Harmonikublaðið - 01.09.2009, Síða 16

Harmonikublaðið - 01.09.2009, Síða 16
Húsnædið í litlu íbúdinni ernýtttil hins ítrasta. Þetta varádur eldhús, eins og sjá má. farið. Ef til vill er þetta einstakt fyrirbæri og mér finnst það bara allt í lagi. Ég eignaðist þetta húsnæði, neðri hæðina, haustið 1997, en ég bý á efri hæðinni. Fyrst leigði ég það út f nokkra mánuði en sá að það gekk ekki vel og settist þá niður og spurði sjálfan mig: „Hvað nú?“ Og niðurstaðan varð sú að ég ákvað að koma upp vísi að safni og nota til þess það sem ella myndi glatast eða liggja í skúffum eða skápum. Það var svo sem eitt- hvað dót til hjá mér sem ég hafði safnað en það var ekki mikið. Ég stóð upp til axla í þessu veseni næstu árin og safnið var opnað 17. júní árið 2000. Sem betur fer naut ég mikillar velvildar vfða og svo var ég alltaf með menn á útkikki fyrir mig. Ég vil nefna Oddgeir Eysteinsson úr Eyjum sem hefur verið mjög duglegur að hjálpa mér, m.a. um ramma og rammaefni og ýmsa muni. Hannes Pálsson Ijósmyndari hefur rammað mikið inn fyrir safnið, Pétur Simonsen sömuleiðis. Þá hafa Ríkharður Hördal for- vörður og Hilmar Einarsson bókbindari verið mér sérlega hjálplegir og hjá þeim hef ég fengið rammaefni sem ég gat svo látið sníða upp á nýtt. Það hafa mjög margir komið að því að leggja þessu lið þó ég geti ekki nefnt þá alla hér en þeim eru öllum færðar þakkir mínar. Aðsóknin að safninu var frekar lítil fyrsta sumarið en hefur svo hægt og sígandi verið að aukast. Það er ekki síst fyrir orð þeirra sem komið hafa og segja öðrum frá. í sumar hefur þetta þó verið miklu meira en nokkru sinni. Vestfirðir virðast allt f einu hafa kom- ist á kortið og var nú kominn tími til. Straumurferðamanna hefurverið stöðugur hingað í sumar og mjög margir komið við hérna hjá mér. Þú sagdir ádan að þetta safn væri líkleg einstaktað gerð. Hvernig myndirðu lýsa því fyrir lesendum Harmonikublaðsins? Hvað erhérað finna? Það er nú erfitt í stuttu máli. Það má segja að safnið fjalli mest um tímabilið frá sjötta til áttunda áratugar síðustu aldar. Hér eru myndir úr tónlistarlífinu á íslandi, klæðnaður og hlutir frá þekktu tónlistar- fólki, plötur, persónulegir munir, auglýs- ingaplaköt og ótalmargt fteira. Sögubrot í formi mynda, muna og tónlistar. Auðvitað er best að mæta á staðinn og sjá þetta með eigin augum. Frásagniraf þessu verða frekar daufar miðað við það að ganga um þessi herbergi og sjá samspil hlutanna þar. Þetta viðtal er tekið fyrir Harmoniku- blaðið. Hefurþú starfað með mörgum harm- onikuleikurum íáranna rás? Ég held að sé óhætt að segja það. í fyrstu hljómsveitinnni sem ég söng með spilaði Hreiðar Jónsson á harmoniku og það var jafnframt aðalhljóðfærið. Ástvaldur Jóns- son, sem var mikil driffjöður í hljómsveitinni Facon, hóf tónlistarferil sinn með því að spila á harmoniku og ég söng mikið með honum, en flest hljóðfæri léku í höndum hans auk harmonikunnar. Þessir heiðurs- menn eru nú báðir látnir, blessuð sé minn- ingþeirra. Éghefoftsungiðvið harmoniku- undirleik greinarhöfundar, Péturs Bjarnasonar. Ekki má gleyma Jóni Sigurðs- syni bankamanni ogtextahöfundi. Hann lék listavel á harmoniku og ég söng mjög oft með honum. Vigdís Finnbogadóttir, þá forseti landsins, mætir hér ífimmtugsafmæli jóns Kr. Þá söng ég á böllum sem Bjarni á Geysi stóð fyrir með ýmsum hljóðfæraleikurum m.a. Gretti Björnssyni heitnum. Hann lék líka með á plötu sem við Þuríður Sigurð- ardóttir sungum inn á fyrir Bjarna og hét Liðnarstundir. Það mætti nefna fjölmarga aðra, en harmonikan á sinn sessítónlistar- sögu okkar íslendinga og var víða eina hljóðfærið sem var tiltækt fyrir dans- músik. Afturað Melódíum minninganna. Hvernig heldurðu að næstu ár verði? Hvaða óskir áttu helstar um þróun safnsins? Ég hefði gjarnan viljað fá að klára þessa hugmynd, koma þessu í viðun- andi horf. Þetta húsnæði er á margan hátt hentugt. Margir verða forviða þegar þeir fara úr einu herbergi í annað í stað þess að koma í einhvern sýningarsal og það gefur þessu sjarma sem ég vil ekki missa. Vöntun á geymslurými er hinsvegarorðið mikið vandamál. Eitt herbergið er fullt af dóti sem þyrfti að fá inni annars staðar svo hægt væri að bæta þessu herbergi við safnið. Ég hef leitað eftir stuðningi hjá bæj- arstjórn Vesturbyggðar og skrifað þeim margoft, síðast í maí, en ég hef engin svör fengið, hvorki af né á. Mérfyndist betra að fá svör á hvorn veginn sem þau væru. Það er vont að vera ekki virtur viðlits. Nú ert þú kominn á virðulegan aldur og verðurekki eilífur frekar en við hinir. Pers- óna þín og safnið mynda heild sem hvort styður annað. Verður þetta safn nokkurn tíma samtán þín? Éghefði helst viljað sjá það íþessu húsi áfram ogeftilvillmun þaðtengjastmérþó ég hverfi. Ég fer nú ekki fram á að inni- skórnir mínirverði við rúmstokkinn, en samt þætti mér gott að sem minnstar breyt- ingar yrðu hér innanhúss. Auðvitað breyt- ast allir hlutir þegar persónur hverfa af vettvangi, en við því verður ekki gert. Við gætum svo sem vel þegið það að Davíð Stefánsson kæmi til dyra í Davíðshúsi og færi e.t.v. með lítið Ijóð fyrir gesti, en þannig er það ekki. Ég trúi því samt sem áður að safnið geti staðið undir sér áfram á eigin forsendum þó mín njóti ekki við. Ef það gæti orðið þá finnst mér ég ekki hafa erfiðað til einskis. Ágústhúmið hefur lagst yfir garð söngv- arans þegar ég kveð. í stað hefðbundins limgerðis rammar ilmandi kerfitl inn gang- stéttina meðfram húsinu. Ásamt nokkrum stórum og fallegum trjám eiga hvönn og fleiri rammíslenskar plöntur skjól í garði Jóns Kr. í bland við skúlptúra og útilistaverk sem hann hefur sett þar upp. Söngvarinn og listamaðurinn Jón Kr. Ólafsson og safnið Melódíurminninganna, setur vissulega svip sinn á Bíldudal og verður minnisstæður ferðamanninum sem leggur leið sína á þessar slóðir. En það má taka undir með Jóni sjálfum og segja: „Sjón er sögu ríkari". Til að upplifa safnið þarf að mæta á stað- inn. Pétur Bjarnason 16

x

Harmonikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.