Harmonikublaðið - 01.12.2011, Page 11

Harmonikublaðið - 01.12.2011, Page 11
Harmonikukvintett Reykjavíkur Laugardaginn 19. nóvemberfórégdagavillt, ekki í fyrsta skipti og var svo óheppinn að missa af tónleikum Harmonikukvintetts Reykjavíkur í Gudrídarkirkju. Ég vissi að mikið hefði verið æft og hugur í harmon- ikuleikurum. Heppnin var með mér því að daginn eftir riðu þau á vaðið og opnuðu sunnudagstónleikaröð f Hörpunni. Þegar ég rúlla upp stigann úr bílakjallar- anum ferað heyrast guðdómlegurómuraf astralplaninu. Bach! Já örugglega Bach. Hann virðist alltaf vera í beinu sambandi við almættið. Mér verður hugsað um tikkið í klukkunni hjá Laxness: „eilífð, eilífð, eilffð“. Harmonikukvintettinn var kominn í gang og búinn að stilla sér upp með gler- hjúpinn sem bakgrunn. Nýju Ballone Burini harmonikurnar hafa mjög vftt tónsvið og nutu sín vel f hljómmikilli Hörpunni. Ég er handviss um að Guðmundur Samú- elsson er að gera góða hluti enda maðurinn séní og kvintettinn kominn til þess að vera. Þau eru með metnaðarfullt prógram. Bach, Gershwin, Rossini, Bruzzese og Mayer svo eitthvað sé nefnt. Það er gaman heyra mjög svo ólfka stíla á sömu tónleikum og mögu- leikarnir eru miklir. Það heyrist straxað þau hafa spilað lengi saman, t.d. f Gershwin þar sem eru endalausar taktskiptingar með ólíkum blæbrigðum. Samspilið var mjög sannfærandi og þau voru með „grúvið“ alveg á tæru. Það kom mér á óvart hvað sólóistarnir eru orðnir liprir á hljóðfærin sín. Þau hafa náð ótrúlegum framförum og eru farin að spila af mikilli innlifun og öryggi. Það skín í gegn að það er leikgleðin sem er við völd í Harmonikukvintett Reykjavíkur. Til hamingju með vel heppnaða tónleika. Eyjólfur Bjarni Alfreðsson violuleikari Mikil tækni og samhæfing HARMONIKUKVINTETTINN í Reykjavík hélt tónleika í Hömrum á ísafirði laugardaginn 1. október. Stjórnandi erGuðmundurSamú- elsson. Kvintettinn erskipaðurnemendum Guðmundar úrTónlistarskóla Eddu Borgar og Tónlistarskóla Grafarvogs. Þau eru; Álfheiður Gló Einarsdóttir, Haukur Hlíðberg, Halldór Pétur Davíðsson, Flemming Viðar Valmundsson og Jónas ÁsgeirÁsgeirsson. Mikil eftirvænting var meðal tónleikagesta þegar ungu hljóðfæraleikararnir stigu á sviðið og stjórnandinn lyfti tónsprotanum og fyrsta verkið hljómaði en það var Sin- fonía í B-dúr eftir Johan Cristian Bach. Síðan var leikið L'ltalienne á Alger eftir Gioachino Rossini. Þriðja lagið fyrir hlé var Rhapsody in Blue eftir George Gershwin. Eftir hlé spilaði kvintettinn Pierre de Lune eftir Giltes Mayer. Þvf næst var Svfta fyrir harmonikukvintett eftir Angelo Bruzzese ogað lokum Chattanooga Choo Choo eftir Harry Warren. Kvintettinn þótti standa sig mjög vel og hlaut mikið lófaklapp að loknum tónleikunum. Dagskráin var vönduð og krefjandi og gaf þessu unga tónlistarfólki tækifæri til að sýna þá miklu tækni og sam- hæfingu sem þau hafa náð á hljóðfæri sfn. Að baki slíkum tónleikum liggur mikil vinna og er ástæða til að óska kvintettinum og stjórnanda hans til hamingu með þennan frábæra árangur. Það er okkur Vestfirð- ingum mikill heiður og ánægja að þetta listafólk lagði á sig langa ferð til að færa okkur þessa frábæru tónleika. Kærar þakkir, Messíana Marzellíusdóttir Og Ásgeir S. Sigurðs. Mynd: Fjölnir Baldursson Sendum öllum harmonikuunnendum og fjölskyldum þeirra okkar bestu ósk um farsæld á komandi ári. jóla með og Jónar Jl"l Transport Portfarma TVG-ZIMSEN 1« TOKAV 1 vii- r.1 vni > NOI SIRIUS If Rafal \ 11

x

Harmonikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.