Fréttir - Eyjafréttir - 07.06.2007, Page 17
Fréttir / Fimmtudagur 7. úní 2007
17
Páley Borgþórsdóttir, formaður bæjarráðs flutti hátíðarráðu Sjómannadagsins:
Með öfluga og framsýna menn í brúnni
er hagsmunum okkar best borgið
-en við megum samt aldrei sofna á verðinum
Páley Borgþórsdóttir, formaður
bæjarráðs, flutti hátíðarræðu
dagsins þar sem hún sagði að sjó-
mannadagurinn skipi mikilvægan
sess í hugum Eyjamanna og vand-
fundið það sveitarfélag þar sem
betur er haldið upp á daginn og
ekki dugi minna en fjórir dagar
undir hátíðahöldin.
Hennar eftirminnilegasti sjó-
mannadagur er þegar afi hennar
heitinn, Emil Marteinn Andersen,
Malli á Júlíu VE, var heiðraður af
Verðanda fyrir langt og gott starf í
þágu sjómannastéttarinnar árið
1986. „Þá stóð stórfjölskyldan hér
prúðbúin í hátíðarskapi," sagði
Páley.
Eigum allt okkar undir
sjávarútvegi
„Við Vestmannaeyingar eigum allt
okkar undir sjávarútvegi og byggj-
um búsetu hér í Eyjum á greininni
sem er okkar aðalatvinnuvegur.
Vegna öflugs sjávarútvegs blómstr-
ar þjónusta í sveitarfélaginu, hliðar-
greinar sjávarútvegs dafna vel, ung-
ir Eyjamenn, sem sækja sér mennt-
un, geta snúið heim og svo má
áfram telja. Við erum svo lánsöm
að óhætt er að fullyrða að staða
sjávarútvegs í Vestmannaeyjum
hefur aldrei verið eins góð,“ sagði
Páley.
Og hún hélt áfram á sömu nótum.
„Hér hafa útgerðarmenn og sjávar-
útvegsfyrirtæki haft trú á greininni
og fjárfest í aflaheimildum allar
götur frá því að núverandi físk-
veiðistjómunarkerfi var komið á.
Útgerðarmenn, sem hætt hafa í
útgerð á þessum tíma, hafa selt skip
sín og aflaheimildir til aðila hér
innanbæjar sem hefur gert það að
verkum að kvótastaða fyrirtækja í
Vestmannaeyjum hefur eflst. Við
erum aðeins rúmlega 1% þjóðar-
innar að íbúafjölda en höfum yfir
að ráða rúmlega 10% af úthlutuð-
um aflaheimildum þegar á heildina
er litið og um 30% af aflaheim-
ildum í uppsjávarfiski. Við eigum
útgerðarmönnum mikið að þakka
og án þeirra framsýni og drifkrafts
væri staðan ef til vill önnur í bæjar-
félaginu. Samstaða manna í grein-
inni um að verja aflaheimildir
Vestmannaeyinga er ómetanleg.
Þeir fara með lifibrauð okkar allra
og er ábyrgð þeirra því rík.
I Vestmannaeyjum hefur ákveðnu
jafnvægi verið náð við kvótakerfið
og grundvallarbreyting á því gæti
haft afdrifaríkar afleiðingar en
flestir eru þó sammála um að
ekkert kerfi er fullkomið og þess
vegna er mikilvægt að það þróist
með tímanum. Fiskvinnsla og veið-
ar eru í sífelldri þróun og verða
tæknivæddari með hverju ári. Innan
sjávarútvegs í Vestmannaeyjum
starfar margur sérfræðingurinn auk
þess sem fyrirtæki hafa hafið sam-
starf við rannsóknastofnanir og
háskóla um rannsóknir á sjávaraf-
urðum. Rannsókn um atferli
þorsksins er eitt slíkt verkefni sem
Útvegsbændafélag Vestmannaeyja
styrkir og athyglisvert að frum-
kvæði að því kom frá Vestmanna-
eyjum. Af því tilefni lét Guðrún
Margeirsdóttir, prófessor í fiski-
fræði og aðili að verkefninu, þau
orð falla „að greinilegt væri að
útvegsmenn í Eyjum taka alvarlega
ábyrgð sína sem handhafar réttar til
að nýta auðlindir hafsins."
Eigum sjómönnum mikið
að þakka
Páley sagði að Eyjamenn ættu einn-
ig sjómönnum sínum mikið að
PÁLEY í ræðustól.
TVEIR góðir á skemmtuninni í Höllinni, KK og Beddi á Glófaxa.
þakka. „Án þeirra væri ekki farið
til veiða, menn og konur sem
stunda það kjarkmikla starf sem
sjómennskan er, standa næst þeirri
grundvallarverðmætasköpun sem á
sér stað við fiskveiðar í landinu. Eg
leyfi mér að fullyrða að við Vest-
mannaeyingar allir erum stoltir af
sjómönnum okkar og dugnaðar-
forkum sem búa yfir mikilli þekk-
ingu, reynslu og kunnáttu í sjávar-
útvegi og eru byggðinni hér til mik-
ils sóma. Það er jafnan ákveðið
hreystimerki að stunda sjóinn og
karlmennskuský umlykur oft sjó-
menn, já þetta sjáum við konumar,
en sjómennskunni fylgir ákveðin
rómantík og dulúð sem lesa má um
í lagatextum og ljóðum. En starfið
er hættulegt og krefst mikillar
árvekni allrar áhafnarinnar þar sem
hver einasti gegnir mikilvægu
hlutverki eins og hlekkur í sterkri
keðju.“
Stýrimannanám í Eyjum
Þá kom Páley inn á þá áherslu
bæjarstjómar, forsvarsmanna Fram-
haldsskólans og atvinnulffsins að
hefja starfsemi Stýrimannaskólans í
Vestmannaeyjum hér að nýju, enda
ætti skólinn hvergi betur heima.
„Mikilvægt er að menntun á sviði
sjávarútvegs sé í tengslum við sjáv-
arútvegsfyrirtæki og því eðlilegt að
menntun og rannsóknir á því sviði
fari fram á þeim stöðum þar sem
sjávarútvegur er undirstaða at-
vinnulífs. Trúlegt má telja að hluti
af mönnunarvanda flota Eyjamanna
sé tilkominn vegna þess að Stýri-
mannaskólinn hefur verið í
Reykjavík síðustu ár en langflestir
sem sækja námið em hins vegar
landsbyggðarmenn. Við horfum nú
fram á bjartari tíma og boðið er upp
á skipstjómamám Stýrimanna-
skólans í Vestmannaeyjum í gegn-
um Framhaldsskólann frá og með
næsta hausti."
Ógn af fjármálamarkaði
Um stöðu sjávarútvegs sagði Páley
að það væri eins og annað í lífinu,
ekkert væri ömggt og sjálfgefið.
„Þessi góða staða, sem við Vest-
mannaeyingar búum við í dag
vegna öflugs sjávarútvegs, býr líka
við ógnir. En ógnir í sjávarútvegi
hafa alltaf verið til, válynd veður
og skipskaðar, náttúmfræðilegar
ógnir eins og minnkandi stofn-
stærðir og nýjasta ógnin íjármála-
markaðurinn á Islandi.
Án samheldni og samstöðu okkar
Vestmannaeyinga væmm við ekki
fær um að verjast þessum ógnum
en alla tíð síðan menn reru á
opnum bátum í ofsaveðrum höfum
við haldið ótrauð áfram og barist
fyrir tilvemrétti okkar og aðalat-
vinnuvegi og munum gera um
ómunatíð. Með öfluga og framsýna
menn í brúnni er hagsmunum okkar
best borgið en við megum samt
aldrei sofna á verðinum," sagði
Páley og taldi upp fjárfestingar í
sjávarútvegi í Vestmannaeyjum.
Verðum að líta til framtíðar
„Til þess að sjávarútvegur geti
blómstrað þarf að skapa honum
góð skilyrði til vaxtar. Aðstaðan hér
í Vestmannaeyjum þarf þannig að
vera til fyrirmyndar. Miklar endur-
bætur hafa verið gerðar á höfninni
síðustu ár og senn lýkur fram-
kvæmdum við Básaskersbryggju en
í framhaldi af því er áformað að
ráðast í lagfæringar á Bæjar-
bryggjunni en hún er langelsta
bryggjan í Eyjum. Upptöku-
mannvirki hafnarinnar stór-
skemmdust á síðasta ári og hefur
allt kapp verið lagt á að fá tjónið
bætt svo ráðast megi í endurnýjun
og endurbætur á lyftubúnaðinum.
Opinber stuðningur við slíkar
framkvæmdir er þó háður sam-
þykki Eftirlitsstofnunar ESA í
Brússel og jtar er málið nú til
skoðunar. Ahersla er lögð á að
mannvirkið verði endurbætt þannig
að það ráði við upptöku stærri
skipa en áður þar sem fiskiskipa-
floti Eyjamanna hefur stækkað
mikið síðustu ár. Það þykir ekkert
annað en sjálfsagt að lyftubúnaður
sé starfræktur í öflugasta sjá-
varútvegsbæ á Islandi. Til framtíðar
verðum við líka að líta og átta
okkur á því að næsta kynslóð flut-
ningaskipa mun ekki geta athafnað
sig í höfninni eins og hún er núna
þar sem skipin munu stækka tölu-
vert. Það er því ljóst að vinna þarf
að gerð stórskipahafnar í
Vestmannaeyjum og hefja
rannsóknir á möguleikum í þeim
efnum sem allra fyrst,“ sagði Páley
sem að endingu óskaði sjómönnum
og fjölskyldum þeirra innilega til
hamingju með daginn.
PRÚÐBÚIN á Stakkó, Óskar, Guðmundur Huginn, Karl, Sigurbjörn
og Kristín.
STRÁKARNIR á Vestmannaey sigruðu í kappróðri áhafna.
STRÁKARNIR á Hugin voru öðrum betri í fótboltanum.