Harmonikublaðið - 01.12.2013, Síða 8

Harmonikublaðið - 01.12.2013, Síða 8
BRAGIHLIÐBERG NIRÆÐUR Nafnið Bragi Hlíðberg er svo vel þekkt meðal harmonikuunnenda um allt land og víðar að ég þori að fullyrða að þeir séu afar fáir, ef þá nokkrir sem ekki þekkja nafnið og bera virðingu fyrir manninum sem það ber. Tónlistarferil Braga þekkja líka flesrir og kannski óþarfi að fara mörgum orðum um hann í stuttri grein. Mig langar samt að stikla á nokkrum atriðum svona til gamans í hans ferilsskrá. Reyndar hef- ur í gegnum árin eftir útkomu blaðsins Harmo- nikan og svo síðar Harmonikublaðsins nokkrum sinnum verið fjallað um Braga. I fyrsta tölublaði fyrsta árgangs Harmonikunnar 1986 er viðtal við Braga og svo af og til í áranna rás hafa birst greinar um atburði tengdum honum. Fullu nafni heitir maðurinn Jón Bragi Hlíðberg. Hann er fæddur 26. nóvember 1923 á Braga- gömnni í Reykjavík, þar sem hann átti sína æsku. Eins og Bragi hefur sagt sjálfur frá byrjaði hann, 10 ára gamall, að fikta við hnappaharmoniku með norskum gripum, sem pabbi hans átti. Það verður því að teljast með hreinum ólíkindum eftir að hafa einungis verið tvo vetur í harmo- nikunámi að ganga sjálfur aðeins 14 ára gamall til fundar við Petersen bíóstjóra Gamla bíós í Reykjavík og óska eftir að fá húsið leigt til tón- leikahalds. Faðir Braga varð að ganga á fund bíóstjórans til að staðfesta að ekki væri um gabb að ræða. Kennari Braga var Sigurður Briem fiðluleikari, sem varla vissi hvað snéri upp eða hvað niður á harmoniku, en hann lék fyrir Braga þær æfingar og þau lög sem átti að skila hverju sinni. Umræddir tónleikarnir voru svo haldnir þann 8. september 1938 fyrir troðfullu Gamla bíói, sem síðar varð óperuhús okkar Islendinga og þóttu takast ákaflega vel. Meðal verka á efn- isskránni voru Hot Fingers eftir P. Frosini, Schottish Acropatic eftir O. E. Akre og Dixie Shake eftir P. Deiro svo einhver verk séu nefnd. Hann gekk til liðs við Félag harmonikuleikara í Reykjavík 1939. Félagið stóð fyrir keppni í harmonikuleik það ár og vann Bragi þar til 8 fyrstu verðlauna þá aðeins 15 ára gamall. Hann var sagður hafa verið fyrsmr til að leika klass- iskt lag á harmoniku hérlendis, aðeins 11 ára aríu úr Rigoletto. Var lárinn standa uppá flygli í Oddfellowhúsinu í Reykjavík svo áhorfendur sæju hann. Hvað annað en undrabarn var hægt að kalla þennan unga harmonikuleikara? Síðar gerðist það að Ríkisútvarpið stóð fyrir því að hlustendur veldu sinn uppáhalds hljóðfæra- leikara og vinsælasta útvarpsefnið, þar sem okk- ar maður krækti sér í titilinn, besti hljóðfæraleikari landsins. Þar var harmonikan kosin vinsælasta hljóðfærið. Bragi fór að spila við hin fjölbreyttustu tækifæri og á ýmsu gekk þessi fyrstu námsár. Hann byrjaði á nikku með norsku borði og er önnur fullkomnari var pönt- uð reyndist hún óvart með sænsku borði, þá þurfti að læra alla fingrasetningu upp á nýtt. A stríðsárunum skipti hann svo yfir í píanóborð sem hann hefur haldið sig við síðan. Eftir þenn- an skrautlega byrjunarferil og nám vestanhafs fer nafn Braga á flug með- al stjarnanna hér heima og hefúr trónað þar á toppn- um allt til þessa dags, í það minnsta hvað harmonik- una áhrærir. Það er ákaf- lega dýrmætt að hafa kynnst þessum hægláta listamanni og virðulega góðmenni Braga Hlíð- berg. Snilld hans er ekki ein- vörðungu fólgin í harm- onikuleiknum, því hann er líka sannkallaður þús- undþjalasmiður hvað fjöl- marga aðra verkþætti varðar. I umræðum er heldur ekki komið að tómum kofa. Hann kafar djúpt í umræðuefnið, hvort sem umræðan er jarðnesk eða utan henn- ar og æfinlega er mikið og safaríkt kjöt á bein- unum. Þá er enn ótalinn lagahöfundurinn Bragi Hlíðberg, hann hefur samið fjölda laga af mik- illi snilld sem heillað hafa landslýð til fjölda áratuga. Fjölmargar hljómplötur geyma sem betur fer snilld þessa manns sem ég vil meina að varðveiri kunnátm og túlkun sem seint verð- ur toppuð. Lagaval Braga er með ólíkindum fjölbreytt, þjóðlög, dægurlög, danslög og klass- ísk verk. Mig langar, með leyfi, að draga fram nokkur orð úr grein úr þriðja tölublaði annars árgangs Harmonikub/aðsins eftir Högna Jónsson í tilefni af áttræðisafmæli Braga. Þar segir Högni: Eghef oft spurt sjálfan mighvort Bragi Hlíðberg hefði ekki orðið heimfmgur harmon- ikuleikari hefði hann valið að búa i útlöndum. Salva- tore Gesualdo kvað uppúrmeðpað að Bragi vœrimeð svo hreinan oggóðan stíl að einstakt vœri. Þetta sagði hinn frægi ítalski harmonikusnill- ingur sem hingað kom eitt sinn og hafði heyrt Braga spila og tekur undirritaður sannarlega undir þetta og hefur oft upplifað að ýmsh er- lendir harmonikusnillingar er heyrt hafa í Braga, lofa hann og prísa upp allan skalann. Hér að lokum langar mig að upplýsa um nokkr- ar viðurkenningar sem Bragi hefur hlotið, utan þehra sem ég riplaði á í fyrsm. Hann var kosinn vinsælasti hljóðfæraleikari landsins af áskrif- endum oglesendumjassblaðsins 1949. Honum var veitt heiðursviðurkenning á Trekkspillgala í Grieghöllinni í Bergen 1987. Þá var hann heið- ursgestur landsmóts SIHU á Egilsstöðum 1993. Bragi vann önnur verðlaun í danslagakeppni FHUR, árið 1993 fyrh lagið Á hálum ís. Hann var gerður að heiðursfélaga FHUR á sjömgsaf- mælinu 26. nóvember 1993, en hann var einn af stofnendum FHUR. Bragi var kosinn harm- onikuleikari tuttugustu aldarinnar af áskrifend- um blaðsins Harmonikan og var afhent heiðursskjal því til staðfestingar, gert af lista- manninum Olafi Th Olafssyni árið 2001. Þá fékk hann heiðursviðurkenningu í september 2001 frá SIHU, þar sem efthfarandi stendur: Heiðursviðurkenning i tilefni 20 ára afmœlis Sam- bands íslenskra harmonikuunnendajýrirfórnfúst starf og eljusemi ípágu harmonikutónlistar á Islandi. Þá má geta þess að Bragi var heiðraður af bæjar- stjórn Garðabæjar 2002 fyrh framlag til menn- ingarmála. Þá var Bragi gerður að heiðursfélaga SIHU á landsmótinu á Hellu 2011. Hér hefur verið stiklað á stóru í viðurkenningum Braga. Þau hjónin Ingrid og Bragi hafa verið dugleg að sækja harmonikumót á landinu þar sem margir hafa fengið að njóta snilldar og fágunar þessa harmonikusnillings. Síðasta tónleikaupp- lifúnin með Braga var á árshátíð FHUR þann 23. nóvember síðastliðinn, þar sem hann lék undir borðum fyrh matargesti rétt fyrh stóraf- mælið. Bragi hefur sannarlega skráð sig inn í Islandssöguna með snilld sinni, í það minnsta tónlistarsöguna og þaðan verða verk hans og snilli ekki burtu máð. Daginn efth árshátiðina buðu svo Bragi og Ingrid og fjölskylda til af- mælisfagnaðar í sal FIH þar sem fjöldi manns kom til að fagna með honum. Eg vil hér að lokum koma þökkum mínum til þehra hjóna og fjölskyldu, með ósk um að þau geti notið ókominna ára á sem farsælastan hátt. Hi/mar Hjartarson. Mynd: Sigurður Harðarson Oska eftir góðri 96 bassa hnappa harmoniku. Sími 894 1297. Þau hjónin héldu upp á 57 ára brúðkaupsafmali í leiðinni

x

Harmonikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.