Fréttir - Eyjafréttir - 07.06.2007, Síða 8
8
Fréttir / Fimmtudagur 7. júní 2007
Skýrsla Hafrannsóknastofnunar enginn gleðiboðskapur:
Kallar á stefnubreytingu á
nýtingu þorskstofnsins
-Annars er hvorki að vænta stækkunar hrygningarstofns né aukinnar nýliðunar sem er for-
senda aukinna aflaheimilda á komandi árum - Meðalþyngd þorsks og ýsu undir meðallagi
HUMARVINNSLA í Vinnslustöðinni. Vestmannaeyjar munu njóta þess að í sjávarútvegi eru eggin í fleiri en einni körfu og ástand humars er gott
og hefur stofninn vaxið á undanförnum árum.
Það er enginn gleðiboðskapur í
skýrslu Hafrannsóknastofnunar um
ástand okkar helstu nytjastofna
fiskveiðiárið 2006 til 2007 og afla-
horfur á næsta fiskveiðiári sem hefst
I. september nk. Lagt er til að afla-
mark í þorski fari úr 197 þúsund
tonnum í 130 þúsund, í ýsu úr 105
þúsund í 95 þúsund og í ufsa úr 80
þúsund í 60 þúsund. Þar fyrir utan er
fiskurinn smærri en verið hefur og
er kennt um minna æti sem hlýtur að
vekja upp spurningar um hvað sé að
gerast í hafinu.
Lækkandi meðalþyngd
umhugsunarefni
í formála vekur Jóhann Sigur-
jónsson, forstjóri Hafró, athygli á að
undanfarin ár hafa breytingar, sem
orðið hafa á umhverfisskilyrðum við
landið, haft áhrif á lífrfkið, einkum
loðnustofninn. Segir Jóhann að þrátt
fyrir nokkra kólnun á liðnum vetri,
virðist enn nkja hlýskeiðsástand á
íslandsmiðum. „Af þeim sökum
hefur ástand loðnustofnsins verið í
mikilli óvissu síðastliðin ár og þar
með viðgangur ýmissa mikilvægra
fiskistofna sem á loðnu lifa.
Á liðnum vetri tókst að mæla stærð
þess hluta loðnustofnsins sem halda
mun uppi veiðum á komandi vertíð.
Niðurstöðumar benda til að loðna
virðist enn skipa mikilvægan sess í
vistkerfinu við landið en brýnt er að
fara með gát við nýtingu stofnsins.
Ekki er ljóst á þessu stigi hvort til
verulegra loðnuveiða komi á næsta
fiskveiðiári," segir Jóhann og bendir
á að lækkandi meðalþyngd upp-
vaxandi árganga þorsks sé einnig
sérstakt umhugsunarefni, þótt ekki
sé ljóst hvort ástand loðnustofns hafi
hér afgerandi áhrif eða aðrar
skýringar liggi að baki.
„Því miður er það svo að heldur
hefur sigið á ógæfuhliðina á síðasta
ári hvað varðar ástand þorsk-
stofnsins, enda þótt staða stofnsins
sé í raun í samræmi við þróunina
undanfarinn áratug. Þó vel aflist af
þorski um þessar mundir er
nauðsynlegt fyrir framtíð veiðanna
að gripið verði nú þegar til aðgerða
til uppbyggingar þorskstofnsins,
eins og ítrekað hefur verið lagt til á
undanfömum ámm, m.a. með til-
lögum um breytta aflareglu.
Það sem knýr sérstaklega á um
þetta er að enn bætast við árgangar
þorsks sem eru verulega undir lang-
tímameðaltali að fjölda og mun það
augljóslega setja skorður við
mögulega aukningu heildarafla
næstu árin þar sem afrakstur
stofnsins er einfaldlega margfeldi
einstaklingsfjölda og meðalþyngd
einstaklinga. Þó mikilvægt sé fyrir
afrakstur stofnsins að gnægð fæðu
sé til staðar, fiskurinn vaxi og haldi
þyngd, er ekki síður mikilvægt að
stuðla að sem bestri nýliðun, sterk-
um árgöngum. Breytileikinn í
árgangastyrk er mikill, en undan-
gengna áratugi hefur stærð árganga
verið allt frá um 60 milljónum
þriggja ára nýliða í allt að fjórfaldan
þann fjölda."
Þorskstofninn hættuleea
lítill
Jóhann vitnar líka í rannskóknir sem
benda til þess að sterkar vísbend-
ingar séu um að hrygningarstofn
þorsks við ísland sé hættulega lítill
og að hinir sterku árgangar þorsks
sem vænst hafi verið, svo hægt sé að
reikna með uppsveiflu í stofninum,
láti eftir sér bíða af þeim sökum. í
því sambandi vekur hann athygli á
að hlutfall stórfisks í hrygning-
arstofni þorsks er aðeins brot af því
sem áður var á þeim árum sem
hrygningin gaf af sér sterka árganga
á a.m.k. nokkurra ára fresti.
Rannsóknir undanfarinna ára hafa
bent til mikilvægis þessa stóra fisks
með tilliti til hrygningar. „í ljósi
þessa er nauðsynlegt að halda uppi
aðgerðum til vemdunar þessum fiski
eins og lagt er til í þessari skýrslu.
Þó svo að með setningu aflareglu
hafi náðst nokkur árangur undan-
farinn áratug er langur vegur frá að
sett markmið hafi náðst varðandi
lækkað veiðihlutfall, sem verið
hefur 20% meira en stefnt var að og
fiskveiðidauða, sem hefur verið um
50% fram yfir sett markmið."
Veiðihlutfall verði lækkað
Jóhnn segir að þótt hrygningarstofn
hafi stækkað nokkuð sé hlutfall
stórþorsks langt undir því sem æski-
legt er. Til marks um það segir hann
að 10 ára og eldri fiskur sé nú um
2% af fjölda í hrygningarstofni en
var um 16% fyrir um 20 árum.
„Ljóst er því að án stefnubreytingar
við nýtingu þorskstofnsins er hvorki
að vænta stækkunar hrygningar-
stofns né aukinnar nýliðunar sem er
forsenda aukinna aflaheimilda á
komandi árum.
Grundvallaratriði er því að veiði-
hlutfall verði nú þegar lækkað og að
aflareglu verði breytt með þeim
hætti að aflamark á komandi árum
miðist við 20% af viðmiðunarstofni,
eins og lagt er til í þessari skýrslu, í
stað 25%, en það er í samræmi við
tillögur nefndar sjávarútvegsráð-
herra frá því í apríl 2004. Vegna
bágs ástands uppvaxandi árganga er
hins vegar lagt til að afli næsta
fiskveiðiárs verði takmarkaður við
130 þús. tonn. Með þessum að-
gerðum eru líkur á að þorskstofninn
styrkist á komandi árum, að hann
gefi jafnari afrakstur, aukinn afla á
sóknareiningu og ef að líkum lætur,
betri nýliðun þegar til langs tíma er
litið,“ sagði Jóhann.
Þorskurinn, lægra veiði-
hlutfall
I ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar
um þorsk á síðasta ári var lögð
áhersla á að reynt yrði að grípa til
aðgerða sem leiddu til þess að
hrygningarstofninn stækkaði frá því
sem nú er enda stærð hans talin einn
af mikilvægustu þáttunum sem áhrif
hafa á árgangastærð. Nefnd sjávar-
útvegsráðherra, um langtímanýtingu
þorskstofnsins, sem skilaði skýrslu í
aprfi 2004 komst að þeirri niður-
stöðu að hagkvæmasta veiðihlut-
fallið væri á bilinu 18% til 23% og í
neðri mörkum þess bils þegar
nýliðun er með þeim hætti sem verið
hefur undanfarin ár. Áhættugreining
bendir til að umtalsverðar líkur eru á
að hrygningarstofn stækki á næstu
íjórum árum ef veiðihlutfall er 20%
eða minna.
Vegna bágs ástands uppvaxandi
árganga er lagt til að afli næsta
fiskveiðárs verði takmarkaður við
130 þúsund tonn. Auk þess leggur
stofnunin til að núverandi reglur um
hámarksmöskvastærð og lokanir á
hrygningarslóð verði í gildi enn um
sinn.
Ýsan, heilu ári á eftir í vexti
Ýsuaflinn á árinu 2006 var tæp 98
þúsund tonn eða mjög svipaður og
árið áður. Fyrir fiskveiðiárið 2006 til
2007 lagði Hafrannsóknastofnun til
95 þúsund tonna aflahámark en
heildaraflamark var ákveðið 105
þúsund tonn.
Stærð stofns þriggja ára og eldri
ýsu í ársbyrjun 2007 er metin 300
þúsund tonn en borið saman við
síðustu úttekt er stofninn nú metinn
aðeins minni í fjölda en gert var ráð
fyrir í síðustu úttekt. Einnig hefur
hlutfallsleg stærð einstakra árganga
breyst nokkuð.
Meðalþyngd flestra árganga er
áfram mjög lág sem endurspeglar
lélegan vöxt ýsu árin 2006 og 2005.
Þessi lélegi vöxtur hefur leitt til
minni hlutdeildar uppvaxandi ár-
ganga í veiðinni og aukins veiði-
álags á eldri ýsu. I framreikningum
er gert ráð fyrir að vöxtur verði
áfram svipaður og árið 2006 og að
uppvaxandi árgangar komi seinna
inn í veiðina en venjulega.
Stóri árgangurinn frá 2003 er enn
smávaxinn og er hann orðinn nálægt
heilu ári á eftir meðalárgangi í vexti,
segir í skýrslunni og Hafró leggur til
að hámarksafli ýsu fiskveiðiárið 200
til 2008 verði 95 þúsund tonn.
Ufsi
Ufsaaflinn árið 2006 var tæp 76 þús.
tonn sem er um 44% aukning frá
árinu 2003, og hefur aflinn aukist
um 5000 til 10.000 tonn á ári frá
2001. Aflinn, árin 1998 til 2001, var
hins vegar sá minnsti síðastliðna
hálfa öld, aðeins ríflega 30 þúsund
tonn á ári. Veiðistofn í ársbyrjun
2007 er metinn um 249 þúsund tonn
sem er rúmum 50 þúsund tonnum
minna en gert var ráð fyrir í síðustu
úttekt. Ufsastofninn var í lágmarki
árin 1997 til 2000 vegna lélegrar ný-
liðunar en hefur stækkað umtalsvert
síðan þá. Mat á stærð árganganna
frá 1998 til 2000 og 2002 bendir til
að þeir séu umtalsvert sterkari en
árgangarnir frá árunum 1987 til
1995 en aðrir nýlegir árgangar eru
metnir slakir. Hafrannsóknastofn-
unin leggur til að afli á fiskveiði-
árinu 2007 til 2008 fari ekki yfir 60
þúsund tonn.
Karfastofnar
Samanlagður afli gullkarfa og djúp-
karfa á íslandsmiðum árið 2006 var
tæp 59 þúsundum tonn og er það
rúmlega 4000 tonna minnkun frá
árinu áður. Ekki er annað hægt að
lesa úr út skýrslunni en að aflamark
verði það sama en tillögur um djúp-
karfann koma ekki fyrr en í október.
Síldin
Á vertíðinni 2006 til 2007 varð sfid-
arafli úr íslenska sumargotsstofn-
inum tæp 135 þúsund tonn. Þrátt
fyrir að nokkur óvissa sé í mati á
stærð hrygningarstofnsins árið 2007
er talið að ástand stofnsins sé gott
og er lagt til að hámarksafli næstu
vertfðar verði 130 þúsund tonn líkt
og á fyrri vertíð.
Tiilögur 2006 og 2007 - Aflamark 2006/2007
Tegund Tillaga 2007 Tillaga 2006 Aflamark 2ÖÖ6/2007
Þorskur 130.000 187.000 193.000
Ýsa 95.000 95.000 105.000
Ufsi 60.000 80.000 80.000
Gullkarfi 35.000 35.000 57.000
Djúpkarfi 22.000 22.000
Islensk
sumargotssfld 130.000 130.000 130.000
Norsk- íslenska
vorgotssfldin 1280.000 185.000, fyrir ísland.
Loðna 205.000 370.000 385.000
Kolmunni 980.000 300.000 fyrir ísland
Langa 6000 5000 5000
Keila 5000 5000 5000
Skötuselur 2200 2200 3000
Humar 1900 1700 1800