Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 11.12.2008, Blaðsíða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 11.12.2008, Blaðsíða 9
Fréttir / Fimmtudagur 11. desember 2008 9 til manneldis. Aflanum er öllum landað á höndum, fiskinum ausið upp í pínulitlar körfur sem eru handlangaðar upp úr bátnum og síðan hellt úr þeim á bryggjunni í kassa sem eru svipaðir að stærð og gosflöskukassamir okkar. Það sem fer út fyrir, þegar hellt er í kassana, mega fátæklingamir hirða og þar ræður bæði trúarlegt sjónarmið og mannúð. I Kóraninum segir: -Ef þú gefur ekki, þá gefur Guð þér ekki. Þetta er sem sagt eins konar mæðrastyrksnefnd hjá þeim.“ Vinnutíminn er hjá flestum frá kl. átta til sex en í frystihúsunum er unnið á tveimur tólf tíma vöktum. Þó er aðeins greitt fyrir þann tfma sem unninn er. „Ef fískurinn klár- aðist þá fór fólkið bara heim og fékk einungis greitt fyrir þann tíma sem það var í vinnu. Verkalýðshreyfmgin er greinilega ekki mjög sterk þarna. En hjá Fleur de Mere hafa þeir reyndar komið til móts við verkafólkið á þann hátt að í þessum fímm frysti- húsum sem þeir reka, em aðeins fjórar áhafnir þannig að hægt er að færa fólk milli húsa.“ En Snorri segir að samstaðan sé talsverð hjá sjómönnunum. „Einn daginn var aflinn svo mikill að þeir sem komu síðastir inn, komu sínum afla ekki í verð heldur fór hann í gúanó. Næsta dag fór enginn bátur á sjó í mótmælaskyni. Með þessu vildu þeir sýna fiskkaupendum að þeir kæmust ekki upp með að greiða lágt fiskverð." Flytja út sand til Kanaríeyja Þó svo að fiskvinnsla sé einn aðal- atvinnuvegurinn í Leeone þá eru miklar tekjur af útflutningi á sandi. Snorri segir að konungur hafi gefið einni fjölskyldu á staðnum allan sandinn í Sahara. Sú fjölskylda sé rík í dag. Sandurinn er fluttur til Kanaríeyja og hvítu strendumar á Kanarí eru með sandi úr Sahara eyðimörkinni. „Þetta er óþrjótandi auðlind og eins og innfæddir sögðu og brostu: -Svo fýkur hann allur til baka til okkar aftur!" En sandurinn er líka vandamál. Snorri segir að frá höfninni og inn í hafnarborgar- ina sé tveggja akreina vegur, eins og við köllum 2 + 2, en allan tímann sem hann var þarna voru tvær akreinar ófærar vegna sands og alltaf var verið að moka sandi. Snorri dvaldi þarna í hálfan mán- uð við að leiðbeina um viðgerðir á fiskikörum en öll þau kör eru ís- lensk framleiðsla. „Það gekk svo vel að við urðum uppiskroppa með plastþráðinn sem notaður er við viðgerðimar. Það þýddi að ég hafði ekkert að gera þrjá síðustu dagana og gat notað þá til að skoða mig um. Og þetta er mjög sérstakt samfélag, sambland af gömlum tímaognýjum. Þarna gengu t.d. heilu úlfaldahjarðirnar lausar og smalar á eftir þeim. Stundum stoppaði öll umferð meðan hjörðin var að koma sér yfir götuna. Og við veltum talsvert fyrir okkur hvernig ungt fólk færi að því að kynnast hvert öðru og stofna til sambanda þegar hvergi eru neinar samkomur á borð við klúbba, bíó eða dansstaði. Einhvem veginn kynnist fólk samt því að við komumst að því að ekki eru öll hjónabönd ákveðin af foreldrum viðkomandi eins og eitt sinn var. Kannski leiða þessir göngutúrar kvennanna á kvöldin, meðan karl- arnir sitja á kaffihúsunum, til ein- hverra kynna.“ Snorri segir að hann gæti tæpast hugsað sér að búa þarna. „Reyndar er loftslagið mjög þægilegt. En lífshættimir eru svo allt öðruvísi en við eigum að venjast. Kannski væri það öðmvísi ef maður kynni málið. Það er mjög erfitt að vera mállaus, hvar sem maður er. Það var aftur á móti bæði lærdómsríkt og skemmtilegt að kynnast lífi fólks á framandi slóðum. En ég verð að viðurkenna að þrátt fyrir eilífa hlýjuna og sólskinið þarna suðuifrá þá held ég að ég kunni betur við mig í rokinu í Eyjum,“ sagði Snorri Jónsson JÓLflBLflÐ FRÉTTfi KEMCIR ÚT í NfESTtl VIKU Er Jólakvcöjan Pín ekki öruggkga Par? Hofðu samband í síma 481-1300 - tl Hjartans þakkir! Eg þakka öllum þeim sem glöddu mig á afmælinu og heiðruðu á allan hátt. Þakka ég sérstaklega þeim sem lögðu fé til líknar og styrktarmála. í hófinu söfnuðust kr. 82.000,- og hafa þær verið settar í innanlandsaðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar. Guð gefi okkur öllum gleðileg jól, Kristján Bjömsson STIMPLAR Ýmsar gerðir og litir Eyjaprent Strandvegi 47 - Sími 481 1300 OPIÐ "HEIMA" - HÚS Þriðjudagur Ið.des. í Arnardrangi kl 13-15 ::Jólin - jólabarnið umræður Gestur: Kristín Valtýsdóttir Hausthappdrætti handknattleiksdeildar ÍBV I. 200 evrur 2. Etanol eldstæði frá Miðstöðinni 3. Líkamsrækt frá Nautilus 4. Sími frá Eyjatölvum 5. Gisting í 2 nætur á Hótel Cabin 6. Gjafabréf frá Geisla 7. Gjafabréf frá Viking Tours 8. Smurþjónusta í Nethamri 9. Klipping og strípurfrá Ragga rakara 10. Vöruúttekt í Vöruval II. Umfelgun hjá Hjólbarðastofunni 12. Gjafakort hjá Eyjavík 13. Gjafakort hjá Póley 14. Kjúklingatilboð frá Toppnum 15. Ljósakort hjá (þróttamiðstöðinni 16. Ljósakort hjá [þróttamiðstöðinni 17. Ljósakort hjá íþróttamiðstöðinni ÍBV þakkar þátttökuna og óskar vinningshöfum innilega til hamingju. Vinninga er hægt að vitja í Týsheimilinu eða s. 481-2060 Eyjafrettiris - fréttir milli Frétta 595 405 350 337 188 126 55 69 281 657 787 24 577 663 442 265 91 Fræðslu- og símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja Námskeiö á vorönn hjá Visku Grunnmenntaskólinn er 300 kennslustunda nám fyrir fólk sem hefur stutta skólagöngu aö baki. Tilgangur skólans er aö stuöla aö jákvœöu viðhorfi til áframhaldandi náms og auðvelda fólki aö takast á viö ný verkefni Meðal námsgreina eru íslenska, enska, stœröfrœði, sjálfsstyrking, samskipti og tölvur. Áhersla er lögö á námstcekni og aö námsmenn efli sjálfstraust sitt og styrki stööu sína í almennum greinum Engin próf eru tekin en námsmat fer fram meö verkefnavinnu, œfingum og símati. Menntamálaráðuneytið hefur samþykkt aö meta megi námiö til allt aö 24 eininga í framhaldsskóla. Námskeiöiö verður kennt tvisvar í viku og annan hvorn laugardag og hefst í byrjun febrúar. Nánari upplýsingar er aö finna hjá Visku í síma 481-1111 og 481-1950. Landnemaskólinn Landnemaskólinn er fyrir fólk af erlendum uppruna sem hefur náö nokkru valdi á íslensku, hefur t.d. lokiö 150 stunda íslenskunámi. í Landnemaskólanum er lögö áhersla á Islenskt talmál, þekkingu á íslensku samfélagi og atvinnulífi. Námsgreinar eru íslenska, sam- félagsfrœöi, tölvur, fœrnimappa, sjálfstyrking og samskipti. The Settlers’ School The Settlers' School is for foreigners who speak some lcelandic, for example those who have already taken three 50 class-hour cours- es in lcelandic for foreigners. In The Settlers' School the emphasis is on spoken language as well as knowledge of the lcelandic community and economy. The sub- jects we teach are: lcelandic, sociology, computer science, the making of a personal portfolio, building up self-esteem and com- munication. The emphasis is on conversation and projects where students seek information on the web, from the media and from institutions. They also visit for example Althing (the lcelandic legislative assembly), theatres, museums, The Intercultural House and various other places. The Ministry of Education has agreed that credit points, from The Settlers' School, (up to ten points), can be evaluated in Comprehensive Colleges. Acmcta, fieiwi áewi a/tteújfa, Er þá ekki snjallt að kaupa gjafabréf á námskeið hjá Visku í jólapakkann. Nánari upplýsingar veitir Valgerður í síma 481-1950 eða Ester í síma 481-1111. www.viska.eyjar.is I viska@eyjar.is Sími 481-1950 og 661-1950

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.