Harmonikublaðið - 01.12.2011, Page 15
•" ~l
— '~jg
f ^ 'I '
...
stöðvum og You Tube að þjóðdansar og harmonikuleikur
eru látnir standa saman. Það er hugmynd sem er að hvarfla
í huga mér hvort ekki væri hægt að arga félögunum út í
þjóðdansa. Þá hefðu félögin meiri tilgang út í samfélagið.
Það er þjóðdansafélag á Akureyri.
I vinnustofunni er olíumálverk í vinnslu og inn-
rammaðar vatnslitamyndir eru upp um alla veggi.
Ég þarf að sýna 30. okt. segir Diddi. Þá er afmæli
Heilbrigðisstofnunarinnar, Hvamms og Heilsu-
gæslunnar. Ég á að spila þar á harmoniku líka.
Og Diddi grípur mynd af borði og réttir okkur.
Höfðingjar leysa gesti út með gjöfum.
Vinnustofan
Hólmfríður Bjartmarsdóttir og Sigurður Ólafsson
Égveit þú semur lög Diddi. Ætlar þú ekki að gefa út lögin tóku saman.
þín?
Það hefði enginn gaman afþeim.Jújú, égsem. Sérstaklega
þegar ég vakna upp á nóttunni eða er einn með sjálfum
mér einhvers staðar. En ég held því ekki saman. Hvenær
veit maður hvort maður er að semja nýtt lag, eða hvort
einhver hefur samið það áður. Sumir eru alltaf að semja
sama lagið. Ég er líka seinlæs á nótur. Ég átti ekki kost á
að læra þær sem barn. Núorðið er ég farinn að læra lög
eftirnótum, en spila þau svo eftireyranu. Annarserégað
æfa þetta hjá Árna Sigurbjarnarsyni tónlistarkennara
núna. En eigum við ekki að líta á vinnustofuna?
Diddi med viðurkenningu S.Í.H.U.
Diddi spilar afinnlifun
15