Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 11.12.2008, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 11.12.2008, Blaðsíða 11
Fréttir / Fimmtudagur 11. desember 2008 11 Mandal með jólatónleika -Jólasálmar sr. Jóns píslarvotts og ensk jólalög á efnisskránni Mandal verður með jólatónleika í Reykjavík og Vestmannaeyjum í desember. A efniskránni verða jóla- og nýárssálmar sr. Jóns Þorsteinssonar og ensk jólalög frá því um miðja nítjándu öld. Hljómsveitina skipa þau Bára Grímsdóttir tónskáld sem syngur og ieikur á kanfele, Cris Foster sem spiiar á gítar og langspil, Heiga Jónsdóttir sem sér um söng og er einnig lagahöfundur og Arnór Hermannsson sem syngur og leikur á gítar og bouzouki. Fyrri tónleikarnir verða í Friðrikskapellu við Valsheimilið þann 14. desember kl. 14.00 og seinni tónleikarnir þann 28. desember í Safnaðar- heimili Landakirkju kl 14.00. Tónleikarnir í Eyjum eru sam- starfsverkefni Söguseturs 1627, verkefnisins Handritin heim og Landakirkju. Helga Jónsdóttir hefur ásamt Arnóri eiginmanni sínum sett mikinn svip á tónlistarlíf Vestmannaeyja og var spurð hvers vegna Mandal ákvað að hafa sálma sr. Jóns píslarvotts á efnisskrá hljómsveitarinnar. „Kári Bjarnason hafði samband við okkur í apríl og spurði hvort við gætum gert eitthvað með jóla- og nýárssálma sr. Jóns Þorsteinssonar. Kári fól okkur textana og þetta er í raun tveggja ára verkefni, við verðum með tónleika núna fyrir jólin og svo aftur á næsta ári. Þetta eru mjög fallegir textar og við suma sálm- ana voru til svokallaðir lagboðar sem eru sömuleiðis mjög fallegir. Þeir hafa nú verið útsettir og við aðra þurfi að semja lög. Bára Grímsdóttir hefur samið lög við ÞAU eru Mandal, Arnór, Helga, Bára og Chris. Æfingar hófust í byrjun júní þegar þau voru í húsbátaferð á Englandi. „Við fórum saman í ferðalag með unglingana okkar og sungum jólasöngva við kertaljós á kvöldin um hásumar. Þegar við lásum söguna um tyrk- neska hnappinn sem fannst í kál- garðinum í Mandal fannst okkur rétt að við kæmum fram sem Mandal. Með því finnst okkur við tengja söguna við nútímann. Okkur finnst gaman að flytja þessa tónlist á tónleikum í Reykjavík því tónlistin er arfur héðan,“ sagði Helga. hús.“ að taka þátt í að varðveita þá. þrjá eða fjóra texta og ég hef samið eitt lag og við komum til með að fiytja þetta efni á tón- leikunum. Auk þess verðum við með enska jólasálma frá því um 1840 sem eru upprunnir í Mið- Englandi og hafa ekki verið flutt- ir hér á landi áður. Margir kann- ast við þessa jólasálma úr göml- um bíómyndum þar sem fólk sést syngja jólalög úti á götu eða við Helga segir að tónlistarfólkið hafi hafið æfingar í byrjun júní þegar þau voru í húsbátaferð á Englandi. „Við fórum saman í ferðalag með unglingana okkar og sungum jólasöngva við kerta- Ijós á kvöldin um hásumar,“ segir Helga og hlær. „Jón Þorsteinsson er búinn að stimpla sig inn hjá okkur því þetta eru fallegir textar. Það er heiður fyrir okkur í[Dróttafélagið Ægir 20 ára 12. desember - Afmælisveisla á laugardaginn: Oflugt starf í þágu fatlaðra KOM færandi hendi: í september 2007 gaf félagið báðum lcikskólunum bocciasett til að kynna íþróttina. Kristín Osk Óskarsdóttir, formaður alhendir Helenu Jónsdóttur, leikskólastjóra gjöfina. Ægir. íþróttafélag fatlaðra, var stofnað þann 12. desember árið 1988. Þessi hugmynd vaknaði hjá Rannveigu Traustadóttur, en hún starfaði sem talkennari í Barnaskóla Vestmannaeyja ásamt því að vinna á Dag- og skammtímavistuninni hérna. Hún fékk með sér góðan hóp af fólki og til varð íþróttafélagið Ægir, fyrir fólk með fötlun. Unnur Baldursdóttir var fyrsti formaður félagsins og Lóa Skarphéðinsdóttir fyrsti gjaldkerinn. Ólöf Aðalheiður Elíasdóttir var jafnframt fyrsti þjálfari félagsins. Þær unnu frábært starf ásamt öðru góðu fólki. Hlynur Ólafsson var fenginn til að teikna Ægismerkið og tókst mjög vel til. Þarna fór hægt og bítandi að verða til einhvers konar mynd af félaginu. Krakkarnir sem fóru á fyrsta mótið á vegum félagsins voru frekar ungir en stóðu sig samt sem áður mjög vel. Ferðin heppnaðist vel í alla staði að mati þeirra sem í hana fóru. Það hefur margt gerst síðan þetta var og hefur félagið vaxið og dafn- að vel. Haustið 2006 var kosin ný stjórn og hefur hún unnið hörðum höndum við að gera félagið enn virkara. I dag æfa hjá félaginu 15 manns. Við höldum úti fimm æfmgum á viku. Það er boccia fyrir eldri hópinn tvisvar sinnum í viku og einu sinni í viku fyrir yngri hóp. Svo erum við með sundæfingar einu sinni í viku fyrir eldri hóp og einu sinni fyrir yngri hóp. I október var farið á fyrsta einstaklingsmót í boccia í lengri tíma og stóðum við uppi með einn íslandsmeistara, einn í 2. sæti og sá þriðji komst upp um deild fyrir næsta ár. Þetta er að sjálfsögðu frábær árangur og vorum við með eindæmum stolt af okkar fólki. Jafnframt höfum við boðið upp á fótbolta, frjálsar og golf yfir sumartíminn með dyggri aðstoð og utanaðkomandi stuðnin- gi. Þannig að við erum farin að sjá mikinn árangur af vinnunni. í Ijósi þess er vert að minnast á óeiging- jarnt framlag foreldra, velunnara og styrktaraðila félagsins. An þeirra væri þetta ekki mögulegt. í ár eru því liðin heil 20 ár frá stofnun félagsins og því höfum við ákveðið að tjalda öllu til og halda daginn hátíðlegan. Afmælið ber upp á föstudaginn 12. desember og verður veislan frá kl 17 - 18:30. Við viljum endilega þakka ára- langan stuðning og hlýhug ykkar og bjóðum ykkur að fagna þessum degi með okkur. Veislan fer fram í Týsheimilinu (efri hæð) við Há- stein. Boðið verður upp á ein- hverjar veitingar, myndlistar- sýningu af jólakortunum sem við gáfum út þetta árið og fleiri myndum, lítinn bocciavöll til að kynna íþróttina og jafnvel aðrar óvæntar uppákomur. Við vonumst til að sjá sem flesta. Kœr kveðja, stjórn íþróttafélagsins Ægis Ekki mjög vinsæl í Eyjum -Sigrún Steingríms- dóttir skrifaði um samgöngumál Vestmannaeyinga á bloggsíðu sína Bloggið getur verið skemmtileg- ur vettvangur til skoðana og tjáskipta. Sigrún Steingrímsdóttir skrifaði um samgöngumál Vestmannaeyinga á bloggsíðu sína http://sigrunstud.blog.is. Sigrún fékk heldur betur viðbrögð þvf á mánudag höfðu 288 athugasemdir verið gerðar við greinina. Herjólfur ógnar hvalalífi Hér má sjá greinina sem olli öllu uppnáminu og nokkrar af þeim athugasemdum sem gerðar voru við skrif hennar. Rétt er að geta þess að Sigrún hefur í framhaldi af þessu ákveðið að hætta að blogga í bili a.m.k. Þetta skrifast á Vestmanna- eyinga Nú hef ég fylgst með umræðu um þörfina á „nýjum Herjólfi" í um tvö ár. Aldrei hef ég skilið það nákvæmlega hvað 2000 manna bæjarfélag hefur við milljarða ferju að gera. Eg veit það svo sem ekki þar sem ég er ekki frá Vestmannaeyjum. Því síður þekki ég nokkurn þaðan. Hins vegar veit ég það að ef ég byggi í 2000 manna þorpi, Iangt úr alfaraleið, að eitthvað myndi heyrast ef ég færi fram á það í fúlustu alvöru að fá lagða heim að dyrum hraðbraut til þess eins að ég kæmist oftar til Reykja- víkur. Eitthvað yrði nú sagt! Nú kemur þetta á daginn, að skipaferðir fram og til baka ógni hvalalífi úti fyrir íslandsströnd- um. Gott og vel, slysin gerast víst. Nú þykist ég hins vegar vita að þetta er ekki fyrsti hvalurinn sem verður fyrir Herjólfi - annað getur bara ekki verið, svo margar hafa ferðirnar verið í gegnum tíðina. Því spyr ég nú, af þessu tilefni - er það réttlætanlegt að láta landið allt blæða í nýjan, hraðskreiðari Herjólf, fyrir 2000 manna bæjarfélag, þegar það er: a) vitað með vissu að slíkt muni kosta marga milljarða króna (sem ekki er beint til mikið af þessar stundir) og b) ferðir enn hraðskreiðara skips munu vænt- anlega kosta enn fleiri hvali lífið. Mér finnst réttast, áður en tekin verður ákvörðun um þetta málefni, að allir vinklar verði skoðaðir - hvort sem urn er að ræða fórnarkostnað þjóðarinnar eða fórnarkostnað dýralífsins. 1 Vestmannaeyjum búa yfir 4000 manns!!! Erla Baldvinsdóttir Held þér veitti ekkert af því að koma eina ferð til Eyja og anda að þér hreinu lofti, og þá kæmi kannski eitthvað vit frá þér. Held það sé of mikið af svifryki í kringum þig Sigurður O. Friðriksson Það býr enginn í Vestmannaeyjum, og hefur ekki gert það síðan eftir gos. Það vita þetta allir. Þetta er samsœri fyrrum Vestmanneyinga til þess að kría peninga úr ríkissjóði. Nonni Við erum að tala um milljarða hér. Vestmannaeyjar eru úr al- faraleið. Væri ekki nær að gefa hverju heintili í eyjunni hraðbát til að skutlast á milli? Ég hef verið í Eyjum og það er líka svifryk þar! Matti S

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.