Harmoníkan - 01.10.2000, Qupperneq 11

Harmoníkan - 01.10.2000, Qupperneq 11
Rofar til í kannslumálum Rússneskur kennari til fikraness. Hver gleðifregnin rekur nú aðra í kennslumálum harmonikuunnenda. Tón- listarskóli Akranes hefur ráðið til sín rússneskan kennara. Hann er enginn ann- ar en Yuri Fjodorov tvíburabróðir Vadim Fjodorov, sem kennt hefur á Isafirði við góðan orðstír. Yuri kom til landsins (fimmtudaginn) 5. október og hóf kennslu fljótlega eftir komuna til lands- ins. Hann hefur verið ráðinn til tónlista- skólans í vetur, en mun jafnframt kenna að hluta til í Reykjavík. Þó ekki sé meira sagt. er fyrir séð að hér er eitthvað að gerast, sem hefur skort á í kennslumálum hérlendis. Vonandi verður þetta hvatning fyrir ýmsa aðra sem standa í líkum spor- um víðar um land. Blaðið hefur og fregn- að að Vadim leggi áherslu á að nemend- urnir skipti úr píanóharmoniku til hnappa. Ekki er ólfklegt að bróðirinn hafi líkar skoðanir. Þessir náungar hljóta Ifka að vita hvað þeir eru að gera. Harmonikan óskar tónlistarskóla Akraness til hamingju ineð þessa ákvörð- un. Skólastjóri er Lárus Sighvatsson. Viðtal við Yuri og Vadim er í 3. tbl. Harmonikunnar 1999-2000 Yuri Fjodorov kennir nú á Akranesi og í Reykjavík. Karlakórinn Hrcimur til þýskalands Við upplifðum einkar eftirminnilega stund í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði fyrir rúmu ári síðan, þegar Karlakórinn Hreimur í Suður Þingeyjarsýslu hélt þar tónleika skömmu fyrir tónleikaferð til Þýskalands. Kórar hafa jafnan mikið aðdráttarafl og í þetta sinn kom það berlega í Ijós, því hvert sæti var skipað og ríflega það. Dagskrá kórs- ins var hrífandi og verulega ánægjuleg. Myndin sem hér fylgir af hluta kórsins, er tekin hjá vínbónda í Moseldal um páskana 1999 er kórinn var í umræddri ferð. Aðalsteinn Is- fjörð lék með kórnum í nokkrum lögum m.a. eigið lag „ í Asbyrgi „ sem Þorgrímur Björnsson formaður H.F.Þ. samdi textann við. Að sögn heimildamanns var ferðin einkar skemmtileg og gerði kórinn mikla lukku. Aðal- steinn lék einnig fyrir dansi við nokkur tækifæri. A mynd- inni standa þeir fremstir með kórfélögunum, Aðalsteinn Is- fjörð og Þorgrímur Björnsson, á hlaði vínbóndans. H.H. 11

x

Harmoníkan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.