Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 11.12.2008, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 11.12.2008, Blaðsíða 15
Fréttir / Fimintudagur 11. desember 2008 15 Handbolti: ÍBV - Afturelding 23:25 Enn einn tapleikurinn hjá ÍBV Eyjamenn mættu Aftureldingu seinasta laugardag í afar spennandi leik. Lið ÍBV varð fyrir miklu áfalli þegar Sigurður Bragason meiddist alvarlega í leiknum á undan en leik- menn liðsins voru þó staðráðnir í því að láta það ekki áhrif á sig. Eyjamenn byrjuðu leikinn mun betur og komust í 2-0 og mikil barátta var í heimamönnum. Vörn heimamanna var afar traust og þar af leiðandi fylgdi ágæt markvarsla í kjölfarið. Staðan í hálfleik var 11-9 ÍBV í vil. Seinni hálfleikur var góð skemmt- un fyrir þá fjölmörgu áhorfendur sem lögðu leið sína í gamla salinn. Gestirnir frá Mosfellsbæ sóttu í sig veðrið og náðu fljótt forystu í leiknum sem gerði Eyjamönnum erfitt fyrir. Heimamenn gáfust þó ekki upp og börðust fram í rauðann dauðann. Það dugði þó ekki til og svo fór að Afturelding fór með sigur af hólmi 23-25 í hörkuleik. Sindri Haraldsson var atkvæða- mikill í liði IBV og lék bæði í stöðu skyttu og miðju en hann brá sér HART BARIST. Leikmenn ÍBV börðust eins og ljón gegn Aftureldingu en uppskáru ekki laun erfiðisins. einnig annað slagið inn á línu. Vignir Stefánsson átti sterka inn- komu í leikinn og skoraði úr fyrstu fjórum skotum sjnum úr horninu. Það sem varð ÍBV að falli í þess- um leik voru allt of mörg sókn- armistök. Hvort sem það voru sendingar sem rötuðu ekki á samherja eða dauðafæri sem voru ekki nýtt. Þetta er vandamál sem allir leikmenn liðsins þurfa að laga því ÍBV er betra handboltalið en t.d. Afturelding, 1R og Grótta en leikirnir gegn þessum liðum hafa tapast á sóknarmistökum. Staðan Grótta 10 9 0 I 303:231 18 Selfoss 10 8 0 2 331:258 16 ÍR 9 7 0 2 286:239 14 Afturelding 10 6 0 4 284:241 12 Haukar U 9 5 0 4 248:227 10 ÍBV 10 3 0 7 283:297 6 Fjölnir 10 1 0 9 199:324 2 Þróttur 10 0 0 10 211:328 0 |Badminton Vel heppnuð æfingahelgi hjá TBV I Vestmannaeyjum er starfandi eitt af elstu badmintonfélögum landsins, Tennis- og badmintonfélag Vest- mannaeyja (TBV). Félagið var stofnað í kringum 1950 og var þar mikil starfsemi á árum áður. Iðkendur tóku reglulega þátt í mótum og heimsóttu önnur félög með keppni í huga. í kringum 1985 lagðist félagið niður vegna hús- næðiseklu en hefur nú verið endur- reist. Hjá félaginu eru skráðir um 80 iðkendur á öllum aldri. Um helgina kom fræðslustjóri BSI, Anna Lilja Sigurðardóttir, í heim- sókn til Vestmannaeyja og stýrði fjórum æfíngum á 10 völlum. Alls tóku 30 til 40 manns þátt í æfíng- unum um helgina. Ekki var annað að sjá en að Eyjamenn væru ánægðir með heimsóknina, voru þeir sérstak- lega áhugasamir um badminton- íþróttina og tóku vel leiðbeiningum um bætta tækni o.fl. [7 *jil 1 * •* - If % rlP ri o v ó \ u . uf j K ) * 'i f Hópurinn sem æfði badminton um helgina ásamt leiðbeinanda. 1 | Körfubolti 1 |Fimleikar Góður útisigur Eyjamanna í Grindavík - Bjönn Einarsson, þjálfari með 33 stig Meistaraflokkur karla í körfuknatt- leik mætti ÍG í þriðja sinn í vetur um helgina. Þar sem leikin er þreföld umferð í 2. deild höfðu liðin mæst tví- vegis áður í Vest- mannaeyjum en þar skiptu liðin með sér sigr- unum. En í leiknunt um helgina náðu Eyjamenn fljótt forystu og voru yfír í hálfleik 43:54. Mestur varð munurinn 69:84 en þá voru um sex mínútur eftir. Þá tóku heimamenn sig til og náðu aðeins að klóra í bakkann en það reyndist ekki nóg því Eyjamenn fóru með sigur af hólmi 90:96. Bjöm Einarsson var atkvæðamestur í liði IBV og skor- aði 33 stig þar af sex þriggja stiga körfur en hann átti einnig mikið af stoðsendingum. Leikinn spiluðu þó aðeins sjö leikmenn en fimm sterka leikmenn vantaði í hópinn. Stig ÍBV: Björn Einarsson 33, Bald- vin Johnsen 23, Kristján Tómasson 12, Brynjar Ólafs- son 12, Þorsteinn Þorsteinsson 9, Daði Guðjónsson 5, Alexander Jarl Þorsteinsson 2. BJÖRN EINARSSON að setja tvö niður FLOTTIR KRAKKAR. Hópurinn sem mætti á opna æfingu Ránar var fjölmennur og flottur Fjölmenn æfing og jólasýning framundan Um helgina fór fram opin æfíng hjá Fimleikafélaginu Rán. Öllum var velkomið að mæta á æfinguna og var mætingin góð en um 60 til 70 böm á öllum aldri komu, prófuðu alls kyns æfíngar og fengu að reyna sig í tækjum og tólum fimleikafélagsins. Æfingin tókst afar vel og sjálfsagt leynast í hópnum framtíðarstjörnur fimleikanna. Jólasýning Fimleikafélagsins verður svo haldin í íþróttahúsinu á sunnudaginn klukkan 15:30 og eru allir velkomnir. íþróttir Margrét Lára knattspyrnu- kona ársins Leikmannaval KSÍ hefur valið Eið Smára Guð- johnsen og Mar- gréti Láru Við- arsdóttur knatt- spymufólk árs- ins 2008. Þetta er í fimmta skiptið sem knattspymufólk árs- ins er sérstaklega útnefnt af KSÍ. Fjölmargir aðilar, m.a. fyrrverandi landsliðsmenn, þjálfarar og for- ystumenn í knattspymuhreyfing- unni, velja knattspyrnufólk ársins. Veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin hjá körlum og konum. Fyrir ári síðan voru þau Her- mann Hreiðarsson og Margrét Lára Viðarsdóttir útnefnd knatt- spymufólk ársins 2007. Þelta er þriðja árið í röð sem Margrét Lára hlýtur þessa útnefningu og í fjórða skiptið alls. Margrét Lára Viðarsdóttir var að venju lykilmaður í liði íslands- meistara Vals sem og í íslenska kvennalandsliðinu, sem tryggði sér sæti í lokakeppni EM 2009. Hún skoraði 32 mörk í Lands- bankadeildinni, var markahæsti leikmaður deildarinnar fimmta árið í röð og var markahæsti leik- maður undankeppni EM 2009. Margrét Lára lék í öllum 11 lands- leikjum íslands á árinu, skoraði í þeim 14 mörk og hefur því skorað 43 mörk í 46 landsleikjunt fyrir A- landslið kvenna. Margrét Lára er frábær fulltrúi íslenskrar knatt- spymu, segir á vef KSÍ. Stórleikur í kvöld í kvöld klukkan 19.15 verður stór- leikur í körfubolta í Eyjum þegar IBV tekur á móti úrvalsdeildarliði Stjörnunnar í 16 liða úrslitum Subway bikarkeppninnar. 2. deildarlið ÍBV hefur aldrei komist jafn langt í keppninni. Eyjamenn hefðu getað verið heppnari með andstæðing sinn, Stjarnan er við botn úrvalsdeildarinnar en gaman hefði verið að fá sterkara úrvals- deildarlið eða veikari andstæðing þar sem meiri möguleiki á sigri væri fyrir hendi. En í bikarkeppn- inni getur allt gerst og ljóst að Eyjamenn ætla að selja sig á upp- sprengdu verði í kvöld. Jóhann á U-16 æfingar Hin efnilegi Jóhann Ingi Þórðar- son var boðaður á landsliðsæfmgu U-l6 ára landsliðsins um helgina en æftngamar fóru fram í Kómum. A heimasíðu IBV segir að Jóhann hafí verið í mikilli framför og verður gaman að fylgj- ast með honum í framtíðinni. Framundan Fimmtudagur 11. desember Kl. 19.15 IBV-Stjarnan 16 liða úrslit bikarsins í körfubolta. Laugardagur 13. desember Kl. 10.00 IBV-Þróttur 4. fíokkur karla Bikarkeppni. Kl. 12.00 ÍBV-Þróttur 4. flokkur karla deild. Kl. 18.30 ÍBV-Fjölnir meistara- flokkur karla.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.