Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 07.06.2007, Qupperneq 5

Fréttir - Eyjafréttir - 07.06.2007, Qupperneq 5
Fréttir / Fimmtudagur 7. júní 2007 5 Unnið eftir núgildandi samgönguáætlun Atli Gíslason, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Suðurkjördæmi beindi fyrir- spurnum til Kristjáns L. Möller samgönguráðherra á Alþingi á mánudag. Atli spurði ráðherra út í strandsigiingar og samgöngumái Vestmannaeyinga. Atli spurði ráðherra hvort hann ætlaði að beita sér fyrir því að taka upp strandsiglingar á þessu ári, að undangengnu útboði eins hann hefði iofað í kosningabaráttunni. Atli spurði samgönguráðherra einnig hvað hann hyggist fyrir í sam- göngumálum Vestmannaeyinga. „Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að rannsóknum varðandi jarðgöng verði hraðað? Hyggst hann beita sér fyrir því að ný ferja verði keypt þegar í stað? Og hyggst hann beita sér fyrir því að auka tíðni ferða með Herjólfi á álagstímum “ Kristján L. Möller sagði þingmenn vafalaust vita að vinna væri í gangi á vegum Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen sem fælist í því að fara yfir fyrirliggjandi gögn og fara ofan í það hvort ástæða sé til að fara í frekari rannsóknir. „Háttvirtur þing- maður á að vita að inni á samgöngu- áætlun eru 1.600 milljónir, að mig minnir, á næstu tveimur árum til að byggja nýja Vestmannaeyjaferju. Það eru 3,2 milljarðar eymamerktir þar inni til að byggja nýja höfn í Bakkafjöru. Ég vona að það segi allt sem segja þarf um þetta eins og málið stendur í dag.“ Ráðherra sagði það ekki bara um- hverfisvænt heldur líka umferðar- öryggismál að létta flutninga á landsbyggðinni og átti þar við strandsiglingar. Hann bað hins vegar um lengri tíma en fimm eða sex daga í ráðherrastól tii að fara að framfylgja þessum málum. Atli Gíslason sagði þá að það Kristján L. Möller, samgönguráðherra „Háttvirtur þingmaður á að vita að inni á samgönguáœtlun eru 1.600 milljónir, að mig minnir, á nœstu tveimur árum til að byggja nýja Vestmannaeyjaferju. Það eru 3,2 milljarðar eyrna- merktir þar inni til að byggja nýja höfn í Bakkafjöru. Ég vona að það segi allt sem segja þarf um þetta eins og málið stendur í dag. “ fengist ekkert upp úr ráðherra rétt eins og með Vaðlaheiðargöngin. „1.600 milljónir í nýja ferju á næstu tveimur árum þýða að Vest- mannaeyingar mega bíða eftir henni í 4—5 ár. Það er hreint út sagt allt of langur tími. Með því að leggja það á Vestmannaeyinga að bíða í 4—5 ár eftir ferjunni em þeir settir áfram í átthagafjötra, átthagafjötra sam- gangna. Það em líka brotin á þeim mannréttindi vegna búsetu þeirra sem Eyjamanna. Hæstvirtur ráð- herra ætti að sjá sóma sinn í að drífa í að koma þessari ferju á koppinn. Hann ætti líka að sjá sóma sinn í því að hringja eitt símtal og auka ferða- tíðnina milli lands og Eyja, sérstak- lega á næturnar með vörur." Kristján L. Möller gerði gremju Vinstri grænna að umtalsefni sem kæmi meðal annars fram í óundirbúnum fyrirspurnum. Hann sagðist helst telja að þau stóru orð sem þingmaðurinn viðhafði, hittu hann sjálfan. „Hann spurði um Vestmannaeyjar og hvað við ætluðum að gera. Ég lýsti því sem er í gildandi samgönguáætlun sem m.a. þingflokkur Vinstri grænna, meðan hann taldi fímm menn, sat hjá við og var ekki á móti. Það er það verkefni sem við erum að vinna að núna og eftir þessa einu og hálfu viku í tíð núverandi ríkisstjómar er hún enn þá í gildi og það er unnið eftir henni." Atli sagði fátt um svör hjá ráðherra og að hann væri talsmaður þeirrar íbúa Vestmannaeyja sem hefðu beðið eftir úrbótum í áraraðir. „Ég er talsmaður þeirrar gremju. Þetta em engin svör: Hyggst vinna að málinu. Þetta hafa Vestmannaeyingar heyrt í áraraðir, að menn séu að vinna að málum, og það er ekkert að gerast. Vestmannaeyingum hefur verið haldið í óvissu og þeir hafa verið dregnir á asnaeyrum í þessum málum. Það er kominn tími til að það verði tekið af skarið með bú- setujafnræði þeirra hvað samgöngur varðar." Rannsóknir í Surtsey styrktar af Toyota I dag, þegar 40 ár eru liðin frá lokum Surtseyjargossins, var undirritaður samningur milli Toyota á Islandi og Náttúrufræðistofnunar íslands um stuðning við rannsóknir í Surtsey. Samningurinn kveður á um að Toyota styrki árlegar vöktunarferðir Náttúmfræðistofnunar til Surtseyjar næstu þrjú árin. Surtsey hefur verið vöktuð síðan gosinu lauk. Jarðvísindamenn hafa einkum fylgst með kólnun eyjar- innar, móbergsmyndun, sjávarrofí og landmótun. Líffræðingar hafa farið til Surtseyjar um miðjan júlí ár hvert og leitað að nýjum tegundum plantna, smádýra og fugla. Þeir hafa fyglst náið með þróun lífríkisins sem hefur tekið miklum stakka- skiptum á síðustu ámm eftir að þétt mávabyggð tók að myndast í eynni. Á hverju ári finnast þar nýjar tegundir og lífríkið verður fjöl- breyttara. Allar Ifkur em á að sú þróun haldist áfram næstu áratugina og að lífríki Surtseyjar taki á sig svipaða mynd og í öðrum úteyjum Vestmannaeyja. Árið 2004 verpti lundi, einkennisfugl eyjanna, í fyrsta sinn í Surtsey og fylgjast vísindamenn vel með því hvemig honum gengur að ná þar fótfestu. Frítt á sýninguna Sýningin Surtsey - jörð úr ægi, stendur nú yfir í Þjóðmenningar- húsinu við Hverfisgötu. Sýningin rekur myndunar- og þróunarsögu Surtseyjar fram til dagsins í dag og spáir fyrir um framtíð eyjarinnar og þróun lífríkis hennar næstu 120 árin. Á sýningunni er beitt nýjustu sýningartækni og margmiðlun við kynningu á ómetanlegum niður- stöðum vísindarannsókna í Surtsey. Henni er ætlað að höfða jafnt til forvitinna barna sem fræðimanna og þess er vænst að gestir skynji kraft eldsumbrotanna um leið og þeir fræðast um eðli þeirra og sköpunarverk. Fjölmargir vísinda- menn, hönnuðir, hugbúnaðarsmiðir Magnús Kristinsson, stjórnar- formaður Toyota á Islandi og Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar íslands handsala samningin. og tæknimenn hafa komið að undirbúningi sýningarinnar. Hún styðst m.a. við einstakar ljósmyndir og kvikmyndir sem teknar hafa verið af Surtseyjareldum og í eynni frá upphafi og fram á þennan dag. Gert er ráð fyrir að sýningin verði síðar flutt til Vestmannaeyja og sett upp í nýrri Surtseyjarstofu sem þar mun rísa árið 2008. I tilefni af undirritun samningsins í dag er aðgangur ókeypis á sýning- una til 19. júní í boði Toyota á Is- landi. Surtsey tilnefnd á Heimsminjaskrá UNESCO Endurnýjuð tilnefning Surtseyjar á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóð- anna var send til UNESCO í janúar 2007. Forsendur fyrir tilnefningu Surtseyjar á heimsminjaskrá eru tvíþættar. Annars vegar er eyjan ein- stakt dæmi um þróunarsögu jarðar, þýðingarmikil ferli í landmótun, bergmyndun og jarðeðlisfræði. Hins vegar er hún einstök vegna þess að þar hafa skapast og verið nýtt tæki- færi til þess að fylgjast með aðflutn- ingi, landnámi og þróun tegunda lífvera á lífvana landi og hvernig vistkerfi á landi og í hafinu verða til. Unqmennafélaqið Óðinn - Vestmannaeyjabær LEIKJA- OG .,Qlo ÓÐINN IÞROTTANAMSKEIÐ Tvö námskeið verða í sumar og hefst hið fyrra mánudaginn 11. júní. Seinna námskeiðið hefst 2. júlí. Þriggja vikna námskeið kostar 9000 krónur Vikan kostar 3500 krónur. Skráning í skúrnum við Löngulág milli klukkan 12.00 og 13.00 mánudaginn 1 l.júnl. Námskeiðið hefst klukkan 13.00 sama dag. Námskeiðið stendur frá klukkan 13.00 til 15.30 alla virka daga. Kennarar: Jóhann Guðmundsson ( s. 865-9278 ), Gauti Porvarðarson (s. 849-5785 ) Jóna Björk Grétarsdóttir. ( s. 862-121 1 ) SUNDLAUGIN SUMARTÍMI Virka daga - opið allan daginn kl. 06.30 - 21.00 Laugardaga og sunnudaga - kl. 09.00 - 18.00 Sólarlampar og líkamsræktarsalur eru opin á sama tíma og almennir tímar í sundlaug. sudurland.is Hvað er að frétta.P Sundlaugin erfull af skemmtilegum leikföngum s.s. bátum, slöngum, boltum og fl. ATH! Börnum undir 8 ára aldri er óheimill aðgangur að sundlaug nema i fylgd með syndum einstaklingi, 14 ára eða eldri. Viðkomandi má ekki hafa fleiri en 2 börn á sinum vegum. íþróttamiðstöðin Vestmannaeyjum

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.