Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 11.12.2008, Blaðsíða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 11.12.2008, Blaðsíða 12
10 Fréttir / Fimmtudagur 11. desember 2008 ✓ Fundaröð Arna Johnsen - Til sóknar í suðri þar sem á að tala upp en ekki niður: Staðan mjög eftirsóknarverð PALLBORÐ Ární í pontu, Elliði, Magnús, Binni, Valgerður, Ægir Páll, og Þórður Rafn. -Sjávarútvegur er matvælaframleiðsla og fólk heldur áfram að borða mat - Flest sjávarútvegsfyrirtækin í Eyjum eru mjög vel sett - Mikil and- staða kom fram við inngöngu í Evrópusambandið -Framtíðin björt en Guð forði okkur frá afskiptum stjórnmálamanna - Lækkandi verð á erlendum mörkuðum og birgðasöfnun áhyggjuefni Samantekt Omar Garðarsson omar@ eyjafretti r.. is Á annað hundrað manns mættu á fund Árna Johnsen sem haldinn var í Kaffi Kró á sunnudaginn. Var fun- durinn einn ellefu funda sem Árni stóð fyrir í Suðurkjördæmi undir yfirskriftinni Til sóknar í suðri. í auglýsingu um fundina segir að þar eigi að tala upp en ekki niður og sú varð reyndin í Vestmannaeyjum. Frummælendur voru sammála um að staða útgerðar í Vestmannaeyjum væri yfirleitt sterk, sama er að segja um bæjarsjóð og upplýst var að Lífeyrissjóður Vestmannaeyja hefði tapað minna en aðrir lífeyrissjóðir í þeim ólgusjó sem riðið hefur yfir í efnahagsmálum þjóðarinnar. Ovissa um loðnuveiðar og lækkandi verð á sjávarafurðum og birgðasöfnun sögðu menn áhyggjuefni og mikil andstaða við Evrópusambandið kom fram á fundinum. Gekk Árni John- sen svo langt að fullyrða að sjálf- stæði þjóðarinnar væri að veði. Frummælendur voru Þórður Rafn Sigurðsson, útgerðarmaður, Magnús Kristinsson, útgerðarmaður, Sigur- geir Brynjar Kristgeirsson, fram- kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, Ægir Páll Friðbertsson, fram- kvæmdastjóri ísfélagsins, Valgerður Guðjónsdóttir, forstöðukona Visku og Elliði Vignisson bæjarstjóri. Nýr gjaldmiðill á nokkr- um vikum Þórður Rafn var fyrstur í pontu og byrjaði á að segja að útgerð hans væri ekki á hausnum. Hann sagði það skoðun sína að Islendingar ættu ekki að koma nálægt Evrópusam- bandinu. Aftur á móti sagði að taka ætti upp nýjan gjaldmiðil. „Ef við göngum í Evrópusambandið tekur við fjögurra aðlögunartímabil og önnur fjögur til að verða fullgildir aðilar að myntbandalaginu og þá verður ekkert Evrópusamband til. En það tekur ekki nema fjórar vikur að taka upp nýjan gjaldmiðil," sagði Þórður Rafn og vísaði til reynslu Svartfellinga sem tóku einhliða upp evru. Eins sagði hann að önnur ríki hefðu tekið upp bandarískan dollara í stað eigin gjaldmiðils. „Þetta þýddi að við hefðum ekkert við seðlabanka að gera og það er sparnaður af því að þurfa ekki að slá mynt og prenta seðla. Svo værum við laus við úr- illan seðlabankastjóra," sagði Þórð- ur Rafn og uppskar hlátur í salnum. „Það verður engin breyting hjá minni útgerð, þetta gengur bara ágætlega. Það sem er brýnast hér í Eyjum er að halda ró sinni og passa þarf að fólk haldi vinnu og launum. Fyrirtækin haldi áfram rekstri og bæjarfélagið nái að sigla lygnan sjó og standa sína pligt. Ég held að ástandið sé ekki eins slæmt og margir halda og það eigi bara eftir að batna. Hér í Éyjum hef ég ekki orðið var við neitt volæði og vona að það haldi áfram.“ Úteyjalömb á markað Magnús var næstur og sagði að á sínum skipum væru aðeins tveir aðkomumenn en þeir ættu að baki áralangan starfsaldur. Þetta væri jákvætt fyrir samfélagið en á meðan fjölgaði aðkomumönnum á Herjólfi sem þá borga sínar skyldur annars staðar. Næst kom Magnús að öðrum þátt- um atvinnulífs í Eyjum og nefndi hann tvö fyrirtæki sérstaklega, Vinnslustöðina og Grím kokk. „Vinnslustöðin hefur unnið að því að koma humri á markað innanlands og nú sér maður humar frá þeim í öllum matvöruverslunum. Það sama er að segja um vörunar frá Grími og gaman að sjá merki frá þessum Eyjafyrirtækjum þegar maður kemur inn í verslanir eins og Nóatún. Nú ætla ég að höfða til rollubænda í Vestmannaeyjum að þeir fari að markaðssetja úteyjalambið. Við vitum að það er annað bragð af þess- um lömbum og það er örugglega hægt að koma því út. Fjölgið nú þessum skjátum ykkar því það hefur sýnt sig að þær eru nauðsynlegar fyrir gróður í eyjunum öllum,“ sagði Magnús. Upp með upptöku- mannvirkin Næst kom hann að Skipalyftunni en þar hefur ekkert gerst síðan upp- tökumannvirkin eyðilögðust fyrir rúmum tveimur árum. Hann sagði skipta meiru að eyða peningum bæjarins í nýja lyftu en knatt- spyrnuhús sem áætlað er að rísi á næsta ári. Þar gæti orðið til atvinna fyrir 20 til 30 manns. „Við þurfum að taka skipin okkar upp á tólf til átján mánaða fresti fyrir utan óhöpp sem koma upp á og lyfta er það sem virkilega þarf að huga að.“ Hann lýsti vonbrigðum með að starf Vinnueftirlitsins skuli hafa horfið frá Eyjum með fráfalli Höskuldar Kárasonar. Það hefði gerst þrátt fyrir áskorun um annað. „Það er dapurlegt hvað ríkisstofn- anir gera lítið til þess að halda störf- um úti á landi. Og það er virkileg þörf fyrir að hafa starfsmann Vinnueftirlitsins hérna.“ Magnús óskaði Sigurjóni Óskars- syni og fjölskyldu til hamingju með nýgerðan samning við Glitni um fjármögnun á smfði á nýrri Þórunni Sveinsdóttur VE. „Hann er krafta- verkamaður hann Sigurjón," sagði Magnús um þennan kollega sinn. Magnús lét vel af eigin útgerð, hún væri að skila meiru en áætlanir gerðu ráð fyrir. Gert hefði verið ráð fyrir 500 milljóna aflaverðmæti á skip hans. „En í næstu viku eru tvö af þremur skipum mínum að detta upp fyrir 600 milljónir sem er meira en ég lét mig dreyma um. I Vest- mannaeyjum er gott að gera út og hér eiga menn að vera í útgerð." Þá lýsti Magnús algjörri andstöðu sinni við inngöngu ESB. „Ég býð ekki í skútuna ef við hefðum verið í Evrópusambandinu í þeim hremm- ingum sem nú ganga yfir. Sjávar- útvegur er að skaffa okkur helming af gjaldeyristekjum þjóðarinnar og það væri illa komið fyrir okkur Islendingum ef værum undir reglu- verki Evrópusambandsins í dag.“ 100 sóttu um sex stöður Binni í Vinnslustöðinni sagði fyrir- tækið fremur skuldsett en rekstur væri í góðu lagi. Aftur á móti væri framundan þörf fyrir miklar fjár- festingar. „Við þurfum að endur- nýja skip, tæki og húsbúnað. Við ætluðum að endurnýja uppsjávar- frystihús en slógum það af og höfum frestað öðrum framkvæmd- um á meðan við erum að meta stöðuna. Það eru enn átök meðal eigenda Vinnslustöðvarinnar en 67% eru í eigu Eyjamanna. Það er gott og við erum nýlega búin að afskrá félagið úr Kauphöllinni." Þá upplýsti Binni að þeir hefðu auglýst eftir skrifstofumanni, verk- stjóra og fólki í löndunarþjónustu. „Alls eru þetta sex stöður og um- sóknirnar eru yfir 100 og talsvert af fólki inni í því. Þetta sýnir stöðuna í dag.“ Binni sagði að Vinnslustöðin hefði verið vel sett í upphafi lausafjár- kreppunnar, haft nægt lausafé og þrátt fyrir fréttir um týnda peninga hefði allt gengið eðlilega í milli- færslu peninga og rekstri. „Og peningamir sem týndust fundust í Seðlabankanum." Breytingar á mörkuðum áhyggjuefni Binni sagði að áhrifin innanlands hefðu ekki mikið að segja en það sem gerðist í útlandinu væri það sem skipti máli. „Um 99% okkar viðskipta eru erlendis og okkar áhyggjuefni er hvort neytendur halda áfram að kaupa fiskinn og hvaða verð þeir borga. Núna erum við að sjá að dýrari fiskur, humar og þorskur eru að lækka. Það sorglega með sfldina er að hún er að hækka en við getum ekki nýtt hana eins og er vegna sýkingarinnar sem kom upp í haust. Þetta er þróunin, að dýrari fisktegundir eru að lækka í verði. Já, fólk er að fara úr dýrari í ódýrari tegundir og okkar lán er að vera með dreifða framleiðslu. En geti kaupendur ekki keypt eða greitt fyrir vömna erum við illa sett. Það er hættan sem að okkur steðjar erlendis frá en innanlands er það tilhneiging íslenskra stjórnmála- manna að fara ofan í vasann hjá okkur sem störfum í sjávarútvegi í stað þess að reyna að skapa peninga með öðrum hætti. Taki úr einum vasanum til að flytja yfir annan. En staðan hér í Eyjum er góð, næg atvinna, góðar tekjur en þá stöndum við frammi fyrir þessari freistingu stjórnmálamannsins að taka frá einum og færa öðmm,“ sagði Binni og vísaði til fyrri aðgerða stjórn- málamanna sem hafa flutt héðan miklar aflaheimildir. Það hafi skaðað allt og alla í Vest- mannaeyjum. En unt stöðu Vestmannaeyja í dag sagði Binni að hún væri eftirsókn- arverð. „Sjávarútvegur er matvæla- framleiðsla og fólk heldur áfram að borða mat. Og flest sjávarútvegs- fyrirtækin í Eyjum eru mjög vel sett. Við emm með Sparisjóð sem góðar líkur eru á að lifi af á meðan stóru bankarnir þrír hafa hrunið. Og lífeyrissjóð sem er í hópi þeirra lífeyrissjóða sem tapa minnstu í fjármálakreppunni sem nú gengur yfir. Þá eigum við bæjarsjóð sem er með laust fé og þau eru ekki mörg bæjarfélögin sem em í þeirri stöðu. Þannig að þið verðið að gera ykkur grein fyrir því að staða okkar er gríðarlega góð. Hættan er að stjórn- málamenn komi hér til að ná í peninga en hingað ætti fólk að vera að flytja því hér er uppgangurinn og drifkrafturinn. Þetta er stærsta hætt- an og þarna verðum við að standa saman, hvar í flokki sem við erum. Það skiptir Eyjamar höfuðmáli að halda utan um alla þessa þætti. Um framtíðina er það að segja að gera vel og passa vel upp á hlutina og vinna samviskusamlega það sem við erum að gera. Það em gömlu góðu gildin sem við verðum að hafa í heiðri. Þau verða við lýði meðan jörð er byggð,“ sagði Binni að lokum. Áhrifin minni hér Ægir Páll kom næstur og sagði að bankahrunið í byrjun október hefði haft áhrif á allt á Islandi. Krónan hefði hmnið og aðgengi að lánsfé væri nánast ekkert, greiðsluntiðlun til og frá landinu hefði farið úr skorðum og eignir lækkað í verði. Þetta hefði haft ógnvænlegar afleið- ingar fyrir margar atvinnugreinar og nefndi hann bankana og byggingar- iðnað í því sambandi. „Ég held að áhrifin hér verði minni, m.a. vegna þess að hér var þenslan minni og við erum með sterkan sjávarútveg. Og hann er sannarlega sterkur og hefur alla burði til að komast vel í gegnum þetta,“ sagði Ægir Páll. Hann sagði stöðu Isfélagsins góða, félagið hafi vaxið og fjárfest fyrir um tólf milljarða á undanförnum ámm. „Við emm með tvö skip í smíðum í Chile og við höfum aldrei framleitt eins mikið af frystum afurðum og á þessu ári. Þannig að árið er mjög stórt hjá okkur.“ Ægir Páll lýsti yfir áhyggjum sínum af möguleikum nýju bank- anna til að þjónusta atvinnuvegina og hann sagði teikn á lofti um að kreppa erlendis væri farin að hafa áhrif til lækkunar á verði. „Það er hættan sem að okkur steðjar. Það eru að myndast birgðir af fiskafurðum og verð lækkar. Það eru komin ein tíu ár síðan við höfum séð þetta gerast." Ekki Evrópusambandið Ægir Páll sér ekki lausnina í Evrópusambandinu. „Mér hefur aldrei litist á það og ef við horfum á það frá sjónarhomi Vestmannaeyja og sjávarútvegs þá hefur sjávar- útvegsstefna Sambandsins hlotið al- gjört skipbrot. Þeir segja það m.a.s. sjálfir." Mesta óvissan í rekstri Isfélagsins er úthlutun loðnukvótans á komandi vertíð að mati Ægis Páls. „Það er okkar næsta áhyggjuefni. Mikil óvissa var á síðustu vertíð og ég óttast að við séum að upplifa það sama aftur. Annars er staða fé- lagsins sterk og við horfum bjartsýn fram á næsta ár. Og styrkur okkar í Vestmannaeyjum er sterkur sjávar- útvegur og kreppan mun koma mun harðar niður á öðrum en okkur. Ég held að þessi niðursveifla þurfi ekki að taka langan tíma. Það er mikill sveigjanleiki í efnahagskerfmu og miklir möguleikar til staðar. Það er mín skoðun að við verðum að horfa fram á við því það gerir ekkert gagn að vera að velta sér upp úr fortíð- inni. Og í öllum þessum þreng- ingum felast tækifæri þó það væri ekki trl annars en að byggja upp betra samfélag," sagði Ægir Páll að endingu. Valgerður Guðjónsdóttir sagði starfsemi Visku tvíþætta, annars vegar námskeið fyrir þá sem minni menntun hafa og svo háskólanám. Elliði sagði að Vestmannaeyjabær væri stærsti vinnustaður á Suður- landi og þyrfti að gæta vel að rekstr- inum. „I kreppu skapast fullt af tækifærum og nú erum við að sjá fjölgun íbúa í nokkur ár. Lítur út að okkur fjölgi um 60 en miðað við flutninga héðan er sveiflan 160 á árinu sem er mikill viðsnúningur," sagði Elliði. Ámi Johnsen, alþingismaður, fékk lof fyrir þetta framtak sitt. Eftir að hann hafði farið yfir það helsta sem kom fram hjá frummælendum staldraði Árni við Evrópusam- bandið. „Þangað eigum við ekki að fara inn,“ sagði Árni. „Reynsla Bretanna er að þeir hafa misst yfir 50% af sínum kvóta til Hollendinga, Spánverja og Portúgala. Það er eitt- hvað sem við viljum ekki sjá því við verðum að ráða ein yfir okkar nátt- úruauðlindum. Við erum að ganga inn í eina mestu sjálfstæðisbaráttu okkar og þar höfum við verk að vinna,“ sagði Ámi.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.