðið, Borgar og Mýrasýsla er víðáttumikið, nær allt frá norðurströnd Hvalfjarðar í suðri til sýslumarka Dalasýslu í norðri og út til stranda og inn til dala Borgarfjarðar. Fjöldi góðra harmonikuleikara eru innan félagsins, enda sterk tónlistar- hefð innan héraðsins, sem á sér langa sögu. Þá er ekki síst að nefna hinn mikla fjölda ungmenna sem er og hefur verið í námi hjá Fanneyju Karlsdóttur á Akranesi. þar eru smátt og smátt að koma upp á yfir- borðið nöfn mjög efnilegra harmo- nikuleikara, sem eiga eftir að verða styrkur og framtíðarvon félagsins. Fleiri kennarar hafa komið við sögu í þessu námi og læt ég duga að nefna Tatu Kantomaa til viðbótar. Hljóm- sveitarstarf hefur lengi blómstrað innan félagsins, ekki hvað síst á landsmótum. Ýmsir stjórnendur hafa þar lagt hönd á plóginn s.s. Ólafur Guðmundsson, Gísli Bryn- geirsson, Grettir Björnsson, Hannes Baldursson, Steinunn Árnadóttir, og Fanney Karlsdóttir. Þá er ónefnt í fé- lagsstarfinu mótshald við Þverárrétt og Faxaborg auk ýmissa uppákoma t.a.m. Góugleði og sumarmálagleði, ásamt hefðbundnu dansleikjahaldi. Afmælisveislan Harmonikuleikur barst um Hótel Borgarnes frá spilaglöðum veislu- gestum og fólk hrannaðist inn héð- an og þaðan af landinu. í upphafi sjálfrar veislunnar bauð formaður félagsins Geir Guðlaugs- son gesti velkomna. Að sögn for- manns gekk ekki allt snurðulaust í lokaundirbúningi afmælishátíðarinn- ar. Einleikari sem koma átti fram datt út. Gunnar Gauti Gunnarsson dýralæknir sem annast átti veislu- stjórn var önnum kafinn við að sinna verðandi mæðrum í heimi dýr- anna og öðru samfara j^ví. Guð- mundur Helgi Jensson tók að sér veislustjórn í hans stað. Þá fór Rafn Jónsson með annál félagsins og minntist látinna félagsmanna. Meðan á borðhaldi stóð lék Jón Heiðar Magnússon harmonikuleikari ljúfa tónlist sem heldur jók matar- listina þótt næg væri fyrir. Fjölda- sönginn vantaði ekki á dagskránna og hinn ungi upprennandi harmon- ikuleikari Sólberg Valdimarsson lék einleik. Fanney Karlsdóttir harmon- ikukennari lék þarna einnig með nokkrum nemendum sínum og Lauf- ey Helga Geirsdóttir söngkona, söng nokkur lög við undirleik Braga Hlíð- berg. Allt þetta gerði mikla lukku að ógleymdum leik hljómsveitar félags- ins. Þegar kom að því að óska af- mælisbarninu heilla og færa því eitt- hvað til minningar tímamótunum, steig formaður landsambandsins Sigrún Bjarnadóttir fyrst í pontu og formenn eða fulltrúar annarra félaga tóku síðan til máls ásamt ritstjóra þessa tímarits. Að lokum var stiginn dans er stóð fram að lögboðnum tíma eins og vænta mátti. Ég þakka enn á ný fyrir mig og óska félaginu til hamingju með tímamótin og gæfu á nýrri öld. H.H. Laufey Helga Geirsdóttir söngkona skemmti gestum konunglega. Bragi Hlíðberg ann- aðist undirleik. Forsöngvarar fyrir fjöldasönginn. Frá vinstri Jóhann Elísson, Steinunn Pálsdóttir, Sig- rún Bjarnadóttir, Elísabet Einarsdóttir og Hreinn Vilhjálmsson. : í «r=a c= | . J 3 i £f mm ! ' Hljómsveit félagsins eins og hún varskipuð á afmœlishátíðinni. 10

x

Harmoníkan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.