Harmoníkan - 01.10.1999, Blaðsíða 8

Harmoníkan - 01.10.1999, Blaðsíða 8
sumar á síld og hafði þá harmonik- una oft meðferðis og spilaði m.a. út í Grímsey og Flatey á Skjálfanda. í Flatey um Verslunarmannahelgina eru sérstök böll. Einu sinni spilaði ég þar með Stefáni Þórissyni þá helgi. Það komu hreinlega allir sem áttu hús í eyjunni og gestir þeirra til að taka þátt í dansinum. Einstök upplifun sagði Sigurður í lok sam- talsins. Sigurður Indriðason hefur tvisvar sinnum verið formaður F.H.U.E. og gjaldkeri félagsins í 2 ár. Gjaldkeri S.Í.H.U. um tíma og nú varaformaður sambandsins, ásamt að vera fulltrúi félags síns innan S.Í.H.U. í nokkur ár. Sigurður var giftur Rósu Kristínu Jónsdóttur frá Akureyri og áttu þau 3 börn. Sigurður missti konu sína í októ- ber 1995. Hún studdi mann sinn dyggilega í öllu þessu starfi og var alltaf með. Ég þakka Sigurði fyrir samtalið sem hefur að geyma brot úr lífi manns er hefur áhugamál og nýtur þess að lifa lífinu á jákvæðan hátt þó brotið hafi á. Að síðustu datt mér til hugar að spyrja einn góðan vin Sigurðar þeirr- ar spurningar hvernig hann teldi best að lýsa honum ? Hann svaraði um hæl. Sigurður er mikill sóma- maður og pottþéttur öndvegis ná- ungi! H.H. T ónskáldakynning Oliver Guðmundsson fæddist í Ólafsvík 10. janúar 1908. Þó Ólsarar væru frægastir á þeim tíma fyrir að slást við Sandara áttu þeir sína and- ans menn, ekki síður er aðrir og einn þeirra var Guðmundur Guðjónsson, faðir Olivers, en auk þess að vera skósmiður í þessu sjávarþorpi var hann kikjuorganisti, Undir hans leiðssögn tók Oliver fyrstu skrefin í sínu tónlistarnámi. Hann lærði að lesa nótur og leika á orgel og harm- oniku, en þetta átti eftir að verða honum drjúgt veganesti alla ævi. Þegar hann var um fermingu flutti fjölskyldan til Reykjavíkur og þar starfaði hann upp frá því. Oliver var ekki gamall þegar fyrstu tónsmíðarnar urðu til. Aðeins fimmtán ára samdi hann til dæmis gullfallegan vals. Mörgum árum seinna varð svo til ljóð, sem hæfði þessu hugljúfa lagi, sem heitir síðan „Hvar ertu vina.?“ Oliver varð fyrstur íslendinga til að leika á harmoniku í útvarp hér- lendis, stuttu eftir 1930, sem bendir til að hann hafi notið mikils álits sem hljóðfæraleikari. Á þessum árum varð hinn svokallaði enski vals mjög vinsæll dans. Upphaflega varð hann til í Boston í Bandaríkjunum, sem arftaki Vínarvalsins, en hingað barst hann frá Englandi og varð að- Oliver Guðmundsson Friðjón Hallgrímsson tók saman Við mánans milda Ijós Einar Friðriksson Oliver Guðmundsson q i Am Copyrighl 1978 by Lára Einarsdóttir, Reykjavik. 8

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.