Harmonikublaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 5

Harmonikublaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 5
HARMONIKUBLAÐIÐ Fróðleikur 2002 og 2003 var sá háttur hafður á að Iagahöfundar sáu um að kynna og flytja eigin lög þar sem árshátíðargestir völdu lag kvöldsins. Árið 2002 var lag Aðal- steins ísfjörð "Hopp og hí" hlutskarpast og árið 2003 lagið "Lögurinn" eftir Thor- vald Gjerde. Eins og áður kom fram var haldin laga- keppni í tengslum við landsmótið '93 þar sem 11 lög kepptu frá jafnmörgum félög- um. Keppt var í tveimur flokkum. í flokki leikinna laga kepptu 7 lög og vann lag FHUR "Flökkustelpan" eftir Garðar 01- geirsson íþessum flokki, í flokki spilaðra og sunginna laga kepptu 4 lög og þar varð hlutskarpast lag HFÞ “Æskuást" eftir Aðalstein ísfjörð við texta Þórgríms Björnssonar Á vordögum '90 og '92 voru teknir upp nokkrir “Saumastofudansleikir" þar sem félagar úr HFH sáu um spilamennskuna, voru þeir á vegum Hermanns Ragnars Stefánssonar fyrir Ríkisútvarpið. Eins og áður kom fram er árshátíð fastur liður í starfsemi félagsins. Fyrsta árshátíðin var haldin í samvinnu við Danshópinn Fiðrildin. Árin '90-'93 var hún haldin í samvinnu við Karlakór Fljótsdalshéraðs og ein árshátíð í sam- vinnu við Egilsstaðabæ í tilefni 50 ára af- mælis staðarins. Vel hefur verið vandað til þessara samkoma og hafa flestir bestu harmonikuleikarar landsins verið heið- ursgestir við þau tækifæri. Ágústdansleikirnir eru fastir liðir í starfsemi félagsins og hafa þeir verið mjög vel sóttir. Félagar í Harmonikufélagi Þingeyinga hafa verið mjög duglegir að heimsækja félagið af þessu tilefni og tek- ið þátt í spiiamennskunni á dansleikjun- um á móti heimamönnum, einnig hafa félagar í Félagi harmonikuunnenda við Eyjafjörð mætt á ágústdansleiki hjá HFH. Síðustu 3 árin hefur félagið verið með útileguhátíð í Svartaskógi um verslunar- mannahelgina. í júní '91 komu í heimsókn til félagsins 4 sænskir harmonikuleikarar undir leið- sögn Eyþórs Stefánssonar læknis í Gautaborg. Þessi atburður varð eflaust til þess að Eyþóri var falið að útvega gesta- spilara á landsmótið á Egilsstöðum '93. Þá komu tveir ungir piltar, þeir Tatu Kantomaa frá Finnlandi og Daníel ísaks- son frá Svíþjóð og léku fyrir landsmóts- gesti af slíkri snilld að eftir var tekið. Er ekki að efa að þau kynni sem HFH hafði af Tatu þá urðu til þess að hann var feng- inn til að koma til Egilsstaða í ársbyrjun '95 til að veita félögum í HFH tilsögn í harmonikuleik. Kom hann beint á þorra- blót á Egilsstöðum, sem þar var um kvöldið og lék þar með Hreini Halldórs- syni áður en dagskráin hófst. Hrifningin var slík að stöðva varð leik kappanna svo dagskráin gæti hafist. Félagið stóð fyrir tónleikum með Tatu í öllum landsfjórðungum, alls 17 tónleik- ar frá 11. febrúar til l.maí. Þeir fyrstu í Valaskjálf og þeir síðustu í Félagsheimili Kópavogs fyrir fullu húsi. Þeir tónleikar voru teknir upp á myndband. Að þessu loknu hvarf Tatu til síns heima. Þann 2. mars '96 kom hann aftur til félagsins og spilaði þá inn á geisladiskinn "Á taug- inni"sem kom út á því ári og var með lög- um eftir heimamenn og í framhaldinu var gefinn út geisladiskurinn "í skýjunum" með lögum úr fjórðu lagakeppninni. Hljómsveitin XD3 var fengin til að koma lögunum í flutningshæfan búning ásamt því að flytja þau. Tatu var fenginn til liðs við hljómsveitina þar sem hann var í að- alhlutverki við útsetningar og flutning. Á aðalfundi í maí 2001 var samþykkt að gera Tatu að heiðursfélaga í HFH. Þá má fullyrða að heimsókn Tatu á landsmótið og síðan til þeirra Héraðsbúa hafi verið mikill fengur fyrir harmonikulíf í landinu og hafa margir notið krafta hans síðan, hitt er svo ekki verra að hann hef- ur dvalið langdvölum á íslandi síðan og má segja að hann sé sestur hér að, minnsta kosti í bili. Tatu hefur fengist við kennslu og tekið þátt íýmsum menningarsamkomum t.d. í Þjóðleikhúsinu og leikið í hlómsveitinni Rússibönum svo fátt eitt sé talið. Hér hefur verið stiklað á stóru í starf- semi HFH þau tuttugu ár sem það hefur starfað og upplýsingar sóttar í rit HFH í tilefni 10 ára afmælis félagsins auk sam- antektar Guttorms og Hreins frá síðustu 10 árunum. Þessari samantekt lýkur svo með frásögn af 20 ára afmælisárshátíð- inni sem haldin var í Valaskjálf, Egils- stöðum þann 3. apríl síðastliðinn. Vona ég að ekki séu margar staðreyndavillur í þessari samantekt, ef svo er biðst ég fyr- irfram afsökunar á því. J.J. Tuttugu ára afmælisárshátíð Harmoníkufélags Héraðsbúa Þann 3.apríl var haldin árshátíð Harm- oníkufélags Héraðsbúa og jafnframt haldið upp á 20 ára afmæli félagsins sem var stofnað þann 30.mars 1984. Guttorm- ur Sigfússon formaður félagsins bauð gesti velkomna og fól síðan veislustjóra kvöldsins, Sigurði Eymundssyni gjald- kera félagsins, að stjórna samkomunni. Veislustjóri bauð gestum að gjöra svo vel að ganga að hlaðborði og fá sér á diskana af þeim kræsingum sem þar biðu og létu menn ekki segja sér það tvisvar. Nokkrir formenn harmonikufélaga auk landsambandsformanns voru mættir á staðinn, færðu þeir félaginu gjafir í tilefni tímamótanna og fylgdu þeim góðar óskir til framtíðar. Þá var komið að skemmti- dagskránni þar sem fyrst steig á svið Harmonikuhljómsveit Fellamanna skip- uð ungum nemendum Ármanns Einars- sonar og léku þeir tvö lög,"Whiter shade of tale" og "Libertango". Þá komu fjórir nemendur úr Brú- arásskóla, þau Helga Rún |óns- dóttir og Benedikt Guðgeirsson sem léku á harmonikur og tveir fiðluleikar- ar þau Kolbrún Gestsdóttir og Sig- ríður Auðna Guð- geirsdóttir, léku þau pólskan vals frá Varsjá, kennari þeirra er Suncana Maria Slamnig. Því næst komu þrír ungir nemendurThorvalds Gjerde frá Tónlistar- skóla Egilsstaða þau Steinunn Rut Frið- riksdóttir, sem lék á píanó og Freydís Æft fyrir átök kvöldsins. Einar Guðmundsson og Tatu Kantomaa.

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.