Harmonikublaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 9

Harmonikublaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 9
Utileguhelgi HUV í Fannahlíð verður haldin dagana 11.-13. júlí. Spilað, spjallað og dansað föstudag og laugardag. Upplýsingar: Geir í síma 4312140 og Jón Heiðar í síma 4312038 Harmonikukveðjur Harmonikuunnendur Vesturiandi Dustað afdansskónum Kominn er út á vegum Vindbelgjanna diskurinn "Dustað af dansskónum'' Diskurinn var tekinn upp síðastliðið haust og kom síðan út 12. janúar í vetur. Þeir sem leika eru harmonikuleikararnir Hilmar Hjartarson og Friðjón Hallgrímsson, sem leikurá þriggja raða díatóníska harmoniku. Með þeim leika þeir Magnús Rúnar Jónsson á gítar og Helgi E. Kristjánsson á bassa. Þeir Hilmar og Friðjón, sem fóru í alvöru að stilla saman strengi sína fyrir um tíu árum síðan, hafa undanfarin ár leikið á dansleikjum Félags harmonikuunnenda í Reykjavík og víðar. Meðal fimmtán laga frá sex þjóðlöndum, sem þeir félagar leika, má nefna Gammel dalavals eftir Carl Jularbo, Huggkubben, polka frá Norður Svíþjóð, Eyjuna hvítu eftir Svavar Benediktsson, skottísinn um Johan pá Snippen og Stjörnupolkann vinsæla frá Tékklandi. Hægt er að nálgast diskinn hjá þeim Hilmari og Friðjóni í símum 896 5440 og 821 8514.

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.