Harmonikublaðið - 01.09.2009, Side 12

Harmonikublaðið - 01.09.2009, Side 12
íslenskir harmoniku (útrásar) víkingar á Gran Canaria Á sundlaugarbakkanum við Los Tilos fór veisla Kanaríflakkara fram, hún var auðvitað öll á léttu nótunum. Á myndinni eru harmonikuleikararnir í aftari röð frá vinstri, Sigurður Hannesson, jón IngiJúlíusson, Ingvar Hólmgeirsson og Hilmar Hjartarson. Þá Bergleif Gannt joensen fundarstjóri og Örn Guðjónsson veislustjóri. Framan við nikkarana sitja heiðurshjónin og gestgjafarnir Sigurborg jónsdóttir og Hreinn Þorvaldsson. Tilfjölda ára hafa íslendingartekið sérferð á hendur á veturna á suðlægar slóðir í hit- ann ogsólina. Kanaríeyjarhafa þóttáhuga- verðar í meira lagi, þá ekki síst Gran Canaria, Enska ströndin (Playa de Inglis). Með slíkum ferðum stytta menn veturinn, og undanfarin ár hafa u.þ.b. 4 - 5000 íslendingar verið á þessum slóðum í hverjum mánuði frá ára- mótum fram í apríl. En eftir að kreppan skall á í október 2008 breyttist allt, þannig að innan við helmingur fyrrnefnds fjölda skreppur nú þarna suðureftir í mislangan tíma. Við vitum þaðöllfdagað margireiga í efnahagsvanda eða eru sokknir upp fyrir höfuð f misdjúpum skuldafenum, því miður. Á þessum vanda á almenningur ekki sök, heldur andvaralaus stjórnvöld og bandóðir ráðamenn bankanna. Því skulum við ekki gleyma! En snúum okkur að aðal efninu sem ég hafði hugsað mér að koma á blað. Færst hefur í aukana að þeir harmoniku- leikarar sem ferðast þarna suðureftir taki með sér hljóðfærið, sem sagt harmonikuna. í umræddri ferð sem þessi pistill tilheyrir voru íþað minnsta 6 harmonikuleikarar hér- lendir. Eins og við öll vitum erum við íslend- ingar ánægðir með að hitta landa okkar ytra, fá fréttir að heiman eða af ættingjum og vinum. Ef einhver á afmæli eða er að stofna til gleðskapar er gott að geta slegið á þráðinn þarna suðurfrá tilað panta harm- onikuleikara til að taka nokkur lög eða leika undirsöngafslíku tilefni. Fyrstan skalnefna, inni í þessari mynd okkar, hinn vinsæla Örvar Kristjánsson sem unnið hefur til fjölda ára á Kanaríeyjum helming ársins sem harmonikuleikari, lengst af á Klörubar í Yumbo Center, á Ensku ströndinni. Að honum hefur maður getað gengið vísum. Örvar hætti í tvö eða þrjú tímabil á Klö- rubaren réði sigá norskan veitingastað að nafni Trollstuga sem staðsettur er ekki langt frá þeim fyrrnefnda. Þar söng og spilaði Örvar við mildar vinsældir sem og hjá Klöru, enda á hann einkar iétt með að gleðja fólk hvaðan sem það er. En nú er kappinn aftur á Klörubar. í umræddri ferð tilheyrðu margir félags- skap er kallar sig Kanaríflakkara og einn eftirmiðdag bauð formaður félagsins Sig- urborgJónsdóttir ásamt manni sínum Hreini Þorvaldssyni fjölda manns til vinafundar við veitingastaðinn í garðinum á Los Tilos. Meðal gestanna sem voru í kringum 30, voru 4 harmonikuleikararmeð nikkurogeinn án hljóðfæris. Boðið varuppá léttar veitingar. Harmonikuleikarinn sem ekki var með hljóð- færið sitt var Ásvaldur Guðmundsson frá Núpi í Dýrafirði, hinir voru Sigurður Hann- esson, Jón Ingi Júlíusson, Ingvar Hólmgeirs- 12 son og Hilmar Hjartarson. Ekkert vantaði uppá stemninguna, það var sungið og dansað, einleikur, dúettar og samspil ásamt nokkrum sögukornum og hvaðeina annað sem myndar mannlega gleði og vinskap. Enginn var ívafa um að hittast aftur á sama tfma að ári. En utan við gleði og gaman, gerast Ifka annarskonar hlutir þarna suðurfrá og eins gott er að vera á varðbergi gagnvart óprúttnu fólki. Komið hefur í Ijós að ekki er öllum leigubílstjórum treystandi aðvirðist. Ég sem skrifa þessa grein pantaði leigubíl til að koma mér, konunni og harmonikunni til staðar sem átti að spila á um kvöldið, harm- onikan var í farangursgeymslunni. Um leið og við stigum út úr bflnum brunaði bíllinn af stað. Svo lánlega vildi til að þegar bíl- stjórinn ætlaði að bruna inn í umferðina á götunni, ók bíll fyrir hann svo hann varð að stöðva með látum. Égsem hafði straxtekið til fótanna á eftir bflnum og örugglega náð nýju íslensku hlaupameti, náði að berja í afturenda bflsins og opna skottlokið til að hrifsa hljóðfærið með mér. Fátt var um svör og bíllinn reykspólaði af stað á ný. Þessi reynsla er nokkuð sem vert er að hafa í huga gagnvart þessu sem og ýmsu öðru, fara til dæmisekki útúrbílnum nema annaraðilinn sé inni meðan varningurinn er sóttur eða sitja með hlutnum afturí ef maður er einn. Þá er rétt að minna á að þegar maður tekur harmoniku með í flug, er ekkert vit í öðru en taka hljóðfærið með inn í vélina því venjuleg harmonika passar f skápinn ofan við sæti manns ef hún er í mjúkri burðar- tösku. Ekki er hættandi á að láta slíkan farangur í kjallara vélarinnar, þar er öllu þjösnað og grýtt til og frá ásamt að þar er fimbulkuldi. Árið áður eða 2008 vorum við líka á Kan- arí, þá hittum við þar okkar góða íslandsvin ogfélaga harmonikuleikarann sænska Lars Ek og konu hans Ann-Marie, hittum þau tvisvar og fórum saman út að borða. Hann er alltaf sami hugsjónamaðurinn hvað varðar framtíð harmonikunnar og samvinnu milli landa. Hann sagði t.d. frá því að eitthvert harm- onikusamband eða fulltrúi þess í Ástralíu hefði haft samband við sig uppá að halda tónleika víða um Ástralíu. Lars gerði sér mildar vonir með þessa ferð til þessa fram- andi lands, taldi að þar gætu leynst mörg áh ugaverð tækifæri. Af þessari ferð varð þó ekki, einhvers ósamræmis gætti milli sam- bandsins f Ástralíu og milligöngumannsins, hann virtist hafa tekið ákvörðun sem stóðst ekki gagnvart sambandinu. Aftur á móti var Lars boðið til Skotlands til tónleikahalds þarsem hann gerði mikla lukku fyrirtroð- fullu húsi. En afturtil Kanarí, heimferð daginn eftir. Égogfélagi minn Jón Ingi ákváðum að enda þessa ferð með smá spiliríi eftir að rökkva tók, á bar sem íslendingar sækja mikið og heitirManna Bar. Kanarísk fjölskylda rekur barinn og kann vel að meta káta íslendinga. Skemmtilegu kvöldi laukmeð söngoggleði og óskum samlanda okkar um góða heim- ferð. Vissulega er alltaf gott að koma heim á ný og nú var daginn tekinn að lengja og vor í nánd. Hilmar Hjartarson

x

Harmonikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.