Harmonikublaðið - 01.09.2009, Side 14
Frá Harmonikufélagi Héraðsbúa
Dansgólfið í Brúarðsi
Sumarhátíd Harmonikufélags
Héraðsbúa og Hótels Svartaskógs
var haldin að venju um verslunar-
mannahelgina. Dansleikir voru
haldnir ííþróttahúsinu við Brúa-
rásskóla, sem býður upp á 350
fermetra dansgólf, bæði áföstu-
dags-, og laugardagskvöld og
skemmtidagskrá frá 14 til 17 á
laugardaginn. Tjald- og húsbfla-
stæði voru við Hótel Svartaskóg
og þaðan gekk rúta á samkomu-
stað. Á dansleikjum spiluðu
félagar HFH ásamt gestum. Að
þessu sinni gekk skemmtidagskráin að
mestu út á harmonikuleik og komu þar
fram heimamennirnirGuttormurSigfússon,
Sigurður Eymundsson og Páll Sigfússon.
Einnig kom Aðalsteinn ísfjörð og lék eigin
lög en sérstakir gestir okkar voru ungu
mennirnir Jónas Ásgeirsson og
FlemmingValmundsson sem fóru
á kostum svo ekki sé meira sagt.
Einnig mætti til leiks hinn frábæri
sögumaður Sigfús Vilhjálmsson
frá Brekku í Mjóafirði og skemmti
fólki með sögum úrsinni sveitog
víðar. Að venju var boðið upp á
kvöldverðarhlaðborð í Hótel
Svartaskógi og var uppselt og
komust færri að en vildu. Harm-
onikufélag Héraðsbúa vill þakka
öllum sem með ýmsu móti gerðu
okkur kleyft að halda þessa hátfð
ogöllum gestum fyrir komuna og bjóðum
alla velkomna til okkar að ári
' L' » ' l m M
10 é' ■ J 31 Mjf i T* W7Au ^ Í n
Frá vinstri Þórarinn Rögnvaldsson bassi, Andrés Einarsson gítar,
lón Sigfússon harmonika, Gylfi Björnsson harmonika, lónas þór hljómborð
og Páimi Stefánsson trommur
Fiemming ogjónas ðnægðir eftirfrábæra spilamennsku.
Myndir: Lára lónsdóttir
Fjölskyldumót í Húnaveri
Dagana 19.-21. júní héldu H.U.H.og F.H.S
harmonikumót í Húnaveri í 11. sinn. Það er
alltaf fyrsta mót sumarsins hjá „harmoniku-
fjölskyldunni" ogallir glaðir að sjást nú enn
og aftur. Fyrstu gestir koma á fimmtudag og
fjöldi á föstudag. Og svo er ball um
kvöldið.
Álaugardag, efgotterveður„sem oftast
er“ fara að heyrast nikkutónar um túnið fyrir
hádegi.
Þá er líka sölusýning á harmonikum sem
EinarGuðmundsson sérum ogeinnigerþar
mikið úrval af geisladiskum til sölu. Tón-
leikar eru kl. 14.00 þar sem ýmislegt er í
boði t.d. nemendur f harmonikuleik, fiðlu-
leikur með nikkuundirleik og fleira.
Kaffihlaðborð sjá kvenfélagskonur úr
sveitinni um með mikilli prýði.
Um kl. 17.30 er svo kveikt upp í tveimur
stórum tunnugrillum og þar geta þeir sem
vilja grillað sitt kjöt og borðað inni íhúsinu
ef vilja. Klukkan 22.00 hefst svo seinna
ballið og stendur það til kl. 02.00. Hljóm-
sveitirúrfélögunum oggestaspilararskipta
með sér tímanum. í lokin eru allir sælir og
sveittir eftir dansinn.
Sunnudagurinn fer íað hvíla sig, kveðja
vinina og koma sér heim.
Mæta svo á næstu hátíð.
Kveðja, Ingibjörg Kristjáns.
Harmonikuviðgerðir
Tek að mér viðgerðir á harmonikum
Gunnar Kvaran sími: 824-7610
14