Harmonikublaðið - 01.09.2009, Side 5
Nú er lag í Árnesi
Félag harmonikuunnenda í Reykjavík hélt sitt
árlega mót „Nú er lag“, í Árnesi um Versl-
unarmannahelgina.
Harmonikumót er eins konar ættarmót,
allir eru skyldir, vita kannski ekki alveg
hvernig, en vita þó, að þeir eru af svokallaðri
harmonikuætt. Þeir fyrstu fóru að tínast að
á miðvikudeginum og stór hópur bættist við
daginn eftir. Það var því farið að þrengjast
um svefnstaði á föstudeginum, en þó aðal-
svæðið væri orðið þéttskipað, var nægilegt
pláss í mörgum botnlöngum og hliðar-
svæðum. Það er nú það skemmtilega við
þennan hóp, að ekki vilja allirvera f mesta
gauraganginum. Sumum nægir að heyra
óminn, en vilja þóvera fkallfæri ogalls staðar
eru hljóðfæri ogannað það sem þarf á harm-
onikumót. Upp úr miðjum degi á föstudaginn
fórað heyrast söngurogum kvöldmatarleytið
varfjöldasöngurorðinn verulega magnaður.
Veðrið var eins og verið hafði í júlí á Suð-
Vesturlandi, sól og blíða, með hressilegum
hitaskúrum. En bókstafstrúarharmonikuunn-
endur láta ekki þess háttar trufla sig.
Hið svokallaða húkkaraball hófst svo um
hálf ellefu leytið og þar steig fyrstur á svið
Dalagaflarinn Sveinn Sigurjónsson, ásamt
þeim Hreini Vilhjálmssyni frá Rauðá, Helga
Kristjánssyni af Selfossi að ógleymdum
Patreksfirðingnum Þóri Magnússyni, tromm-
ara númer eitt. Eftir þessa fyrstu hljóðprufu
komu þeir svilarnir ogVindbelgirnir, Hilmar
Hjartarson Strandamaður og Friðjón Hall-
grímsson, ættaður af Hellissandi. Þeim til
fulltingis voru áðurnefndur Helgi Kristjánsson
ogeyjapeyinn Magnús Rúnarjónsson. Húkk-
araballinu lauk með því að Sandarinn Þor-
steinn Þorsteinsson (Steini rakari) töfraði
fram danstóna tit tvö. Hreinn, Helgi og Þórir
stóðu vaktina áfram.
Laugardagurinn hófst með sól og blíðu.
Eftir staðgóðan morgunverð (egg og bacon
á betri bæjum) hófst markaður. Þar kenndi
margra grasa, harmonikur, diskar, vettlingar,
spilagrifflur, pottaleppar, svuntur, bollarog
glös og yfirleitt flest það sem harmonikuunn-
endur geta nýtt sér. Veðurguðirinir voru gam-
ansamir eftir hádegið og skvettu dágóðum
skúrum yfir söfnuðinn reglulega fram eftir
degi, en um fimm leytið fannst þeim nóg að
gert og létu ekki á sér kræla það sem eftir
lifði móts.
Hinn hefðbundni laugadagsdansleikur
hófst klukkan hálf tíu. Nú dugði ekki minna
en fyrrverandi formaður félagsins Gunnar
Kvaran, sem ásamt Reyni Jónassyni, fór létt
með að ná fólkinu út á dansgólfið. Hreinn,
Helgi og Þórir stóðu vaktina áfram. Þegar
Gunnar hafði lokið leik sínum kallaði hann
þá Hilmar Hjartarson og Þorstein Rúnar Þor-
steinsson á svið og veitti þeim viðurkenningu
Landssambandsins, fyrir blaðaútgáfustörf
þeirra f þágu harmonikustarfseminnar á
íslandi. Þar næst var komið að Hellishóla-
bóndanum Garðari Olgeirssyni að sýna getu
sína. Honum urðu ekki á nein mistök, frekar
en venjulega. Nær þrjú hundruð dansarar
staðfestu þaðafmiklum móðoghélduáfram
þegar Vindbelgirnir tóku við um hálf eitt
leytið. Þeir héldu síðan áfram þartilyfir lauk
á þriðja tímanum. Ekki má gleyma þrettán
ára upprennandi harmonikuleikara, Flemm-
ingViðari Valmundssyni, sem gerðist Vind-
belgur í eina klukkustund og steig þar með
sín fyrstu skref í dansspilamennsku, með
miklum ágætum. Hann átti eftir að leika sama
leikinn daginn eftir, með Sveini Sigurjóns-
syni. Sunnudagurinn rann upp í sól og góð-
viðri. Árbítur var innbyrtur og klukkan tvö
hófust tónleikar mótsins. í upphafi léku þeir
JónasÁsgeirÁsgeirsson og FlemmingViðar
Valmundsson dúetta af miklum glæsibrag.
Þá lék Jónas Ásgeir tvö lög í einleik, annað
hans eigin tónsmíð, sérlega gott lag, samið
af mikilli list og tilfinningu. Flemming Viðar
léksíðan önnurtvö lög. Þeir félagarnir höfðu
reyndar leikið sömu listirnar í Svartaskógi
deginum áður. Að þessu loknu var kennari
þeirra, Guðmundur Samúelsson, hylltur af
nær tvö hundruð tónleikagestum, sem nutu
þessara tónleika. Var nú komið að elsta
harmonikuleikara félagsins Braga Hlíðberg.
Honum brást ekki bogalistin, frekar en fyrri
daginn. Hann lauk tónleikunum með þeim
glæsibrag sem ætíð hefur einkennt þennan
meistara harmonikunnar. Fóru tónleikagestir
ánægðirafvettvangi ogsnéru sérað sögum,
söng og samspili, sem eru jú einkenni harm-
onikumótanna.
Að loknum kvöldmat hófst lokakafli þessa
harmonikumóts. Ingvar Hólmgeirsson var
mættur á svið klukkan hálf tíu og með honum
HalldórSvavarsson, Hreinn Vilhjálmsson og
Þórir Magnússon. Þessir þrír stóðu einnig
vaktina með Þorsteini Þorsteinssyni í næstu
syrpu og það gerðu þeir einnig með Sveini
Sigurjónssyni, sem lauk þessu harmonik-
umóti klukkan tvö. Var þá margur lærvöðvinn
farinn að emja, enda búið að beita þeim
félögum miskunnarlaust ítíu og hálfa klukku-
stund á þremur dögum.
Brottfarardagurinn rann upp heiður og
tær. Það var þvf ekki ástæða til að flýta sér
tiltakanlega, auk þess sem von var á mikilli
umferð á þjóðvegunum. Það dvöldu því
margir fram eftir degi í góðra vina hópi og
nokkrir fóru hvergi, en tóku sér eina aukanótt
íþessu fagra umhverfi, sem Gnúpverjahrepp-
urinn býður upp á.
Skemmtilegu harmonikumóti var lokið
með árangri, sem allir gátu verið sáttir við.
Friðjón Hallgrímsson
5