Harmonikublaðið - 01.09.2009, Síða 6

Harmonikublaðið - 01.09.2009, Síða 6
 ■ ■ * Hagstætt tonlistartilboð Bókin um Jón Kr. Ólafsson, Melódíur minninganna, ásamttveimur geisladiskum með söng hans, Haustlauf og Kvöldkyrrð, eru til sölu á kr. i.ooo stykkið, en kr. 2.500 fyrir bókina ásamt báðum diskunum. Pantanir hjá Jóni Kr. í símum 456 2150/847 2546. 7\ Harmonikan bjargar málum Sóknarkirkja gamla Klofningshrepps f Dalasýslu er f Dagverðarnesi. Sóknin er orðin fámenn eins og víðar úti á landi og nokkuð síðan hreppar í Dalasýslu samein- uðust í eina Dalabyggð. Nú er svo komið að sóknin telur aðeins tvö sóknarbörn. Hins vegar hefur sá siðurverið upp tekinn að messa í Dagverðarnesi einu sinni á ári og var þessi árlega messa núna 9. ágúst sl. Á messudegi fyllist þessi litla sveita- kirkja alltaf af fólki, þarna koma heima- menn og gamlir sveitungar og velunnarar kirkjunnar. Allir eru að sjálfsögðu vel- komnir og það er alltaf sól og bjart yfir kirkju og kirkjugestum þennan dag. í kirkjunni er ekkert hljóðfæri, hún er ekki hituð upp og þar er ekkert rafmagn. Þess vegna er tónlistarflutningur nokkuð frábrugðinn hefðbundnu messuformi. Þarna spilar organistinn á harmoniku og hefur sér til stuðnings tvo blásara á klarinett og saxófón. Þannig hefur þetta verið síðan farið var að messa aftur í Dag- verðarnesi og kirkjugestir eru mjög ánægðir með tónlistarflutninginn, það er enginn formlegur kirkjukór en allir við- staddir syngja með. IX 1 Spilað við messu (HalldórÞ. Þðrðarson á harmoniku, Sigrún Halldórsdóttir á klarinett og Ríkharður Jóhannsson á saxófón.) Það spillir svo ekki að á eftir messu er öllum kirkjugestum boðið til kaffiveislu að Ormsstöðum til Selmu sóknarnefndarfor- manns og þar eru veitingar ekki skornar við nögl. já, harmonikan er kostahljóðfæri og sómir sér alls staðar vel. SH Nokkrir kirkjugestir fyrir utan kirkjuna í Dagverðarnesi 6

x

Harmonikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.