Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 07.06.2007, Side 11

Fréttir - Eyjafréttir - 07.06.2007, Side 11
£ Hvenær ert þú fædd? 30.nóv. 1989. Fjölskylda? Foreldrar mínir heita Helga Davíðsdóttir og Þórður Skúlason. Ég á eina tvíburasystur sem heitir Björg og svo einn bróður sem heitir Sæþór. Kærastinn minn heitir Jón Kristinn. Ert þú í skóla eða vinnu? Er á öðru ári í FÍV á náttúrufræðibraut svo vinn ég í Krónunni með skóla og í sumar. Hvað stefnir þú á að verða í framtíðinni? Sjúkraþjálfari. Hvað ætlar þú að gera í sumar? Vinna , vera með vinum og fjölskyl- du svo fer ég til Costa del Sol með vinkonunum eftir þjóðhátið. Stundar þú einhverjar íþróttir? Bara ræktina svo er ég í óvissu- búðum Hressó, það ætti að vera ágætis þjálfun. Brynja Þórðardóttir Hver er þinn uppáhalds staður á íslandi? Herjólfsdalur fyrstu helgina í ágúst. Hver eru þín helstu áhugamál? Skemmta mér í góðra vina hópi, hreyfing o.fl. Er þú hjátrúarfull? Já það kemur fyrir. Hvað finnst þér vera mikilvægast í lífinu? Lifa heilbrigðu lífi og láta ekkert stoppa sig. Hver er þín helsta fyrirmynd? Mamma og amma. Hvað finnst þér um jafnréttismál? Það mætti bæta þau en annars hef ég ekki myndað mér neina sérstaka skoðun á því. Hvenær skemmtir þú þér best? Á þjóðhátið og þegar við skirmish dömur komum saman. Hvaðtelurþú vera það besta og versta í þínu fari? Það versta í mfnu fari er feimni svo get ég verið algjör frekja og mjög skapstór. Ég er skynsöm og stundvís, það er það besta mundi ég halda Hvert er þitt lífsmottó? Að njóta þess í botn að vera til því við fáum þetta tækifæri ekki aftur. Nema þið trúið á endur- fæðingu. Svo einn góður málsháttur„Margur er knár þótt hann sé smár". Fjölskylda? Bý hjá mömmu og fósturföður sem eru Dagmar Skúladóttir og Hjalti Einarsson og litlu systkinum mínum, Viktoríu Ágústu og Stefáni. Pabbi minn er Sveinn Matthíasson. Ég á líka eldri bróður sem heitir Matthías Sveinsson og er búsettur í Reykjavík og annan lítinn sem heitir Heimir Freyr Sveinsson. Kærastinn minn heitir Hlynur Berg Ólafsson. Ert þú í skóla eða vinnu? Ég er í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum á félagsfræðibraut og búin með fjórar annir. Ég vinn í Hressó með skólanum og í sumar vinn ég í Hressó og Vinnlustöðinni. Hvað stefnir þú á að verða í framtíðinni? Verð að segja að það er ekki alveg ákveðið. Stefni á stúdentinn til að byrja með. Mig langar til þess að verða sálfræðingur eða eitthvað sem tengist því. Annars kemur það bara allt í Ijós. Hvað ætlar þú að gera í sumar? Vinna til þess að safna mér pening og svo er þjóðhátíðin og Costa del Sol ferð í ágúst. Stundar þú einhverjar íþróttir? Hef stundað allt mögulegt svo sem fótbolta og frjálsar og var mjög lengi í fimleikum og dansi, en nú er ég að æfa niðri í Hressó. Hver er þinn uppáhalds staður á íslandi? Verð að vera frumleg og segja Vestmannaeyjar. Herjólfsdalur á þjóðhátíð. Hver eru þín helstu áhugamál? Vinir, fjöldskyldan, tónlist, ferðalög og dans. Ert þú hjátrúarfull? Nei, get ekki sagt það. Hvað finnst þér vera mikilvægast í lífinu? Fjöldskyldan og vinirnir. Hver er þín helsta fyrirmynd? Mamma mín, ekki spurning. Hvað finnst þér um jafnréttismál? Er ekki feministi, en finnst að konur og menn eigi að vera jöfn. Hvenær skemmtir þú þér best? í góðra vina hópi, t.d á þjóðhátíð. Hvað telur þú vera það besta og versta í þínu fari? Vil láta aðra dæma um það. Hvert er þitt lífsmottó? Að hafa gaman af lífinu :) Erna Sif Sveinsdóttir Hvenær ert þú fædd? 1. desember 1989. Hvenær ert þú fædd? 23. febrúar 1989. Fjölskylda? Foreldrar mínir eru Guðmundur Jóhannsson og Margrét Kjartansdóttir, Kærastinn minn erGísli Steinar Jónsson og bræður mínir eru Jóhann Ólafur og Davíð Örn. Ert þú í skóla eða vinnu? Ég er búin að Ijúka einni önn í Hússtjórnarskólanum í Reykjavík og er núna í Framhalds- skólanum í Vestmannaeyjum á 3. ári á félagsfræðibraut. Hvað stefnir þú á að verða í framtíðinni? Ég stefni á að verða saumakennari (textílmennt) eða klæðskeri. Hvað ætlar þú að gera í sumar? Ég ætla að vinna í Godthaab og hafa gaman af lífinu. Stundar þú einhverjar íþróttir? Nei, ég get ekki sagt það en fer í þrek þegar ég nenni;) Hver er þinn uppáhalds staður á íslandi? Eyjarnar eru alltaf ofarlega og svo líka Ásbyrgi. Hver eru þín helstu áhugamál? Handavinna. Ert þú hjátrúarfull? Nei. Hvað finnst þér vera mikilvægast í lífinu? Að mennta mig og vinna við það sem ég hef mestan áhuga á í framtíðinni. Hver er þín helsta fyrirmynd? Foreldrar mínir og ömmur. Hvað finnst þér um jafnréttismál? Það má margt bæta hvað varðar launamun t.d. Hvenær skemmtir þú þér best? í góðra vina hópi. Hvað telur þú vera það besta og versta í þínu fari? Ég læt aðra dæma um það. Hvert er þitt lífsmottó? Brosa framan í lífið. JoseHenmBen ULLARBLÓM GS® CALLAS Veislubjónusta Gríms

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.