Fréttir - Eyjafréttir - 07.06.2007, Qupperneq 6
6
Frcttir / Fimmtudagur 7. júní 2007
Finnskir krakkar endurgjalda heimsókn krakka í Grunnskólanum:
Eiga svo margt sameiginlegt
GESTIRNIR frá Finnlandi ásamt gestgjöfum.
Viðtal
Ómar Garðarsson
omar@ eyjafrettir.. is
í síðustu viku voru 23 krakkar og
þrír kennarar frá Finnlandi í heim-
sókn í Grunnskóla Vestmannaeyja
þar sem krakkamir í 7. AST
Barnaskóla voru gestgjafar. Þau
voru að endurgjalda heimsókn
Eyjakrakka sem fóm til Finnlands í
september sl. Krakkarnir gislu inni
á heimilum gestgjafa sinna, líkt og
krakkarnir frá Eyjum gerðu í sept-
ember. Öll voru þau að koma til
Vestmannaeyja í fyrsta skipti, fyrir
utan kcnnara þeirra, Tuiju Laitinen
en hún var að koma til Vestmanna-
eyja í sjötta sinn.
Krakkarnir hafa verið í sambandi
á MSN-inu síðan í september þann-
ig að þau þekkjast orðið. Verkefnið
sem bekkirnir hafa unnið saman
kalla þau Tröllaverkefni. Bekkirnir
höfðu „tröllaskipti" í september í
Finnlandi. Sjöundi ÁST fór til
Finnlands með íslenskt tröll sem
heitir Ymir. Ymir var skilinn eftir í
Salo í Finnlandi sem einhvers
konar skiptinemi þar. Finnsku
krakkamir sáu svo um að kynna
land, þjóð og venjur fyrir Ymi á
meðan á dvöl hans stóð. íslensku
krakkarnir fóru heim með
Múmínsnáðann Múmma sem var
einhvers konar skiptinemi hjá þeim.
Eyjakrakkarnir sáu svo um að
kynna land, þjóð og venjur okkar
fyrir Múmma á meðan á hans dvöl
stóð.
Upplifanir Ýmis og Múmma voru
svo skráðar á sameiginlega vefsíðu
hjá Nordplus Junior. Nemendur sáu
um að setja inn sögur og myndir af
því sem var í gangi hjá skipti-
nemunum. Slóðin er:
http://www2.edu.fi/ magazinefacto-
ry/magazines/trollnews/.
Síðan komu Finnarnir til Eyja að
sækja tröllið sitt og fylgja Ými til
síns heima. Aðalmarkmið
verkefnisins var að efla áhuga,
þekkingu og skilning norrænna
þjóða á menningu, tungumálum og
lífsskilyrðum frændþjóða í gegnum
skólastarf. Einnig að auka norræna
samkennd sem byggir á sameigin-
legu gildismati Norðurlandabúa.
Mikil viðbrigði
Finnsku krakkarnir og kennarar
þeirra koma frá Salo sem er ekki
langt frá Helsinki, höfuðborg Finn-
lands. Kennararnir, Henna Seppa-
Tapio, Tuija Laitinen og Reja
Vinikkala-Smith létu vel af dvöl-
inni á Islandi þó veðrið hefði mátt
vera betra. Þær sögðu lítið líkt með
Finnlandi og Islandi en dásömuðu
náttúrufegurðina hér og voru
ánægðar með viðtökurnar. Þess má
geta að stærsta verksmiðja síma-
framleiðandans Nokia er í Salo.
Fréttir ræddu við tvo finnska
krakka Merituuli Ylönen 14 ára og
Kuismapekka Loiske 15 ára og
Eyjakrakkana Rakel Ýr Leifsdóttur
og Sindra Frey Guðjónsson sem
bæði eru 12 ára.
Eins og áður hefur komið fram
eru krakkamir að koma í fyrsta
skipti til íslands en það kemur í ljós
að Kuismapekka er nokkuð sigldur
miðað við aldur, hefur komið til
átta landa utan Finnlands, í Evrópu,
Ameríku og Asfu en hann er
ánægður að vera kominn til Vest-
mannaeyja. „En þetta eru mikil
viðbrigði" sagði hann og nefndi
fyrst veðrið þar sem komið er al-
vöru sumar í Finnlandi en hér hafði
lítið bólað á því. „Heima er lfka
vetur þegar á að vera vetur.
Reyndar var óvenju lítill snjór og
tiltölulega hlýtt í vetur en venjulega
er mikill snjór og allt að 15 stiga
frost. Landslagið hér er líka allt
öðruvísi, lítið um tré og þessi fjöll
allt í kringum bæinn,“ sagði
GENGIÐ upp í Elliðaey
Kuismapekka en hópurinn fór víða
um Heimaey, m.a. gengu þau á
Eldfell sem finnsku krökkunum
fannst mjög sérstakt, fóru í
Hundraðmannahelli, Strembuhelli,
Páskahelli og út í Elliðaey.
íslenskir krakkar tala
meira
„Það hefur verið mjög gaman að
vera hérna,“ sagði Merituuli en
nafn hennar þýðir vindur hafsins á
íslensku sem á vel við í Vestmanna-
eyjum. „Fólkið er mjög hjálplegt en
krakkar í Vestmannaeyjum tala
meira en við gerum,“ bætti hún við
og var sömu skoðunar og
Kuismapekka um íslenska náttúru.
„Þegar við komum til landsins var
fyrsta spurningin, hvar eru trén?“
Rakel og Sindri eru á sama máli
um mismuninn.
Þegar talið barst að helstu áhuga-
málum ungs fólks í dag kom í ljós
að munur milli landanna er lítill
sem enginn. Þau hlusta á sömu tón-
listina þó auðvitað sé smekkurinn
misjafn. Þegar finnsku krakkarnir
voru spurð hvort Evróvisjonhetj-
urnar í Lordi væru í uppáhaldi
sögðu bæði nei, þau hefðu fengið
nóg af látunum í kringum þá en þau
voru ánægð með hvemig þeim
gekk í keppninni í fyrra. Það kom í
Ijós í spjallinu að Kuismapekka er á
sömu línu og þessir landar þeirra en
hans hetjur eru Metallica.
Einnig horfa þau á sömu kvik-
myndirnar og tölvuleikimir eru þeir
sömu. Ekki virðist heldur vera mik-
ill munur á skólum hér og í Finn-
landi. Helst er að þar byrja þau að
læra ensku í þriðja bekk en hér í
fimmta bekk. Auk þess er boðið
upp á sænsku og samísku sem eru
opinber tungumál í Finnlandi ásamt
finnskunni. Finnska og íslenska
eiga sameiginlegt að vera einangr-
uð tungumál og því nauðsynlegt
fyrir bæði Finna og Islendinga að
vera vel að sér í erlendum tungu-
málum, þar er enskan efst á blaði
og hana nota krakkamir sín á milli.
Þegar talið berst að samskiptum
krakkanna eru þau sammála um að
þau séu af hinu góða. Rakel og
Sindri segja að það hafi verið mjög
gaman að fara til Finnlands og hafa
þau haldið sambandinu síðan, m.a.
á MSN-inu.
í spjallinu kemur fram að krakkar
í Finnlandi hittast ekki eins oft og
krakkar hér þar sem nálægðin er
meiri. Eðlilega vom finnsku krakk-
arnir famir að velta framtíðinni
meira fyrir sér, enda eldri og gera
sér betur grein fyrir að aukin sam-
keppni kallar á meiri menntun.
„Við ætlum að leggja áherslu á
tungumál,1' sögðu Merituuli og
Kuismapekka og hann átti síðasta
orðið. „Ef maður ætlar að fá góða
vinnu verður maður læra og þar
skipta tungumál miklu máli.“
Slagurinn um VSV:
Hjámar kaupir
K.G. fiskverkun,
félag í eigu
Hjálmars
Kristjánssonar
stjórnarmanns í
hefur keypt í
Vinnslustöðinni
fyrir 1,4 milljónir króna, að því er fram
kemur í tilkynningu til Kauphallarinnar. Um
er að ræða 170.399 hluti, keypta á genginu
8,5.
Stilla ehf., félag í eigu Guðmundar og
Hjálmars Kristjánssona hefur lagt fram
samkeppnistilboð í allt hlutafé Vinnslu-
stöðvarinnar hf. vegna fram komins skyldutil-
boðs Eyjamanna ehf. til yfirtöku á félaginu.
Skólamálaráð:
Að ýmsu að hyggja vegna aldursskiptingar
Á síðasta fundi skólamálaráðs var farið yfir
framkvæmdir í tengslum við aldursskiptingu
Grunnskóla Vestmanneyja. Lagður var fram
listi yfir þær framkvæmdir sem tengjast
aldursskiptingunni.
Aðgengismál í Barnaskólanum eru á lis-
tanum ásamt viðhaldi skólahússins sem er í
höndum Eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf.
Líka eru listanum salur og anddyri
Barnaskólans, eldhús, aðstaða kennara í
kennslustofum, tölvuaðstaða og breytingar á
núverandi vinnuaðstöðu kennara, stjórnenda
og afgreiðslu ásamt viðhaldi og viðgerðum.
Líka á að setja upp skápa fyrir unglinga í
Barnaskólanum.
Listinn fyrir Hamarsskóla er umtalsvert
styttri, þar er bara minnst á eldhúsaðstöðu og
aðkeyrslu.
ágústa og finna Marý:
Gáfu afrakstur tombólu
Þessar stúlkur Ágústa J. Ólafsdóttir og Anna
Marý Guðmundsdóttir komu og færðu
Heilbrigðisstofnuninni andvirði hlutaveltu
krónur 11.510. Færum við þeim þakkir fyrir.
Starfsfólk Heilbrigðissíofnunnar
Vestmannaeyja