Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 11.12.2008, Blaðsíða 7

Fréttir - Eyjafréttir - 11.12.2008, Blaðsíða 7
Fréttir / Fimmtudagur 11. desember 2008 7 Golfklúbburinn útnefndur / S sem Fyrirmyndarfélag ISI -Einhver mesta viðurkenning sem íþróttafélag getur fengið -Frábær enda- punktur á hátíðahöldum vegna 70 ára afmælis klúbbsins Samantekt Sigurgeir Jónsson sigurge @ intemet. is Golfklúbbur Vestmannaeyja hélt veglega upp á 70 ára afrnæli sitt í síðustu viku. Afmælisdagur klúbbsins er 4. desember og þann dag var aðalfundur klúbbsins hald- inn. Síðan var veglegur afmælis- fagnaður á föstudagskvöld. Þetta tvennt var lokaþáttur hátíðahalda vegna 70 ára afmælis klúbbsins en sú hátíð hefur staðið síðan í júní í sumar. Slæm skuldastaða vegna kreppunnar Á aðalfundinum kom m.a. fram að starfíð var einkar blómlegt á árinu eins og hæfir á afmælisári. Haldið var sérstakt afmælismót í júní og Islandsmótið í höggleik var einnig haldið í Eyjum. Þá var Volcano Open mótið hið fjölmennasta sem haldið hefur verið til þessa frá upp- hafi. Formaðurinn, Helgi Braga- son, kom inn á það í skýrslu stjómar hve forysta GSI væri ánægð með framkvæmd Lands- mótsins sem hér var haldið í sumar, þar sem allt hefði gengið eins vel og hægt væri að hugsa sér. Þá hefðu sjónvarpsmenn frá Stöð 2 sagt að öll golfmót landsins ætti að halda í Vestmannaeyjum, þar kynnu menn til verka og engin vandamál væm til staðar. Helgi sagðist ekki í vafa um að þetta mætti rekja til hins öfluga hóps félaga í GV sem legði á sig ómælt sjálfboðastarf fyrir klúbbinn, meðan algengt væri uppi á landi að slfk vinna væri aðkeypt. „Þetta er okkur dýrmætt," sagði Helgi, „og vonandi á klúbburinn eftir að njóta þessa um ókomna framtíð." Efnahagskreppan hefur sín áhrif á starf GV, ekki síst fjárhaginn. Sí- fallandi gengi krónunnar á árinu hefur haft þau áhrif að gengis- munur er um 40 milljónir á reikn- ingsárinu og tap ársins því tæpar 36 milljónir króna. Hagnaður varð af sjálfum rekstri klúbbsins en áður- nefndur gengismunur skilar óhag- stæðri niðurstöðu. Þar sem lang- tímalán klúbbsins eru öll í erlendri mynt, hefur gengisþróun undan- farinna mánaða tvöfaldað skuld- imar á síðasta reikningsári. Vonast er til að með hagstæðara gengi á næsta ári komi þær skuldir til með að lækka. Þrátt fyrir þetta er lausa- fjárstaða klúbbsins góð, eða um sjö milljónir króna. Helgi Bragason var endurkjörinn formaður klúbbsins og með honum í stjóm þeir Haraldur Óskarsson, Hörður Óskarsson. Ragnar Bald- vinsson og Böðvar Bergþórsson. Til vara þeir Sigurjón Pálsson og Jón Árni Ólafsson. Þetta er svo til sama stjórn og setið hefur það sem af er þessari öld. Sú breyting varð á núna að Jón Pétursson hætti í varastjórn en nafni hans Ólafsson kom inn. Með tilliti til efnahags- ástandsins ákvað stjórnin að árgjöld skyldu haldast nær óbreytt á næsta ári. Á aðalfundi eru veittar viður- kenningar til efnilegasta kylfingsins og besta kylfingsins. Að þessu sinni var Hallgrímur Júlíusson, yngri, valinn besti kylfmgurinn og kom fáum á óvart en þessi ungi kylfingur hefur skarað fram úr í !■ I I ú )■■■ aiwIik)!\sso.n Xmilssos i—( /VIII S;’(,/)/o/n ÖsA-wssov BjBpBBBBki1.'~ r),y <»»/<» __ ! I | Otölucsdoiií hknlm i (,, , i '/!'■ I cí IIÍ CíiHÓiH*SO\ -LL L.' ■■' wliU,itl(,nnA ÞAU voru heiðruð, Gunnar, Fríða Dóra, Kristín, Einar, Elsa, Gísli, Sigurgeir, Guðni og Leifur. Ólafur Kafnsson, forseti íþróttasambands íslands og Helgi formaður. GV var valinn sem Fyrirmyndarfélag ISI. Slík útnefning er eins konar gæðavottun og felur í sér að viðkomandi félag er talið samfélagslega verð- mætara en önnur félög. Það er mikill heiður að fá slíka viðurkenningu og þau félög sem hafa hlotið slíka útnefningu hafa notið þess í hærri fjárframlögum frá viðkomandi sveitarfélagi. Heiðranir Á þessum tímamótum voru nokkrir félagar klúbbsins heiðr- aðir, bæði af ÍBV, GSÍ og GV. Gullmcrki ÍBV hlutu þessir: Haraldur Óskarsson, Hörður Óskarsson. Silfurmerki ÍBV hlutu: Helgi Bragason, Bergur Sigmundsson Gullmerki GSÍ hlutu þessi: Helgi Bragason, Elsa Valgeirsdóttir, Haraldur Óskarsson, Hörður Óskarsson, Böðvar Bergþórsson, Ragnar Baldvinsson, Kristín Einarsdóttir. GuIImerki GV hlutu þessi: Gísli Jónasson, Guðni Grímsson, Gunnar Kr. Gunnarsson, Sigurgeir Jónsson, Einar Ólafsson, Kristín Einarsdóttir, Fríða Dóra Jóhannsdóttir, Leifur Ársælsson. sumar. Sá efnilegasti var einnig af yngri kynslóðinni, Sveinn Sigurðs- son, sem sýndi mjög góðan árangur í sumar. Fjölskylda Sveins Magnússonar, sem lést á árinu, kom færandi hendi og færði klúbbnum gjafabréf í minningu Sveins, upp á 273 þúsund krónur og er þess óskað að það fé renni til styrktar barna- og ung- lingastarfi innan klúbbsins. Þá afhenti Kristín Einarsdóttir, ekkja Marteins heitins Guðjóns- sonar, klúbbnum stóra fjárupphæð í minningu Marteins og sagðist vonast til að klúbburinn gæti nýtt þessa aura. Helgi Bragason þakk- aði Kristínu þessa rausnarlegu gjöf og sagði hugmyndir uppi um að nýta hluta fjárins í að gera veglega steinbrú yfir tjörnina á 16. braut, brú sem myndi bera nafn Marteins. Um 30 manns sóttu þennan aðal- fund klúbbsins. Yeglegur afmælisfagnaður Á föstudag var blásið til afmælis- fagnaðar í Golfskálanum þar sem 70 ára afmælisins var minnst og var þetta lokapunkturinn í þeim hátíða- höldum sem hafa staðið frá því snemma í sumar. Um hundrað manns sátu þennan fagnað sem hófst með borðhaldi. Klúbburinn hlaut ýmsar gjafir á þessu afmæli. Fyrr í sumar höfðu ýmsir gefið góðar gjafir, t.d. gaf Golfklúbbur Reykjavíkur mjög vandað ræðupúlt með útskornu merki GV og var þetta púlt nú notað í fyrsta sinn á aðalfundinum og síðan á afmælisfagnaðinum. Bergur Sigmundsson, fyrrverandi formaður GV, gaf klúbbnum mynd af æskuheimili sínu.Tungu eða Hótel Berg, Heimagötu 4, en stofn- fundur klúbbsins var einmitt haidinn þar. Þór I. Vilhjálmsson, formaður IBV héraðssambands, færði klúbbnum gjafabréf til fánakaupa fyrir klúbbinn. Forseti Golfsam- bands Islands, Jón Ásgeir Eyjólfs- son, færði klúbbnum forláta kristalsvasa með zirkonsteini er lítur út eins og demantur. Jón Ásgeir sagði að völlurinn hér væri þriðji elsti völlur á landinu og sá besti. Hann hefði ákveðnar taugar til þessa vallar, enda hefði hann byrjað að iðka golf hér. „Þessi vasi hefur táknræna merkingu,“ sagði Jón Ásgeir. „I hann er greyptur demantur enda er völlurinn ykkar alger demantur." En líklega var besta afmælisgjöfin sú að Ólafur Rafnsson, forseti Iþróttasambands Islands, tilkynnti að Golfklúbbur Vestmannaeyja hefði verið valinn sem Fyrirmynd- arfélag ÍSÍ. Slik útnefning er eins konar gæðavottun og felur í sér að viðkomandi félag er talið samfé- lagslega verðmætara en önnur fé- lög. Það er mikill heiður að fá slíka viðurkenningu og þau félög sem hafa hlotið þá útnefningu hafa notið þess í hærri fjárframlögum frá viðkomandi sveitarfélögum. Páll Marvin Jónsson, bæjarfull- trúi, ávarpaði samkomuna fyrir hönd bæjaryfirvalda og færði klúbbnum blómvönd. Hann sagðist ekki vera með gjafabréf í farteskinu en þessi tilnefning gæfi tilefni til að styrkja hið ágæta starf sem unnið væri í klúbbnum. Gáfu orð hans fyrirheit um góðan stuðning bæjaryfirvalda. Helgi Bragason færði forseta ÍSI áletruð eintök af bókinni Saga GV í 70 ár, í þakklætisskyni fyrir viðurkenninguna. Þá færði hann einnig sömu bók að gjöf tveimur aðilum utan GV sem unnið hafa gott starf fyrir klúbbinn á árinu, jjeim Hauki Guðjónssyni frá Reykjum og Óskari Pétri Friðrikssyni, ljósmyndara. Þessi afmælisfagnaður fór hið besta fram og sýnt að félagar í GV stefna ótrauðir fram á veginn, staðráðnir í að vinna klúbbnum vel, þrátt fyrir einhverja óáran í efna- hagsmálum um þessar stundir.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.