Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 07.06.2007, Qupperneq 20

Fréttir - Eyjafréttir - 07.06.2007, Qupperneq 20
NÚ er hugur Iandsmanna hjá þorskinum sem ekki er alltof mikið af. Arnar Hjaltalín, formaður Drífanda stéttarfélags: Hefði getað komið á verri tíma Arnar Hjaltalín, formaður Drffanda stéttarfélags segir fyrirhugaða skerðingu aflaheimilda hefði getað komið á verri tíma. „Auðvitað leggst þetta illa í mig en ég tel okkur hér í Vestmannaeyjum hins vegar betur í stakk búin til þess að takast á við slfkan vanda þar sem hér er meiri kvóti en víða annars staðar. Svo eigum við eitthvað af kvóta sem hefur verið leigður frá okkur og svo er mikill fískur sem fer beint í gáma og er sendur héðan frá okkur óunninn. Hins vegar er að sjálfsögðu um að ræða mikinn tekjumissi fyrir bæjarfélagið og það er slæmt.“ Arnar er á því að minni fiskverk- endur komi frekar til með að finna fyrir hugsanlegri skerðingu. „Þá er ég fyrst og fremst að tala um fiskvinnslu sem er ekki með útgerð. Ef það er minni fiskur í umferð þá væntanlega fækkar störfunum. Hins vegar sýndum við Eyjamenn það að við gátum staðið saman um Vinnslustöðina og við þurfum bara að halda áfram að standa saman. Við viljum höfða til samfélagslegrar ábyrgðar útgerðarmanna sem leigja kvóta eða flytja hann út í gámum. Ef fiskvinnslan gelur fengið það sem upp á vantar af þessum fiski þá verður höggið minna en ella,“ sagði Arnar. Sjá nánar í blaðinu dag. Áhöfnin á Bylgju fékk viðurkenningu Á sjómannadag fékk áhöfnina á Bylgju VE viðurkenningu frá Slysa- varnaskóla sjómanna. Viðurkenn- ingin er veitt árlega einni áhöfn sem sótt hefur námskeið hjá skólanum og hefur öðrum fremur sýnt góða öryggisvitund að mati kennara skólans. Viðurkenningin er farandbikar sem er afhentur til varðveislu um borð í viðkomandi skipi ásamt veggskildi til eignar. Viðurkenningin var afhent um borð í Sæbjörgu, skipi Slysavarnaskólans. Ólafur Snorrason, yfirvélstjóri á Bylgju VE segir áhöfnina hafa sótt námskeið síðasta haust. „Við fórum öll áhöfnin á námskeið hjá þeim og vorum svo með námskeið og björg- unaræfingu um borð stuttu síðar þar sem þeir frá skólanum liðsinntu okkur. Við fórum ennfremur í gegn- um öryggisáætlun skipsins, löguð- um hana enda voru sumir hlutir þar hreinlega óframkvæmanlegir. Hins vegar var ekki margt sem þurfti að laga, mestmegnis voru þetta smá- atriði sem engu að síður var nauðsynlegt að breyta." Meðal þess sem bætt var við voru sérstakar flóttagrímur en þeim var komið fyrir í hverjum klefa um borð en grímurnar eru neyðaröndunar- grímur ef kviknar í og skipið fyllist af reyk. „Við höfum reynt að hafa þessa hluti í lagi og erum alltaf að bæta og endurskoða. Þeim hjá Slysavarnaskólanum hefur greini- lega litist svona vel á það sem við vorum að gera og það er auðvitað alltaf gaman að fá svona viður- kenningu. Fyrir utan það er auðvitað mikil- vægt að öryggisbúnaður og áætlun sé í lagi úti á sjó enda fengum við að kynnast því í vetur þegar það kom upp eldur í vélarrúminu. Þá unnum við út frá nýlagaðri öryggisáætlun og það gekk mjög vel,“ sagði Ólafur að lokum en hann var reyndar að yfirgefa skipið þar sem hann er að fara vinna í landi hjá ísfélaginu. Lundakarlar bíða milli vonar og ótta Lundastofninn hefur verið í lægð undanfarin ár og í vor var efnt til sérstakrar ráðstefnu um stofninn. Menn hafa eðlilega áhyggjur af stofnstærð lundans en lítið hefur verið um pysju undanfarin haust. Er fæðuskorti kennt um og rannsóknir hafa sýnt fram á að lítið er um sandsíli við Eyjar sem er megin- uppistaða í fæðu lundans. Talið er að ástæðuna fyrir skorti á síli megi rekja til breytinga í umhverfi en Valur Bogason hjá Hafrannsóknastofnun stýrir rannsóknum á sandsíli við landið en lítið er til af gögnum frá fyrri tíð til samanburðar. Uppistaðan í lundaveiðistofninum er tveggja til fjögurra ára fugl og ef jafn illa gengur að koma pysjunni upp og undanfarin tvö ár er hætt við að grípa þurfi til sérstakra aðgerða til að vemda stofninn. Ingvar Atli Sigursson, forstöðu- maður Náttúrustofu Suðurlands, sagði að unnið væri að því að ráða mann til að skoða stöðuna núna. Vonast er til að Erpur Snær Hansen, doktor í vistfræði, taki að sér verkefnið en hann hefur rannsakað lunda, skrofu og sæsvölu í Vestmannaeyjum. Ingvar taldi of snemmt að grípa til sérstakra aðgerða áður en upplýs- ingar um stöðuna núna lægju fyrir. Ivar Atlason sagði bjargveiðimenn bíða eftir niðurstöðum rannsókna sem eiga að fara fram í júní. Elliðaeyingar stýra nú Bjargveiði- mannafélagi Vestmannaeyja en hefð er fyrir því að eyjamar skipti um- sjón félagsins á sig. „Bjargveiðimenn leggja mikla áherslu á að fullt samráð verði haft við þá ef gripið verður til einhverra aðgerða. Það eru ýmsar leiðir færar í þessu og okkur er mikið í mun að hér verði hægt að stunda lundaveiði og eggjatöku um alla tíð. Elliðaey- ingar stýra Bjargveiðifélaginu og það er okkar skylda að upplýsa bjargveiðimenn um niðurstöður rannsókna þegar þær liggja fyrir. DanCake rúllutertur verð nú kr 169,- verð dður kr 219,- Neutral þvottaefni 2 stk verð nú kr 479,- verð dður kr 569,- Cajp's lambatvirifjur verð nú kr/kg 1589,- verð dður kr/kg 1876,- Cordon bleu verð nú kr 379,- verð dður kr 451,- *milimBIIIIIIIIIBIII6l9IEIf IBBIII1111111118 IIIIIII

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.