Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 07.06.2007, Side 15

Fréttir - Eyjafréttir - 07.06.2007, Side 15
Fréttir / Fimmtudagur 7. júní 2007 15 HEIÐA BJÖRG með belgískum hermanni: Við erum fyrstu konurnar frá íslandi sem störfum þarna á vellinum en það er fullt af konum þarna úti enda hermenn frá mörgum þjóðum og konur eru þar fullgildir hermenn. HEIÐA BJÖRG: Þegar ég kom út fyrir völlinn sá ég konur í burkum, og það leyndi sér ekki að húsnæði er lélegt og hreinlæti ábótavant. Þegar fólk kemur inn í svona samfélag verður það fyrir ákveðnu menningarsjokki og margir sögðu að það væri verra þegar komið er heim aftur. mig og vildu fá mig í þetta starf. Einn maður, sem er æðsti yfir- maðurinn á flugvellinum í Kabúl, en undir honum eru svo fjórir yfir- menn, hver með sitt starfssvið. Eg var aðstoðarmaður eins þeirra og starfsemin, sem hann stýrði, náði yfir marga þætti en umfangsmestur þeirra var umsjón með öllu elds- neyti fyrir flugvélar, vélar, tæki og allt slfkt.“ Heiða fór út 20. febrúar, var úti í 10 vikur og kom heim aftur 4. maí. Hún gekkst undir mikla þjálfun hér heima ásamt annarri konu sem fór út rétt á eftir. Aður höfðu Islend- ingar fengið þjálfum í Noregi hjá norska hemum en eins og fyrr segir fékk Heiða þjálfun hér heima. „Við erum fyrstu konumar frá Islandi sem störfum þama á vell- inum en það er fullt af konum þama úti enda hermenn frá mörg- um þjóðum og konur eru þar full- gildir hermenn. Þegar ég kom út voru Tékkar yfir vellinum en Norðmenn tóku við á meðan ég var þarna. Markmiðið er að reka flugvöllinn þannig að hann virki fyrir höfuðborgina en völlurinn hefur mikið gildi bæði fyrir herinn og heimamenn." Afganistan vanþróað ríki miðað við vestræn lönd Varst þú vör við átökin í landinu ? „Kabúl er í norðurhluta landsins og en það er meira um átök í suðurhlutanum. Flugvallarsvæðið er nokkuð öruggt og verndað. Hins vegar er Afganistan vanþróað nki miðað við vestræn lönd. Maður sér bömin leika sér í drullupollum fyrir utan flugvallarsvæðið, ólæsi er mikið og það eru karlmennimir sem vinna úti og lítið um konur á vinnumarkaði. Ef starfsmenn flug- vallarins fara út af flugvallarsvæð- inu þurfa þeir að vera í skotheldum vestum með hjálma og það er farið um í bílalestum. Þegar ég kom út fyrir völlinn sá ég konur f burkum, og það leyndi sér ekki að húsnæði er lélegt og hreinlæti ábótavant. Þegar fólk kemur inn í svona sam- félag verður það fyrir ákveðnu menningarsjokki og margir sögðu að það væri verra þegar komið er heim aftur,“ segir Heiða og er beðin um að útskýra þetta nánar. Börnin þurfa að vinna og hjálpa til „Það verður ljósara hvað við höfum það gott hér á landi og hvað vel er búið að bömum og hvað það er mikilvægt að hér geta allir aflað sér menntunar. Úti verða bömin að vinna fyrir sér og hjálpa til. A laugardögum voru heimamenn með markað inni á flugvallarsvæðinu og seldu ýmsan vaming eins og sjóræningja DVD diska, teppi, slæður o.fl. Það er fylgst með öllum sem koma inn á svæðið og menn þurfa að hafa skírteini og það er mikil öryggisgæsla. Ég fékk það hlutverk einn laugardaginn að vinna á markaðnum og mætti klukkan 07.00 í skotheldu vesti með hjálm og svo leituðum við á öllum sem komu inn. Menn fóm margar ferðir inn á svæðið með vömmar sem voru ferjaðar í hjól- börum.“ Heiða tók eftir því að litlir strákar höfðu það hlutverk að fega vörumar inn á svæðið. „Ég sá tíu ára stráka með hjólbömr stútfullar af vörum þannig að það var mikið verk að koma þessu öllu inn á svæðið. Þeir fóm margar ferðir og það þurfti að leita á þeim í hvert skipti sem þeir komu inn á völlinn. Ég sá líka fjögurra ára stelpur að bera vatn fyrir daginn og þetta hefði einhvers staðar verið kallað bamaþrælkun. Þegar markaðnum er lokað á daginn verður eftir drasl og þá bíða böm fyrir utan eftir því að fá vinnu við tína það upp. Það em kannski 50 krakkar fyrir utan og 20 eru valin úr hópnum og fá að koma inn og tína draslið upp. Þau fá um 20 afgana, sem er um hálf evra, borgað fyrir og geta keypt brauð og annað fyrir peninginn.“ Gott að ala upp börn á íslandi Heiða segir að við þessar aðstæður komi upp í hugann hvað það er gott að ala upp börn á Islandi. „Mér fmnst ég hafa verið heppin að hafa fæðst á Islandi en ekki einhvers staðar annars staðar. Ég held að það hafi verið gott að ég stoppaði aðeins í Danmörku áður en ég kom heim og gat metið hlutina svolítið upp á nýtt. Hlutir, sem okkur finnst sjálfsagðir, eins og það að fá bensín á bílinn á bensínstöð eru ekki sjálfgefnir. Það er heilmikið mál að fá eldsneyti í Afganistan en það er flutt frá Pakistan og stundum er landamæmnum lokað og oft eru bílstjóramir stöðvaðir og heimtaðir af þeim peningar. Það geta jafnvel verið lögreglumenn. Það fylgir því vissulega áhætta að flytja eldsneyti og önnur aðföng inn á völlinn og þess vegna er öryggisgæslan mjög mikil. Meðan ég var úti fann hundur sprengju í bíl sem kom inn á svæðið en hundar eru alveg ótrúlegir við sprengjuleit." „Við íslendingarnir erum ekki margir þarna í einu en við vorum sjö þegar ég var úti. Þannig að við reynum að sjálfsögðu að halda aðeins hópinn og partur af því er til dæmis að mæta í líkamsræktina saman. Þarna er komin ágætis aðstaða til að æfa en það voru einmitt íslendingar sem bættu þá aðstöðu mikið.“ Mismunandi menningar- svæði Á flugvellinum starfar fólk frá um 20 þjóðum og Heiða vann því með fólki frá mismunandi menningar- svæðum með mismunandi siði og venjur. „Við Islendingamir erum ekki margir þama í einu en við vorum sjö þegar ég var úti. Þannig að við reynum að sjálfsögðu að halda aðeins hópinn og partur af því er til dæmis að mæta í líkamsræktina saman. Þarna er komin ágætis að- staða til að æfa en það voru einmitt íslendingar sem bættu þá aðstöðu mikið. Annars er svo sem ekki mikið um að vera þarna en þó eru stundum einhverjar uppákomur og svo er hægt að spila billjard og borðtennis. Maður er bara duglegur að horfa á bíómyndir í tölvunni sinni. Við héldum reyndar stundum íslendingakvöld þar sem við hitt- umst og borðuðum til dæmis harð- fisk. Reyndar voru aðrir ekkert mjög hrifnir af lyktinni sem sat eftir í nokkra daga. Það var líka hægt að gera sér smá dagamun með því að fara fá sér pizzu sem var ágætis tilbreyting frá mötuneytinu." Heiða sagði fjóra veitingastaði og eitt kaffihús á vellinum og svo var pöbb þar sem sýndar voru bíó- myndir tvisvar í viku. „Það eru reyndar mjög strangar reglur á staðnum varðandi drykkju og ef menn fóru eitthvað yfir strikið þar voru þeir einfaldlega sendir heim.“ Ekki ólíklegt að ég fari út aftur Þegar Heiða er spurð hvort hún geti hugsað sér að fara aftur til að sinna friðargæslu segist hún vel geta hugsað sér það. „Það er ekki ólík- legt að ég fari út aftur því ýmsir möguleikar eru í boði.“ Þegar Heiða er spurð út í launin segir hún þau ekki vera há, miðað við langan vinnudag. „Það er unnið alla daga frá sjö á morgnana til fimm eða sjö á daginn. Það er í raun skrýtið að vinna alla daga og eina tilbreytingin í lífmu er mark- aðurinn á laugardögum. Ég hvet fólk til að fara í svona störf, en þetta er mjög þroskandi fyrir alla hvort sem það er fyrir Rauða krossinn eða sjálfboðaliðsstarf á vegum félagasamtaka."

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.