Harmonikublaðið - 01.05.2008, Síða 18

Harmonikublaðið - 01.05.2008, Síða 18
Tengdó og H.G. sextett með mér, þarna 8 úr kirkjukórnum. Jónas vildi hafa harmoníku með, þó hann væri að stjórna öllu batteríinu. Þetta gekk mjög vel. Eftir það fer ég með þetta að Laugum, ekki kerlingarnar, samt ekki nema eina, það var konan mín. Þetta var kirkjukór Hveragerðis og Kotstrandarsókna. Jónas var Hvergerðingur, ólst þarna upp þegar hann er að byrja á músíkinni. Þarna var hljómsveitin Lokkar, “lóka- Ihljómsveit”. Svo var alltaf verið að biðja þá að lækka, þá kom í ijós að þau hljóð- færin voru öll svona rammfölsk. Eg spil- aði þarna með Árna föður hennar Berg- þóru Árnadóttur, hann byrjaði snemma að spila á gítar dansmúsik, bara með vinnukonugripum þá og hann spilaði dá- lítið melódískt á bassastrengi og spilaði undir á efri strengjunum, sem var alveg Ijómandi gott hjá karlinum. Takmarkaðist með C dúr og a moll. Við spiluðum saman á þessu kvöldi og Gísli Bryngeirsson úr Vestmannaeyum með klarinett. Hann kom úr Eyjum til að spila þetta kvöld. Gísli var mjög seigur að spila í HG sext- ettinum. Eftir þetta fór ég svo að vera svona frít- ans, eins og þeir segja, spila hér og þar í allavega samkomum og hef haldið mig við það eftir að ég flutti norður, hérna með félaginu. En svo ætlaði ég að spila með stóru htjómsveitinni þeirra fyrir landsmótið en þá klikkaði á mér hand- leggurinn og ég nennti því ekki heldur, þetta var svo mikil yfirlega. En hvað karl- inn Roland Hvamm var þolinmóður, hann var skemmtilegur karl, þess vegna hefði ég viljað vera með. Þetta var of erfitt. Tveggja tíma æfing er of mikið, ég held ekki út nema korter. Síðan hef ég bara verið svona að spila með félagsstarfi eldri borgara á Akureyri, stundum tekið þátt í að spila með þeim í Hjálpræð- ishernum en kannski ekki nogu oft þeirra vegna. Hann er nú með þeim hann Ingi- mar Harðarson trommuleikari. Sonur hans, Siggi kafteinn, sem tók þátt í Xfak- tor, datt allt of snemma út. Hann var lang besti söngvarinn . Þú ferð til Akureyrar 2005? Já, var með fétaginu á Breiðumýri og svona en ekki á landsmóti. Þá skulum við venda okkur í annað. Hvað finnst þér um stöðu harmoníkunnar í dag? Mér finnst hún mjög góð, verst hvað við gömlu drögumst aftur úr miðað við þetta unga fólk. Við náum ekki í það eftir að það fór að læra. Ég vil gjarnan geta þess líka að ég var einu sinni að kenna á klassiskan gítar í Vestmannaeyjum og égvona að það hafi gefið einhvern áhuga, ég er núna að reyna að rifja upp gítarinn, en það er erf- itt, allt skrifað í Gdúr. Framförin hefur verið mikil hjá þeim ungu. Það er langt frá því að fjötdi manna séu nokkrir spilarar. Þar eru margir kall- aðiren fáir útvaldir. Er meiri hluti spilara fyrir ofan eða neðan getu ykkar Guttorms? Þeir eru fyrir neðan held ég, það er ákaf- lega mikið af lélegum spilurum. Þeir eru ekki einu sinni músíkalskir. Þá langar mig að spyrja um annað. Eru félögin og landssambandið að gera rétta hluti, hvað finnst þér um það? Sko, ég held nú að þetta hafi verið frekar jákvætt. Þau halda nú þessi landsmót og ef þau dyttu út þá væri þetta allt búið mikið til. Svo er það unglingalandsmótið? Ég lenti nú í að spila á því fyrsta í Eyja- firði, spilaði meðan þau fengu pizzu. Mér finnst þetta mjög gott, krakkarnir verða virkir þegar þau eru saman, ekki með gamlingjum. Eiga unglingalandsmótin aðveraá hverju ári eða annað hvert ár? Við skulum segja ekki meira en annað hvert ár. Til að halda þeim í gangi er gott að halda þessu lifandi og endirinn verður sá að þegar þau fara að troða upp koma betri einleikarar í heildina, heldur en í stóru félögunum, nema þeir sem eru sprenglærðir. Þeir sem eru lélegir hafa stundum verið dragbítar í klúbbunum á þá betri, ef að þarf að halda hinum niðri, þið þekkið þetta. Ýmislegt fleira bar á góma en spólan var á enda og spjalli því lokið. Ritstjóri þakkar Gísla fyrir komuna og skemmtilegt viðtal.

x

Harmonikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.