Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 11.12.2008, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 11.12.2008, Blaðsíða 6
6 Fréttir / Fimmtudagur 11. desember 2008 Eyjaaðvcntakvöld í Seljakirkju: Oli Jói leiðir samveruna Mcnning á aðventu: Jólatónleikar Kórs Landakirkju á sunnudaginn I kvöld, fímmtudagskvöld, stendur Attahagafélag Vestmannaeyinga á Reykjavíkursvæðinu fyrir Eyja- aðventukvöldi í Seljakirkju og hefst aðventukvöldið klukkan 20:00. Séra Olafur Jóhann Borgþórsson leiðir samveruna. Jólaguðspjallið verður lesið ásamt jólasögu og sungið verður við kertaljós. Eftir samveruna verður kaffi, kon- fekt og spjall í safnaðarheimilinu. Seljakirkja er að Hagaseli 40 og er inngangur við Rangársel. Hittumst og eigum notalega stund saman. Allir Eyjamenn hjartanlega velkomnir, stjórn ÁTVR. Hinir árlegu jólatónleikar Kórs Landakirkju verða haldnir í Landa- kirkju sunnudaginn 14. desember nk. og hefjast þeir kl 20:00. Að vanda er söngskráin fjölbreytt, allt frá klassik yfir í létt og kunnug- leg jólalög. Á undanförnum árum hefur hjá fjölmörgum skapast sú hefð að líta á jólatónleika kórsins sem nauðsynlegan þátt í jólaundir- búningnum og að þessu sinn gefst gott tækifæri á að viðhalda þeirri hefð, njóta tónlistar og friðar. Með kórnum syngja að þessu sinni nokkrir einsöngvarar, bæði héðan úr Eyjum og ofan af landi. Þar má nefna hinn frábæra og skemmtilega tenór Oskar Péturs- son, Auði Ásgeirsdóttur og Alex- ander Þorsteinsson. Kór Landakirkju vonast til að sjá sem flesta á tónleikunum og mun reyna að gera sitt til að syngja jóla- gleði inn í hugi Vestmannaeyinga og gesta þeirra. Gleðileg jól! Kór Landakirkju Eitt af verkefnum Rauðakrossdeildarinnar í Vestmannaeyjum: Föt sem framlag til hjálpar Deild Rauða krossins í Vestmanna- eyjum var með félagsfund á þriðju- dag í síðustu viku. Hermann Ein- arsson formaður RKÍ í Vestmanna- eyjum bauð félagsmenn og gesti velkomna og sagði starfsemina hafa verið með líflegra móti á árinu. Deildin stendur fyrir fatasöfnun, verkefninu Föt sem framlag, heim- sóknarvinir starfa á vegum deildar- innar, aðstandendur krabbameins- sjúkra og nýgreindir hittast í Arnar- drangi einu sinni í mánuði og nú er starfrækt Heimahús á þriðjudögum frá 13 til 15 en þangað eru allir velkomnir sem vilja hittast og spjalla. Jóhanna Reynisdóttir, svæðisfull- trúi RKI á Suðurlandi, hélt erindi og fór yfir starfsemi RKI og deild- anna á Suðurlandi. Félagsmenn í Eyjum hafa verið mjög duglegir að vinna að verkefninu Föt sem fram- lag auk þess sem deildin safnar notuðum fatnaði sem nýtist til hjálparstarfs. Notaður fatnaður er Uokkaður og gefinn til þurfandi fólks hér á landi og erlendis. Auk þess sem hann er seldur í þremur búðum sem Rauði krossinn er með hér á landi eða seldur beint til úllanda og ágóðinn rennur í Hjálparsjóð Rauða krossins sem er nýttur til þróunar og neyðaraðstoðar erlendis. I þróunarlöndum og á svæðum þar sem neyðarástand ríkir er víðast Búið að afhenda ungri móður ungbarnapakka, þ.e. pakka með fatnaði og öðrum varningi fyrir barn 0-1 árs. Sjálfboðaliðar Vestmannaeyjadeildar Rauða krossins vinna við að útbúa svona pakka. Ungbarnapakkarnir eru sendir til Gambíu sem er vinadeild Vest- mannaeyja. I hverjum pakka eru teppi, handklæði, bleyjur og ung- barnafatnaður. Gámur með þessum ungbarnafatnaði ásamt fleiru var sendur út í mars og kom sendingin frá íslandi að góðum notum. Arnardrangi. mikill skortur á barnafötum. Verkefnið Föt sem framlag miðar að því að draga úr þessum skorti. Tíu til fimmtán konur hafa unnið að því að útbúa ungbarnapakka hvort sem er heima eða í félagsskap sjálfboðaliða sem hittast annan fimmtudag í hverjum mánuði í Sjálfboðaliða vinadeildarinnar í Lower River í Gambíu afbent reiðhjól sem kemur frá Rauða kross deildinni í Vestmanna- eyjum og var gefið deiidinni þegar verið var að safna varningi og senda til að senda til Gambíu sl. vetur. Þegar Jóhanna sýndi myndina á samverunni í Arnardrangi sl. þriðjudag þekktu þau hjólið og vissu frá hverjum það var. Handverks- markaður Handverksmarkaður var haldinn í anddyri Safnahúss um síðustu helgi. Þar mátti finna marga fal- lega og nytsamlega muni sem handverksfólkið hefur unnið. Fólk kunni vel að meta framlagið enda gafst þarna kostur á að kaupa jólagjafir og skemmtilegt að skoða úrvalið. Systurnar Hanna og Margrét voru mættar á jólamarkaðinn en Hanna sýndi og seldi vörur hún hafði gert. W i- wr L' rH Skólalúðra- sveitin með tónleika I kvöld, fimmtudag mun Skóla- Iúðrasveit Vestmannaeyja blása til jólatónleika í Hvítasunnu- kirkjunni. Tónleikarnir hefjast kl.20:00 og er fjölbreytt úrval jólalaga á dagskránni. Tónleikarnir marka lok af- mælisárs Skólalúðrasveitarinnar á sama hátt og jólatónleikar síðasta árs mörkuðu upphafið. Sveitin fagnar í ár 30 ára afmæli sínu. En hún var stofnuð í febrúar 1988. I tilefni af afmælinu skellti eldri hluti sveitarinnar sér til Kóngsins Köben í sumar. Þar skutu meðlimir sveitarinnar stórum nöfnum í tónlistarsög- unni ref fyrir rass og spiluðu í Tívolí á tónlistardögum þar. Einnig kom sveitin fram á Ráðhústorginu og spilaði fyrir gesti og gangandi í 30 stiga hita. Skólalúðrasveitin skiptist í yngri og eldri deild. Munu þessar tvær deildir spila á tónleikunum ásamt því sem nokkrir félagar úr Lúðrasveit Vestmannaeyja fá einnig að spila með sveitunum. Vonumst við til að sem flestir sjái sér fært að líta við í Hvítasunnukirkjunni í kvöld og eiga með okkur ánægjulega stund. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. Kv. Skólalúðrasveitin. Lögreglan: Einn þjófnaður og gisting Lögreglan: Umferðarátak í gangi Einn þjófnaður var tilkynntur lög- reglu í vikunni en um er að ræða þjófnað á staðsetningartæki af gerðinni Garmin úr bifreið sem stóð við Miðstræti. Er lalið að þjófnaðurinn hafi átt sér stað einhvern tíma á tímabilinu frá kl. 14:00 þann 4. desember til kl. 11:00 þann 5. desember sl. Engar upplýsingar liggja fyrir um hver þarna var að verki en ef ein- hver hefur upplýsingar um það er sá sami beðinn um að hafa sam- band við lögreglu. Einn fékk að gista fangageymslur lögreglu eftir skemmtanahald helg- IÖG tíGLAN arinnar, hann hafði verið til vand- ræða í heimahúsi, sökum ölvunar. W- i Hl ^fjfuz-eost* Það var öllu rólegra hjá lögreglu í vikunni sem leið en var í vikunni á undan. Þrátt fyrir það hafði lögreglan í ýmsu að snúast í kringum skemmtanahald helgarin- nar og þurfti að koma fólki til hjál- par sökum ölvunarástands þess. Þá stendur yfir umferðarátak lög- reglu en mörg undanfarin ár hefur lögreglan lagt sérstaka áherslu á umferðareftirlit á aðventunni og þá m.t.t. ölvunar- og fíkniefnaaksturs. Alls liggja fyrir fimm kærur vegna brota á umferðarlögum eftir vikuna og voru í tveimur tilvikum skrán- ingarmerki tekin af ökutækjum vegna vanrækslu á að færa ökutæki til skoðunar og vanrækslu á að greiða lögboðnar tryggingar. Þá liggja fyrir kærur vegna ólöglegrar lagningar og notkunar farsíma í akstri án þess að nota handfrjálsan búnað. Þrettán ökutæki voru boðuð til skoðunar í vikunni. Þrjú umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í vikunni sem leið. Engin slys urðu á fólki í þessum óhöppum en eitthvert tjón varð á ökutækjum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.