Harmonikublaðið - 01.09.2009, Side 17

Harmonikublaðið - 01.09.2009, Side 17
Harmonikan einasta yndid mitt er... Mig langar að skrifa fáein orð um harm- onikuleikara, sem voru nafnkunnir hér á landi þegar þegar ég var barn og unglingur. Algengt var að þeir væru kenndir búsetu, vinnustað, iðn eða jafnvel harmonikuteg- und. Dæmi: Ólafur Pétursson alltaf kallaður Óli Scandali sem oft misskildist og varð f munni fólks Óli skandali. Hann var í áratugi einn besti harmonikuleikari landsins, en sorgleg veikindi ollu því að ferillinn varð skammur. Einn var Eiríkur á Bóli hótelhald- ari í Hveragerði sem að auki rak ferðabíó um Suðurland. Hann var blindur en lét það ekki hefta sig frá tónleikaferðum með Ein- ari Sigvaldasyni víða um land. Enn er þekkt laghans Ljósbrá. Égnefndi EinarSigvalda- son, hann gat sér orðspor sem mjög flinkur spilari. Einar dvaldist um skeið f Danmörku og naut þar vinsælda. Mjög varð fræg auglýsing í útvarpinu þau árin sem ekki mátti nefna dans að segja: Skemmtun í félagsheimilinu laugardagskvöld, Einarog Eiríkur leika! Heimkoma Einars frá Dan- mörku varð með nokkuð sérstæðum hætti og voru sögur á kreiki að nasistar í Dan- mörku hefðu séð honum fyrirfari tilíslands með kafbáti, en hann svo sagt skilið við sitt ætlaða hlutverkogfarið að læra pípu- lagnir! Pá er komið að Jóni í Kleinukoti, hann var Ólafsson og bjó í lágreistu húsi á horni Rauðarárstígs og Brautarholts. Jón var bak- ari að iðn en jók sér líkast til tekjur með kleinubakstri. Þá er að minnast á töluvert vel metinn spilara, hann var kenndur við ættaróðal sitt og kallaður Halldór frá Kára- stöðum. Ekki man égtil þess að hafa heyrt Halldór spila, en hann var rómaður spilari, þótti hafa góða hljóma. Hann starfaði sem leigubifreiðarstjóri í Reykjavík. Og þeirvoru fleiri bílstjórarnir sem tóku í nikkuna, Stefán Þorleifssonvarvelmetinn dansspil- ari, lék líka á saxofón. Hann gat svingað sem varvinsælt. Ekki má gleyma Valdimar Auðunssyni frá Dalsseli. Valdimartókþátt í starfi Harmonikufélags Rangæinga og auk þess þekktur fyrir lög sín. Og einn til, Gústi í Frón, sem nú er nýlátinn, lék á dansleikjum um áratugi. Þá er komið að nokkrum sem ég kynntist. Einn þeirra var Níels Sveinsson, ég vann um tíma undir hans stjórn á Skoda verkstæðinu. Hann var líkt og Halldór mikill hljómaspilari; sá besti á íslandi sagði Kalli Jónatans mér. Hafsteinn Ótafsson vann aftur við sækja fé í mjólkurbúðirnar og koma því í Mjólkurstöðina. Hann varð félagi í FHU og kom fram í þætti í útvarpinu. Haf- steinn varð heilsulaus skömmu síðar og lést. Röðin er komin að Stefáni Lyngdal sem flestir kölluðu Stebba í Rín. Hann átti ograkþá glæsilegustu harmonikuverslun sem á íslandi hefur verið. Hún var á Njáls- götu 23 þar sem nú er sjoppa, inn um versl- unargluggana gat að líta dásamlega sjón; altar hillur fullar af harmonikum stórum og smáum í fjölda lita. Ég hef verið sjö ára þegar ég sá dýrðina fyrsta sinni og gleymi því aldrei. Það tiðu samt meira en tíu ár þar til ég sá Stefán sjálfan. Hann hafði verið vinsæll harmonikuleikari og gleðimaður, fjarskalega myndarlegur og góðlegur maður. Önnur harmonikusala var á Mána- götunni inníNorðurmýri, þarvareinniggert við hljóðfærin og ein og ein nikka til sölu. Jóhannes Garðar Jóhannesson hét hann sem þarna rak sitt verkstæði. Hann var á þessum árum einn besti harmonikuleikari landsins og sérlega fær í hraðari lögum sem fáir gátu spilað þá, t.a.m. eftir Ragnar Sundquist, Otthar Akre o.fl. Jóhannes hafði látið af spilamennsku í allmörg ár, en átti síðar eftir að leika með hljómsveitum f Þórskaffi í mörg ár. Hann seldi svo Guðna S. Guðnasyni snjöllum harmonikuleikara verkstæði sitt. Guðni hóf samstundis að selja Excelsior og síðar aðrar tegundir. Verkstæði hansvarð samkomustaðurfjötda spilara, jafnframt því lék Guðni í dans- hljómsveitum. Þá bætti hann við sig píanói og flyglum sem hann gerði upp og stillti. Hjá Guðna hitti maður marga þá sem mest og best spiluðu á gömlu dönsunum m.a. Garðar Jóhannesson, son Jóhannesar G. og Rút Hannesson. Ótalinn er Guðjón Matthíasson nemandi Guðna og þá sú stjarna sem hæst bará himni gömlu dans- anna, auk margra ptatna sem hann gaf út með leiksínum ogsöngásamtsyni sínum Sverri. Það var á þessum árum sem orðstír Þórskaffi reis hæst. Þarvoru gömlu dans- arnir stignir um hverja helgi við undirleik bestu hljómsveitanna, aðsókn svo mikil að ævinlega var biðröð langt út á götu. Jóhannes og Garðar voru fljótlega tilkvaddir og svo bættist Guðmundur Hansen við, Færeyingur sem ég held að hafi flust til íslands sem sérfræðingur íflóknum rafbún- aði. Hann setti upp röntgentæki á spítölum og annan viðlíka búnað, þar fyrir utan var hann snjall harmonikuleikari. Eftir þessum heiðursmönnum tóksvo við, nú nýlega lát- inn, Ásgeir Sverrisson ásamt konu sinni „Siggu Maggf” ogvoru þau sómi hússins í mörg ár. Einstaka harmonikuleikari varð miklu þekktari fyrir annað en spilið, þannig var það með Jón Sigurðsson „Jón í bankanum” hann varð fyrst og fremst þekktur af textum sfnum og lögum s.s. Komdu í kvöld eða Einsi kaldi úr Eyjunum auk óteljandi texta við þekktustu dægurlög íslensk. Svo urðu þrír enn þekktari fyrir lög sín, en leik. Hús- gagnasmiðurinn Ágúst Pétursson sem samdi Æskuminningu og Harpan ómar, en varlíka stórgóður spilari. Hann léká plötum FHUR. Líkt var með Valdimar Auðunsson, Valda frá Dalsseli sem í lagakeppnum átti mörg vinsæl lög. Hann var leigubifreiðar- stjóri í Reykjavík. Svavar „klæðskeri” hét hann maðurinn sem samdi Það gefur á bát- inn við Grænland, lag sem lifir meðan þetta land byggist. Höfundur Ijóðsins var að því ég best veit mágur Svavars, Kristján frá Djúpalæk. En þar að auki var Svavar afar vinsæll veisluspilari. Þegar ég var byrja að gaula á nikku varð mér gengið til hans með frænda Svavars til að biðja um tilsögn. Svavar kvað það ekki á sínu færi, en sagð- ist skyldu segja mér ef ég lygi á nikkuna! Hann spilaði svo fyrir mig Kvöld í Atlavik og það er ennþá í uppáhaldi hjá mér. Suma menn man ég líka fyrir það sem því miður hefurekki varðveist en var að mínum dómi af bestu og listrænustu gerð, vil ég nefna Magnús Randrup „Magga Rand” málara, sem mér fannst hafa einhverja töfra spil- arans; allir dönsuðu með þó lögin væru flest gjörsamlega óþekkt hér. Sjátfur á ég svo minningar um fáeina spilara af eldri kynslóð sem með spili sínu að minnsta kosti glöddu og skemmtu sínu samtíðar- fólki. Guðni Sigurbjarnarson „Guðni í steypiríinu” hét einn hann var málmsteyp- umeistari, líka kallaður Guðni í Hamri. Hann var umtalaður spilari þegar ég var ungur. Um tvítugt spilaði ég tvívegis með honum, þekkti þó ekkert af þeim lögum sem hann spilaði af mikilli taktfestu. Jóhannes Jensson „Jói Jens” var bílaspraut- ari, ég vann með honum á bílaverkstæði Steindórs, þar má segja að ég hafi kynnst gamla harmonikuheiminum hérá íslandi. Árin á milli stríða þróaðist knæpumenning í Reykjavík. Erlendir sjómenn voru hér oft hundruðum saman og sátu við drykkju á kaffihúsunum. Þau helstu voru í miðbænum þar voru harmonikuleikarar bæði kvöld og daga. Jói Jens spilaði á sumum þessara staða t.a.m. Fjallkonunni, sömuleiðis Sel- tjarnarness dönsunum sem frægir voru. Á þessum árum þ.e. 1930-40 þróaðist sér- stakur stíll einskonar mars foxtrott, ætli þetta sé ekki það sem Ómar Ragnarsson kallar dratthalaskottís! Högni Jónsson 17

x

Harmonikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.