Harmoníkan - 01.10.1999, Síða 12

Harmoníkan - 01.10.1999, Síða 12
/ hljómsueit HV er Ester Rögrwaldsdóttir frá Hnífsdal. Hún leyfði okkur að heyra í sínum einleik Ungverskan dans nr. 5 eftir J.Brahms. Guðbjörg Helga Einarsdóttir frá Egilsstaða- koti Villingarholtshreppi lék í hljómsveit FHSN og vakti mikla athygli fyrir út- geislandi framkomu sína, auk þess sem hljómsveitin öll í heild sinni gerði storm- andi lukku fyrir fjör og frumleika. Tríó íhljómsueit H.F.Þ. Frá vinstri Birgitta Elín Halldórsdóttir og lengst til hœgri systir hennar Hanna María. Fyrir miðju erSigrún Pálsdóttir. Vorgleði Braga Hlíðberg hljómaði frá yngsta meðlim hljómsveitar HV Helgu Kristbjörgu Guðmundsdóttur frá ísafirði. Áhorfendur stóðu upp við mikinn fögnuð og klöppuðu. Ingvar Alfreðsson úr hljómsveit HV frá ísafirði lék líka einleik, Rúsneska þjóð- lagið „ Tveir gítarar". Næsta landsmót S.Í.H.U. Fyrsta landsmót nýrrar aldar verður haldið af Harmonikufélagi Vestfjarða árið 2002 á ísafirði. Ásgeir S. Sigurðsson núverandi formaður H.V. gerði þetta kunnugt á síðasta landsmóti er hann tók við landsam- bandsfánanum úr hendi Sigrúnar Bjarnadóttur á Siglufirði í sumar. Ás- geir minnti á hina stórbrotnu nátt- úru Vestfjarða og ásamt fleiru í því sambandi. Það er mikið tilhlökkun- arefni að áttunda landsmót sam- bandsins verði á Vestfjörðum. Vest- firðir og sér í lagi ísa- fjörður er löngu kunnur fyrir langt og dugmikið starf varð- andi harmonikunám. Mikið og árangurs- ríkt tónlistarlíf um áratugaskeið hefur og þekkst vestra um alla hina dreifðu fjallaveröld hvort heldur er inn til dala eða út til stranda. H.H. Sigrún Bjarnadóttir afhendir hér forsvarsmanni fyrir nœsta landsmót Ásgeiri S. Sigurðssyni formanni HV, landsam- bandsfánann við setningu mótsins á Siglufirði. Fyrir aftan Sigrúnu sést hinn frábœri kynnir og framkvœmdarstjóri sem öllu kom til skila á tónleikunum á skilmerkilegan hátt, Theodor Júlíusson. 12

x

Harmoníkan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.